Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 58
Unnið í samstarfi við Heimsferðir Nú þegar haustið er að skella á er tímabært að skipuleggja veturinn. Og hvað er betra en að brjóta upp hversdagsleikann með góðri utanlandsferð? Hvort sem fólk vill bara breyta til og komast burt, kaupa jólagjafir, renna sér á skíðum eða spila golf – þá er um að gera að skella sér út í haust eða í vetur. Heimsferðir bjóða upp á fjöl- margar áhugaverðar borgarferðir og sólarferðir í haust auk frábærrar ferðar til Sikileyjar í næsta mánuði með íslenskum fararstjórum. Venju samkvæmt eru Heimsferðir einnig með skíðaferðir og golfferðir. Gran Canararia og Tenerife Heimsferðir bjóða ferðir til Tenerife tvisvar í viku í vetur og fjölda ferða til Gran Canaria. Tenerife, sem er stærst Kanarí- eyjanna, býður frábærar aðstæð- ur. Fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Í boði er fjöl- breytt úrval vinsælla gististaða á vinsælustu svæðunum á einstökum kjörum. Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta notalegs loftslags, strandlífsins, fjölbreyttrar afþreyingar og versl- ana að ógleymdum góða matnum sem í boði er. Gran Canaria eru einn alvinsæl- asti áfangastaður Íslendinga og Evrópubúa yfir vetrarmánuðina! Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastað- ur Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta lofts- lag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn. Sikiley 10. október í 10 nætur Fararstjórar: Ólafur Gíslason og Gréta Valdimarsdóttir. Sikiley kemur á óvart með áhuga- verða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök nátt- úrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar um miðjan október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stór- brotnu eyju. Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafs- ins. Hún liggur á milli suður Ítalíu og norður Afríku. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamenn eins og best verður á kosið, skemmtilegir bæir og þorp með blöndu af fortíð og nútíð, einstök upplifun. Matar- menning er mikil á Sikiley, áhuga- verð blanda af ítölskum og arab- ískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d Ávola og Marsala desertvín, sem er ein aðalútflutningsvara heimamanna. Flogið er til Palermo og dvalið í Sólbað á Kanaríeyjum og Sikiley, skíði og borgarferðir Heimsferðir bjóða upp á ferðir til Tenerife og Gran Canaria, frábæra ferð til Sikileyjar í október auk spennandi ferða til stórborga í Evrópu. Í vetur verða Heimsferðir einnig með skíðaferðir til Austurríkis og golfferðir til Spánar. nágrenni borgarinnar á Campoelica di Rocella ströndinni í fimm nætur, á Hotel Fiesta Garden Beach, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giar- dino Naxos í 5 nætur á Naxox Beach Hotel. Einnig er í boði að gista allan tímann á Hotel Tysandros með morgunmat innifalinn. Flogið er til Íslands frá Catania flugvelli á aust- urströndinni. Áhugaverðar kynn- isferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum. Valencia 8. október í 4 nætur Valencia er ein af þessum dásam- legu spænsku borgum sem byggir á mikilli sögu og hefð. Valencia er fræg fyrir paellu, gamla bæinn, ker- amiklist, vefnaðarvöru, húsgagna- gerð, Valencia-kokteilinn Aqua de Valencia og næturlíf. Í Valencia finn- ur þú heillandi gamlan borgarhluta, sem iðar af mannlífi, dómkirkju, veitingastaði og frábæra strönd. Það má segja að Valencia hafi allt, hún er vinaleg og lifandi borg sem gott er að versla í og ekki skemmir fyrir að þjóðarréttur Spánverja, pa- ella, leit einmitt fyrst dagsins ljós í borginni yfir viðareldi. Valencia er þriðja stærsta borg Spánar. Rómverjar byggðu borgina á sínum tíma og gáfu henni nafnið Valentia á latínu en borgin er oft kölluð „Litla Barcelona“. Mannlífið í Valencia er litskrúðugt og borgin skemmtileg blanda af gömlum og nýjum tíma. Í dag er Valencia einstök menningarborg og hjarta borgarinnar tifar af listfengi, hvort sem um ræðir arkitektúr, safnalist ýmiss konar eða matarmenningu. Valencia hefur svo sannarlega blómstrað hin síðustu ár og er borgin nú sífellt vinsælli valkostur fyrir ferðalanga og sérlega vel til þess fallin að dvelja þar yfir langa helgi. Valencia státar af miklu úrvali verslana líkt og margar borgir en hér má finna öll stærstu vörumerk- in. Verslanir Zara og Mango eru fjölmargar enda spænsk vörumerki en hér eru einnig H&M-verslanir auk Berskha, Pull&Bear, Primark o.fl. Gaman er að rölta um og skoða litlu sjálfstæðu verslanirnar fjarri stórverslununum sem bjóða upp á allt milli himins og jarðar en einnig setur hvert verslunarhverfi upp götumarkað vikulega. Í Valencia eru verslunarmiðstöðvarnar El Salor og Aqua, báðar staðsettar í námunda við „City of Arts & Science“, en einnig er að finna nokkrar El Corte Ingles stórverslanir. Þá er Central-markaðurinn í Val- encia einnig mjög vinsæll meðal verslunarunnenda en þar er flóa- markaður, götumarkaður og versl- unarmiðstöð í fallegum byggingum. Á markaðnum finnur þú úrval af innlendum vörum, svo sem ostum, kjöti, fiski, áfengi, ávöxtum og fleira góðmeti. Þá er þess virði að heim- sækja Columbus-markaðinn en þar er að finna kaffihús, veitingastaði, bari, bókabúðir og blómabúðir. Vert er að nefna að á sunnudagsmorgn- um eru hljómsveitir gjarnan með ókeypis tónleika. Byggingin er í anda Gaudi og gaman er að horfa á fallegt flísalagt skrautið utan á Col- umbus-markaðinum. Sevilla 11. nóvember í 3 nætur Hin glæsta höfuðborg Andalúsíu, rómantísk og yndisleg borg í alla staði! Heimsferðir bjóða beint flug til Sevilla, höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfengleg- um byggingum, s.s. dómkirkjunni, þeirri þriðju stærstu í heimi, Gir- alda-turninum og Alcázar-höllinni. Í miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar, s.s. Santa Cruz, er einstök stemning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Sevilla er fjórða stærsta borg Spánar, staðsett í um 80 km fjar- lægð frá ströndum Andalúsíu og er höfuðborg Andalúsíu-héraðsins. Í Sevilla skín sólin í allt að 300 daga á ári. Borgin er mikil iðnaðar- og menningarborg og er hún aðallega fræg fyrir upphaf flamengótónlistar og dansa og einnig fyrir nautaatið, þjóðaríþrótt Spánverja. Í héruðun- um í kring er einnig mikil landbún- aðarræktun eins og t.d. sítrusávext- ir og ólífur. Santa Cruz hverfið var áður hverfi gyðinga og voru sumar kirkj- anna þar áður bænahús gyðinga. Hverfið liggur að Alcázar-hverf- unum og frá Patio de Banderas er mjög fallegt útsýni yfir dóm- kirkjuna. Dómkirkjan er sú þriðja stærsta í heimi og upp úr kirkj- unni rís hátt bænaturninn Gir- alda sem márar byggðu á sínum tíma. Frá turninum er glæsilegt útsýni yfir borgina. Við hliðina á kirkjunni er höllin Alcázar, sem er gríðarlega stór og falleg höll í anda byggingarstíls máranna. Þar eru fal- legir hallar- og skrúðgarðar ásamt gosbrunnum og fleiru. Í borginni eru margir fallegir skrúðgarðar og falleg torg eins og t.d. Plaza de España. Aðalverslunargöturnar í Sevilla eru Sierpes og Tetuán, sem liggja samsíða, auk margra hliðargatna út frá þeim báðum. Við annan enda þeirra eru Plaza del Duque torgið og La Campana, þar sem t.d. El Cor- te Inglés er. Þarna má finna mörg þekkt vörumerki eins og t.d. Zara, Mango og H&M sem Íslendingar ættu að þekkja vel. Einnig eru víða markaðir þar sem hægt er að gera góð kaup á í margskonar varningi. Skíði Fyrsta ferð 22. desember í 7 nætur og út febrúar Heimsferðir bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau. Með skíðapassanum er hægt að ferðast á milli fimm svæða með 25 þorpum, 865 km af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Brettafólk er líka velkomið á öllu svæðinu en þar er brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Þarna er flóðlýst skíðabrekka og því hægt að skíða til kl. 21.30 á kvöldin. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna Flachau, Wagrain og St. Johan en aðgangur í rútuna fylgir skíðapassanum. Lungau skíðasvæðið hefur notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga en þar er m.a. rekið hótel í eigu Ís- lendinga. Lungau svæðið er með fjölbreytt úrval af skíðabrekkum sem henta getu hvers og eins og líka þeim sem eru á snjóbrettum. Í Lungau er fólksfjöldinn minni en á mörgum skíðasvæðum og því oftast styttri bið eftir lyftunni. Skíðaleiðir eru á milli skíðasvæð- anna innan Lungau, t.d. frá Spiereck til Mautendorf eða frá Katschberg yfir til St. Margarethen, auk þess sem skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna. …ferðir kynning 14 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016 Búdapest 6. & 20. október Lissabon 3. nóvember Ljubljana 29. sep & 14. október Prag 22. & 29. september Róm 28. október Sevilla 11. nóvember Valencia 8. október Verona 20. október Borgarferðir í haust Sevilla Einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. dómkirkjunni. Austurríki Heimsferðir bjóða skíðaferðir til Flachau og Lungau í Austurríki.. Valencia Einstök menningarborg og hjarta borgarinnar tifar af listfengi, hvort sem um ræðir arkitektúr, safnalist ýmiss konar eða matarmenningu. Sikiley Hitastigið í október er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.