Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 6
Umhverfismál Einar Svein- björnsson veðurfræðingur undrar sig á því að ekki hafi verið tekin flúorsýni úr grasi á Kúludalsá í Hvalfirði, þrátt fyrir umdeild veikindi hrossa þar. Sigríður Kristjáns dóttir yfirmaður hjá Umhverfisstofn- un segir það vera á döfinni. Eins verði byrjað að vakta flúor í andrúmslofti í vetur. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Í umfjöllun Fréttatímans í síðustu viku um veikindi hrossa Ragnheiðar Þorgrímsdóttur bónda á Kúludalsá í Hvalfirði kom fram að samkvæmt umhverfisvöktun Norðuráls við Grundartanga hafi styrkur flúors í grasi alltaf mælst undir þolmörkum. Vöktunarstaðir í firðinum eru ellefu talsins en Kúludalsá er ekki einn af þeim þrátt fyrir að það sé eini stað- urinn í firðinum þar sem hross bera einkenni mögulegrar flúoreitrunar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur undrar sig á því. Flúor áður mælst Árin 2011 og 2012 mældist hátt magn flúors í grasi í botni Reyðarfjarðar, utan þynningarsvæðis, sem rakið var til álversins. Einar var fenginn til að greina veðurþætti sem gætu valdið því að flúor virtist falla á af- mörkuðu svæði. Niðurstaða þeirrar skoðunar var sú að veðurfyrirbæri sem kallast strandsvæling hafi lík- lega verið völd að því að flúor barst í gróður á þessum slóðum en síður annars staðar. „Í Reyðarfirði er loft stöðugt að sumarlagi, sjórinn kaldur undir og útblástursefni mynda slæður í lofti í hægum sumarvindinum. Þegar köld hafgolan berst inn yfir sólvermdan fjarðarbotninn og lóðrétt blöndun við efri loftlög á sér þá stað berast flúorefnin í gróður á láglendi,“ segir Einar. Hann segir vel mega ímynda sér áþekka strandsvælingu í Hval- firði að sumarlagi þó með aðeins öðrum hætti. „Útblástur frá verk- smiðjunum á Grundartanga berst oft yfir undirlendið sunnan undir austanverðu Akrafjalli með ríkjandi austan- og norðaustanvindi en þar er meðal annars sýnatökustaðurinn Gröf II. Kúludalsá er hins vegar litlu utar. Þó svo að lítið flúor hafi mælst á Gröf II í gegn um tíðina útilokar það alls ekki að meira magn gæti verið í grasi á Kúludalsá þó svo að sú jörð sé lengra í burtu á sama hátt og kom í ljós á Reyðarfirði. Auðvelt væri að komast að hinu sanna með einföld- um mælingum,“ segir Einar. Vöktunaráætlun í endurskoðun Aðspurð um það afhverju ekki hafi verið mælt magn flúors í grasi á Kúludalsá, þrátt fyrir veikindi hross- anna, og þrátt fyrir að mikið af flú- or hafi áður mælst utan þynningar- svæðis, segir Sigríður Kristjáns dóttir yfirmaður eftirlitsteymis mengandi atvinnureksturs hjá Umhverfis- stofnun að það hafi ekki verið talið nauðsynlegt. Ekkert bendi til að grasið á Kúludalsá sé öðruvísi en á Gröf II. Hún bætir því þó við að eft- ir ábendingar hafi Umhverfisstofn- un nú sett Kúludalsá í vöktun. „Það eru ekki sömu aðstæður í þessum fjörðum en það er kannski helst á veturna sem gætu verið einhverj- ar stillur, sem væri líklega hægt að skoða,“ segir Sigríður. En nú fer ekki fram mæling á flú- ormagni í lofti á veturna, svo það er ekki hægt að meta það? „Nei, en það er líka verið að breyta því. Það er í endurskoðun á vöktun- aráætlun sem verður auglýst mjög fljótlega.“ 6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016 Kynferðisbrot Karlmaður var úrskurðaður í nálgunar- bann í vikunni gagnvart þroskaskertri konu sem hann er sagður hafa brotið kynferðislega á. Maðurinn er sagður hafa brotið á konunni eftir að kröfu um nálgunar- bann var hafnað í desember síðastliðnum. „Ég get ekki tjáð mig um málið sjálft, en ég get sagt að það er rosalegt úr- ræðaleysi fyrir fatlaða þolendur, og þá sérstaklega greindarskerta,“ seg- ir Jónína Guðmundsdóttir, réttar- gæslumaður greindarskertrar konu, en Hæstiréttur úrskurðaði karlmann í Vestmannaeyjum, sem er 30 árum eldri en konan, í nálgunarbann á miðvikudaginn. Hann er sakaður um að hafa brot- ið kynferðislega á konunni árið 2014, og brotið aftur á henni eftir að nálg- unarbannskröfu var hafnað af dóm- stólum í desember. Málið er snúið, konan lítur á manninn sem trúnaðarvin og hef- ur lagst gegn nálgunarbanninu. Héraðsdómur Suðurlands hafnaði þannig nálgunarbannskröfu lög- reglustjórans í Vestmannaeyjum, en Hæstiréttur snéri úrskurðinum og því þarf maðurinn að halda sig fjarri konunni í þrjá mánuði. Heildargreindarvísitala konunn- ar er sögð nálægt 75 en maðurinn er sagður með um 100 í greindar- vísitölu. Athygli vekur að lögreglustjóri fór fyrst fram á nálgunarbann í desem- ber síðastliðnum, nokkrum mánuð- um eftir að fjölskylda stúlkunnar leitaði til lögreglu, sama ár og konan fór í skýrslutöku í Barnahúsi. Dóm- stólar höfnuðu kröfunni. Hálfu ári síðar, eða um mitt ár 2016, komu upp nýjar ásakanir um að maðurinn hefði beitt konuna kyn- ferðisofbeldi, og voru ásakanir þá nokkuð alvarlegri en þær fyrri. Jónína treystir sér ekki til þess að svara spurningum blaðamanns um að það hefði verið hægt að vernda konuna ef úrskurður um nálgunar- bann hefði verið samþykktur. „En stundum finnst manni eins og það sé ekki verið að gera nóg,“ bætir hún við. | vg Í mars 2015 leitaði fjölskyldan til lögreglu og kærði kynferð- isofbeldi gegn konunni. Í desember sama ár var kröfu um nálgunarbann hafnað. Í febrúar 2016 komu fram nýj- ar og alvarlegri ásakanir um kynferðisofbeldi. Grunaður um brot eftir að nálgunarbanni var hafnað Jónína Guðmunds- dóttir er réttargæslu- maður konunnar. Hún segir úrræða- leysi ríkja þegar kemur að fötluðu fólki í dómskerfinu. Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur vill að tekin verði sýni í högunum hjá Ragnheiði á Kúlu- dalsá. Flúormengun aldrei verið mæld á Kúludalsá Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi á Kúludalsá hefur barist fyrir því að flúormagn sé mælt í grasinu við bæinn hennar. Hún telur að 17 hross hennar hafi drepist af völdum flúormengunar frá álverinu á Grundartanga. Mynd | Hari Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður BAÐSLOPPAR 100% tyrknesk lúxusbómull 500 gsm Stærð Litur Fullt verð Tilboð Lúxus baðsloppur 2 stærðir Hvítur 9.900 kr. 6.900 kr. SPA baðsloppur 3 stærðir Hvítur 5.900 kr. 3.900 kr. Gerð Stærð Litir Fullt verð Tilboð Spa þvottapoki 15x21 5 litir 195 kr. 156 kr. Spa þvottastykki 30x30 5 litir 195 kr. 156 kr. Spa handklæði 40x60 5 litir 595 kr. 476 kr. Spa handklæði 50x100 5 litir 895 kr. 716 kr. Spa handklæði 70x140 5 litir 1.695 kr. 1.356 kr. Spa handklæði 90x170 5 litir 2.795 kr. 2.236 kr. Spa baðmotta 50x70 5 litir 990 kr. 792 kr. Okkar frábæru SPA handklæði eru ofin úr 100% tyrkneskri bómull. Sérstök aðferð við gerð hand klæðanna gerir það að verkum að þau þerra einstak lega vel og veita þér þá mýkt sem þú átt skilið. SPA handklæði, þvottapokar, þvottastykki og baðmottur 20% AFSLÁTTUR Dómsmál Eltihrellirinn Erlendur Þór Eysteinsson var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti Íslands í gær fyrir hótanir gagnvart Ásdísi Viðarsdóttur og tveimur sonum hennar. Erlendur Þór sendi yfir 50 smáskila- boð á rétt rúmum mánuði á síðasta ári. Hæstiréttur þyngir dóm Hér- aðsdóms Reykjaness frá síðasta ári verulega, en þá var Erlendur dæmd- ur í 15 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til 12 mánaða. Í dómsorði hæstaréttar segir að Erlendur eigi sér engar máls- bætur, þar sem brot hans eru fjöl- mörg og ná yfir langt tímabil. Þá lét hann ekki segjast eftir að hann var dæmdur áður fyrir ofsóknir gegn Ásdísi. Hún kom fyrst fram í Kast- ljósi og greindi opinberlega frá of- sóknum Erlends, en hún flýði til Þórshafnar af ótta við Erlend, sem sendi henni meðal annars 320 smá- skilaboð á fjórum mánuðum. | vg Erlendur eltihrellir í tveggja ára fangelsi Erlendur Þór Eysteinsson er á sjötugs- aldri. Hann hefur margsinnis verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart Ásdísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.