Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 54
Frábærir áfangastaðir
WOW air í vetur
Það er fátt betra en að bregða undir sig betri fætinum
og skella sér í borgarferð yfir vetrartímann.
Áfangastaðir WOW eru fjöl-margir og bjóða upp á allt sem hugurinn girnist.
Barcelona
Barcelona er ein mest spennandi
borg Evrópu í dag, iðandi af lífi.
Það er yndislegt að sitja á kaffi-
húsi við Römbluna með sangríu
í annarri og tapas í hinni en
Ramblan er ein þekktasta breið-
gata Spánar. Efst á Römblunni er
hinn frægi aldagamli gosbrunnur,
La Rambla de Canaletes. Út frá
Römblunni hlykkjast göngugötur
í allar áttir þar sem finna má litlar
búðir, bari, veitingahús og fleira
spennandi.
Amsterdam
Amsterdam er einna þekktust fyr-
ir ótal síki sem eru samanlagt eitt
hundrað kílómetrar og yfir þau
liggja um 1.500 brýr. Það er alger
skylda að leigja sér hjól og fara túr
með kanal-bátunum þegar maður
er í Amsterdam, þannig kynn-
ist maður borginni best og getur
notið þess að horfa á fallegan
arkitektúr og upplifa dásamlega
stemninguna. Í Hollandi eru mörg
sögufræg söfn, þeirra á meðal
eru Rijksmuseum, Kröller-Müller
og van Gogh safnið. Í Rembrandt
House er svo hægt að sjá hvernig
Rembrandt bjó og starfaði.
Bristol
Bristol er næststærsta borg Suð-
ur-Englands á eftir London með
um hálfa milljón íbúa. Borgin er
mikil mennta- og menningarborg
með mikla sögu sem nær aftur til
járnaldar. Bristol er líka nútíma-
borg þar sem horft er til fram-
tíðar og fyrr á þessu ári hlaut
borgin nafnbótina „Græn borg“
(e. European Green Capital), fyrst
breskra borga.
Hinum megin við Bristol-sund-
ið liggur fallega Suður-Wales og
við mælum með dagsferð þangað.
Bristol er jafnframt frábær áfanga-
staður langi þig að berja Sto-
nehenge augum en þessar for-
sögulegu og dularfullu minjar eru
staðsettar í Wiltshire-sýslu, um 80
km suðaustur af Bristol.
Við mælum einnig með heim-
sókn á skipasafnið Great Britain;
„Skipið sem breytti heiminum.“
Þetta fyrrum farþegaskip, hann-
að af Brunel, sigldi milli Bristol og
New York og var um tíma lengsta
skip sinnar tegundar (1845 –
1854). Skipið er nú safn og hægt
að kíkja um borð og kynna sér
sögu þess.
Edinborg
Edinborg er einstaklega glæsileg
borg sem státar af sögufrægum
byggingum, stórfenglegu lands-
lagi og fjölskrúðugri menningu.
Það er því ekki að undra að yfir
þrjár milljónir ferðamenn heim-
sæki Edinborg árlega til að heyra
unaðslegan hljóm sekkjapípunnar,
bragða á þjóðarréttnum „haggis“
og dreypa á skoska viskíinu.
Það er alltaf gaman að rölta
um gamla bæinn í Edinborg (Old
Town) og þræða þröng steinilögð
stræti, dularfull stigagöng, kíkja á
leynigarða og gamla kirkjugarða
og skoða gotneska byggingarlist.
Edinborg lumar á mörgum
leyndarmálum og borgin býr yfir
einhverri óútskýranlegri dulúð.
Það er gott að versla í Edinborg
og á aðalverslunargötunni Princes
Street er að finna allar helstu
tískuverslanirnar og meira til. Fyrir
þá sem vilja eitthvað aðeins öðru-
vísi þá mælum við með að kíkja í
Grassmarket og Victoria Street.
Svo er aldrei langt á næsta pöbb.
Á Rose Street í miðbænum eru
til dæmis meira en 50 pöbbar og
barir, og Rose Street-pöbbaröltið
er alræmt.
New York
New York er suðupottur ólíkra
menningarheima. Borgarbragurinn
er líflegur og það er alltaf gam-
an að rölta um og láta borgina
koma sér á óvart, borða mat frá
öllum heimshornum og skála í eins
og einum kokteil á einhverjum af
fjölmörgum börum borgarinnar.
New York er auk þess ein af helstu
tískuborgum heims og að sjálf-
sögðu er þar mikið úrval verslana.
Empire State-byggingin, eitt
helsta kennileiti borgarinnar og ein
frægasta bygging í heimi, er ómiss-
andi viðkomustaður. Við mælum
með að fara upp á skoðunarpallinn
á 86. hæð að kvöldi til og virða fyrir
sér stórfengleg borgarljósin.
Söfn New York borgar eru
einstök. Kíktu á Museum of Modern
Art (aðgangur er ókeypis eftir kl. 16
á föstudögum) eða eyddu deginum
á American Museum of Natural
History.
Gott að vita: Það er frítt í ferjuna
milli Manhattan og Staten Island
og gaman að sjá Manhattan
og Frelsisstyttuna frá öðru
sjónarhorni.
Það eru fjölmargir kostir við það að ferðast utan háannatíma. Helsti kosturinn er án efa færri túristar - þú
ert vissulega túristi en kannski
bara aðeins minni túristi því þú
stendur ekki sveitt/ur í röð fyrir
framan Eiffelturninn um miðjan
júlí með milljón öðrum í sömu
erindagjörðum. Einnig er eitt og
annað sem ber að varast þegar
ferðast er á þessum tíma.
○ Athugaðu að taka með í
reikninginn ýmis veður ef þú ert
ekki að fara langt suður á bóginn.
Taktu þykka peysu, hlýja úlpu og
góða skó. Það er bara ekki töff að
vera kalt.
○ Mun ódýrara er að gista á
hótelum utan háannatíma. Þá
er hægt að leyfa sér mögulega
aðeins betri gistingu sem og
meira miðsvæðis þar sem
gistingin er yfirleitt mun dýrari.
Athugaðu að jól og páskar eru
ekki utan háannatíma - verði á
hótelum og flugi er kýlt upp úr
öllu valdi á þessum tíma.
○ Að fara til landa þar sem
fjölmenning og fjölmenni ríkir
er ekkert mál. En að fara til
einsleitari svæða og minni bæja
og borga getur þýtt að þjónusta
sé af skornum skammti á
hátíðisdögum og því þarf að gera
viðeigandi ráðstafanir. Eitt sinn
var til dæmis ómögulegt að koma
til Íslands um jólin enda öllu skellt
í lás á Þorláksmessu fram yfir
áramót - svona svo gott sem - en
í dag eru hótel og veitingastaðir
um allt land með opið upp á gátt
alla hátíðisdagana.
○ Almenningssamgöngur verða
þægilegri utan háannatíma.
Það finnst engum gaman að fá
blautan handakrika eða sveittan
rass beint í andlitið en þetta
tvennt fylgir því óneitanlega
að nota almenningssamgöngur
í stórborgum yfir hásumarið.
Þessi vandamál eru töluvert
umfangsminni utan hefbundins
ferðamannatíma þar sem meira
pláss er fyrir hvern og einn og
fólk almennt aðeins minna sveitt.
○ Markaðir og hátíðir yfir
hásumarið eiga það til að vera
ekkert meira en túristagildrur. Á
vorin og haustin eru slíkir markaðir
meira stílaðir inn á heimafólk og
það sækir slíka markaði frekar sem
þýðir að boðið er upp á ósviknari
vöru.
○ Það getur verið mun skemmti-
legra að fara í alls konar skipulagð-
ar ferðir þegar ekki er allt kjaftfullt
af (öðrum) túristum. Þú hefur meiri
tíma með leiðsögufólki og getur
farið dýpra í viðfangsefnið. Yfir-
leitt eru skipulagðar skoðanaferðir
farnar mun sjaldnar utan hefð-
bundins ferðamannatíma, fylgist
vel með á internetinu sem oftast
gefur fantafínar upplýsingar.
○ Það er fleira heimafólk á ferðinni
utan háannatímans. Það er mikill
kostur því þá geturðu elt það út
um allar trissur til þess að sjá hvar
lókallinn hangir, borðar og verslar.
Færri sveittir handakrikar
og fleira heimafólk
Oft er betra að ferðast utan háannatíma
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Gamli og nýi tíminn mætast í borg
sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í
Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með
fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs
og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku
frá maí til október.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
…ferðir 10 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016
Boqueria markaðurinn
Það þarf enginn að vera svangur
í Barcelona.
Litafegurð
Bátsferð niður síkin í Amsterdam
er dásamleg upplifun.
Græn borg Bristol er borg yfirgripsmikillar
og merkilegrar sögu og er einnig mikil
mennta- og menningarborg.
Jól í Edinborg Það er einstaklega gott
að versla í Edinborg og fyrir jólin ljómar
borgin.
Borgin sem aldrei sefur Suðupottur ólíkra
menningaheima, ótrúlegt úrval verslana,
einstök söfn og frábært matur.