Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016 með þessum orðum: “Vá. Vel að orði komist.” Axelrod svaraði um hæl, og benti á að hið sama hlyti að gilda um Trump: Hann hefði ekki enn birt neinar upplýsingar um heilsufar sitt, né hefði hann birt skattaframtöl sín, nokkuð sem all- ir forsetaframbjóðendur hafa gert um áratuga skeið, þar á meðal Clint- on. Og þó að Clinton hefði haldið lungnabólgunni leyndri hefði hún birt upplýsingar um heilsufar sitt og sjúkrasögu fyrir nærri ári síðan. Conway skipti þá snarlega um gír: Trump ætti heimtingu á að friðhelgi einkalífs hans væri virt. Réttmætar spurningar Þó bent hafi verið á að það sé eðli- legt að forsetaframbjóðendur veik- ist eins og annað fólk, og því sé frá- leitt að dæma Hillary úr leik vegna lungnabólgu, eða Trump vegna þess að hann sé kominn á áttræðis- aldur, eru spurningar um heilsufar frambjóðenda fyllilega réttmætar. Að vísu er það frekar nýtilkomið að forsetaframbjóðendur birti ítar- legar upplýsingar um heilsufar sitt, því þá hefð er í raun aðeins hægt að rekja aftur til 1996, en síðan þá hafa frambjóðendur veitt fjölmiðlum að- gang að heilsufarssögu sinni. Yfirleitt hafa frambjóðendur látið nokkurra blaðsíðna skýrslu duga þar sem farið er yfir heilsufarssögu þeirra og því lýst hvert líkamlegt ástand frambjóðandans er miðað við aldur. Ef kjósendur hafa efa- semdir um heilsufar frambjóðenda geta þeir hins vegar þurft að ganga lengra, eins og John McCain gerði í aðdraganda kosninganna 2008. McCain, sem hafði látið fjarlægja húðkrabbamein birti yfir þúsund blaðsíður af gögnum til að sanna að hann væri fullfrískur. Hvorki Clinton né Trump hafa í raun birt nokkra skýrslu. Í júlí 2015 birti Clinton bréf frá lækni sínum þar sem heilsufari hennar var lýst með almennum hætti og vottað að hún væri „fullfrísk 67 ára kona“ sem væri „hraust og við góða heilsu og fullfær um að takast á við starf forseta Bandaríkjanna.“ Neyðaráætlun Það var ekki aðeins aðsvif Clinton síðustu helgi sem vakti spurningar um hvort Clinton væri raunverulega við jafn góða heilsu og af hafði ver- ið látið. Fjölmiðlar höfðu veitt því athygli undanfarnar vikur að hún virtist oft uppgefin, og hún hefur nokkrum sinnum þurft að gera hlé á ræðum til að hósta. Þetta, ásamt því að hún hélt lungnabólgunni leyndri, hleypti svo af stað vangaveltum um að veikindi hennar kynnu að vera miklu alvarlegri en af hafði verið látið. Í spjall- og fréttaskýringaþátt- um kapalsjónvarpsstöðvanna upp- hófust því bollaleggingar um að ef heilsu hennar hrakaði frekar myndi Clinton allt eins þurfa að draga fram- boð sitt til baka. Einn þeirra sem velti þessu upp var Don Fowler, fyrrum formaður landsnefndar Demókrataflokksins en hann sagði í viðtali við politico. com að flokkurinn yrði þegar í stað að hefjast handa við undirbúning að neyðaráætlun um val á nýjum fram- bjóðanda. Ástæða þess að Fowler vill að flokkurinn búi sig undir hugsan- legt brotthvarf Clinton er að það er hægara sagt en gert að skipta út frambjóðanda á lokametrum kosn- ingabaráttunnar og reyndar má segja að það sé nánast ógerlegt. Flókin og áhættusöm aðgerð Eftir landsfundi f lokkanna bár- ust fréttir af því að áhrifafólk inn- an Repúblíkanaflokksins væri að kanna hvernig flokkurinn færi að því að velja nýjan frambjóðanda ef Trump ákvæði skyndilega að draga framboð sitt til baka. Ekkert varð úr þeim bollaleggingum, enda dró Trump framboð sitt ekki til baka þó að margir í forystu flokksins vonuðu að svo yrði. Og þó þeim hefði orðið að ósk sinni voru margir sem bentu á að það væri í raun of seint að ætla að velja nýjan frambjóðanda um miðjan ágúst. Ástæðan er meðal annars sú að reglur flokkanna gera í raun ekki ráð fyrir því að sú staða geti komið upp að skipta þurfi um frambjóðanda eftir landsfund. Þó reglur flokkanna kveði á um að miðstjórn landsnefnd- ar flokkanna geti skipað nýja fram- bjóðendur til forseta eða varaforseta ef annar hvor dregur framboð sitt til baka sjálfviljugur, eða ef hann and- ast, er mjög óljóst hvernig þetta val myndi fara fram. Svipað fyrirkomulag er hjá báð- um flokkum: Ef forsetaframbjóð- andi eða varaforsetaframbjóðendur flokkanna látast eða draga framboð sitt til baka kemur það í hlut lands- stjórnar flokkanna að velja arftaka þeirra. Boðun slíks fundar og at- kvæðagreiðsla yrði hins vegar nokk- uð flókin. Meðlimir miðstjórnar landsnefndar Repúblíkanaflokksins eru 168 talsins, og hver þeirra myndi hafa atkvæðavægi í hlutfalli við fjölda landsfundarfulltrúa þess fylk- is sem viðkomandi er fulltrúi fyrir. Í miðstjórn landsnefndar Demókrata- flokksins sitja 447 manns, og til að fundur af þessu tagi væri löglegur þarf meirihluti meðlima að vera við- staddur. Hvernig miðnefndin á að velja nýj- an frambjóðanda og hverjir eiga að koma til greina við það val, er hins vegar allsendis óljóst. Kæmi til þess að landsnefnd Demókrataflokksins þyrfti að velja nýjan frambjóðanda er fyrirsjáanlegt að stuðningsmenn Bernie Sanders myndu gera kröfu um að hann yrði fyrir valinu, með- an vitað er að margir úr innsta hring Clinton hafa nefnt varaforsetaefni hennar, Tim Kaine. Þá hefur núver- andi varaforseti, Joe Biden, verið nefndur til sögunnar. Framboðsfrestur er runninn út Þó hægt væri að ná sáttum um nýj- an frambjóðanda stæði flokkurinn frammi fyrir öðru vandamáli, sem er að koma nýja frambjóðandanum á kjörseðla í öllum fimmtíu fylkj- um Bandaríkjanna. Fresturinn til að skila inn nöfnum frambjóðenda er nefnilega runninn út í mörgum fylkjum Bandaríkjanna, og mun renna út í enn fleiri á næstu dögum og vikum. Fæst fylki hafa skýrar reglur eða lög um hvað skuli gera ef frambjóð- andi dregur framboð sitt til baka og hvort hægt sé að breyta nöfnum á kjörseðlum eftir að framboðsfrestur hefur runnið út. Nokkur dæmi eru um að nöfnum hafi verið skipt út á kjörseðlum þegar frambjóðend- ur drógu nöfn sín til baka eftir að fresturinn var runninn út, en í þeim tilfellum hefur hins vegar undan- tekningarlítið komið til kasta dóm- stóla, og viðbúið að slíkt hið sama yrði upp á teningnum nú. Martraðarkennd óvissa Fyrir utan þá óvissu sem myndi fylgja langdregnum málarekstri fyrir dómstólum um öll Bandarík- in, hefði slíkt einnig í för með sér að stórum hluta orku flokksins yrði sólundað í að sannfæra dómara um að breyta kjörseðlum frekar en að sannfæra kjósendur um að greiða frambjóðanda flokksins atkvæði. Það sem væri þó sennilega alvar- legra yrði að öll fjölmiðlaumfjöll- un um kosningarnar myndi snúast um málareksturinn og því yrði það þrautin þyngri fyrir nýjan frambjóð- anda að koma stefnumálum sínum á framfæri eða sannfæra kjósendur um mannkosti sína. Það flækir svo enn frekar málin að utankjörfundar- atkvæðagreiðsla er þegar hafin, t.d. í Norður Karólínu, og mun hefjast í fjölmörgum fylkjum til viðbótar á næstu vikum. Að vísu hefur verið bent á að fram- kvæmd forsetakosninga í Bandaríkj- unum tryggi að hægt sé að bregðast við ef forsetaframbjóðandi falli frá eða dragi framboð sitt til baka á síð- ustu stundu. Þar sem forsetinn er ekki kjörinn beint, heldur af kjör- mannaráði, geta kjörmenn hvers fylkis kosið frambjóðanda þess flokks sem hlaut flest atkvæði í við- komandi fylki. Þetta er þó ekki algilt því í sumum fylkjum, t.d. Michigan, eru kjörmenn skuldbundnir til að greiða þeim frambjóðanda atkvæði sem birtist á kjörseðlinum, og gildir þá einu þó hann hafi dregið fram- boð sitt til baka. Í ljósi alls þessa verður að telj- ast nánast útilokað að flokkarnir fari að skipta út frambjóðendum á lokametrum kosningabaráttunnar. Áhættan væri einfaldlega allt of mik- il. Það væri líklega ekki nema fram- bjóðandi væri við dauðans dyr sem flokkarnir myndu sjá sér hag í því að skipta þeim út. Aðeins gerst tvisvar í sögunni Engin dæmi eru í sögu Bandaríkj- anna um að forsteframbjóðandi hafi dregið framboð sitt til baka rétt fyrir kosningar, og aðeins tvö um að nýtt varaforsetaefni hafi verið skipað. Hið fyrra var árið 1912 þegar repúblíkanar neyddust til að skipa nýtt varaforsetaefni á síðustu dög- um kosningabaráttunnar eftir að James S. Sherman, varaforsetaefni Taft, lést örfáum dögum fyrir kosn- ingarnar. Hitt dæmið er frá 1972, þegar Ge- orge McGovern ákvað að skipta um varaforsetaefni sínu eftir að fjölmiðl- ar komust á snoðir um að Thomas Eagleton þjáðist af alvarlegu þung- lyndi og hafði meðal annars lagst inn á geðdeild vegna veikindanna. Eagleton hafði haldið veikindum leyndum fyrir öllum nema sinni nánustu fjölskyldu en ekki leið á löngu áður en hið sanna kom í ljós. Í kjölfar þess veltu fjölmiðlar sér upp úr geðrænum vandamálum Eagleton, sem var útmálaður sem vistmaður á geðsjúkrahúsi af stuðn- ingsmönnum Nixon. Þótt kannanir hefðu sýnt að mik- ill meirihluti kjósenda taldi veikind Eagleton engu máli skipta höfðu Mc- Govern og flokksforystan áhyggjur af neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun, og sannfærðu Eagleton um að draga sig í hlé svo skipa mætti nýtt varafor- setaefni. Don Fowler, helsti talsmað- ur þess að Demókrataflokkurinn setji saman neyðaráætlun vegna hugsanlegra veikinda Clinton, var einmitt í miðstjórn landsnefndar flokksins þegar Eagleton var skipt út. Það er skemmst frá því að segja að bæði Taft og McGovern biðu niður- lægjandi ósigra. McGovern fékk að- eins 17 kjörmenn og Taft 8. Sagan sýnir því að það er ekki góð reynsla af því að skipta um frambjóðendur korteri fyrir kosningar. George McGovern, forsetaframbjóðandi Demókrata 1972 og varaforsetaefni hans Thomas Eagleton. Eagleton þurfti að draga framboð sitt til baka eftir að í ljós kom að hann hafði haldið því leyndu fyrir öllum, bæði meðframbjóðanda sínum, flokksmönnum og fjölmiðlum, að hann þjáðist af alvarlegu þung- lyndi og hefði þurft að leggjast inn vegna þess. Eagleton er eina dæmið í sögu Bandaríkjanna um frambjóðanda í forsetakosningum sem hefur dregið framboð sitt til baka. Læknir Donald Trump, Harold Born- stein. Borstein skrifaði vottorð um heilsufar Donald Trump sem banda- rískir fjölmiðlar lýstu sem „bizarre“, og margir veltu því fyrir sér hvort Trump hefði sjálfur skrifað bréfið, því orðaval þess er óneitanlega mjög Trumpískt. Öll lýsingarorð eru í efsta stigi og með furðulegum ýkjubrag. Þó bent hafi verið á að það sé eðlilegt að forsetafram- bjóðendur veikist eins og annað fólk, og því sé fráleitt að dæma Hillary úr leik vegna lungnabólgu, eða Trump vegna þess að hann sé kominn á áttræðisaldur, eru spurn- ingar um heilsufar frambjóðenda fyllilega réttmætar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.