Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 61
„Líkt og hjá svo mörgum öðrum hefur fjölmiðlaneysla mín breyst til muna á síðustu árum. Tek einskon­ ar „túra“ þegar ég fell fyrir einhverju góðu stöffi og horfi á heila seríu á tveimur eða þremur kvöldum. Ég reyni að drífa þetta af svo ég nái aftur tökum á lífi mínu og geti þannig sinnt skyldum mínum gagn­ vart eiginkonu, barni og hundi. Síðasta dellan hjá mér er Netflix­ serían Narcos sem fjallar, eins og flestir vita, um kolumbíska dópsmyglarann Pablo Escob­ ar. Þegar manni er farið að þykja svolítið vænt um ófreskjuna Esc­ obar skynjar maður hverslags gæðastöff þetta er. Og svo skemmir ekki að þeir eru mest­ megnis á spænsku. Góð tilbreyting frá enskunni. Ég er líka afar ginnkeyptur fyrir tónlistarheimildarmyndum. Þær hafa verið í tísku síðustu ár og varla er til sú grúppa sem ekki hefur verið viðfangsefni heimildarmynd­ ar. Fyrir stuttu horfði ég á myndina Nothing can hurt me um hljóm­ sveitina Big Star. Lítt þekkt költ­ band frá Ameríku sem lagði upp laupana endanlega fyrir fáeinum árum. Bráðskemmtileg sorgarsaga óheppinnar poppsveitar. Þá er ég líka duglegur að hlusta á útvarp í sófanum. Er mikill aðdáandi Rásar 1 og gæti nefnt nokkra þætti á þeirri einstöku útvarpsstöð sem ég reyni helst ekki að missa ekki af. Til dæmis nefni ég nýjan þátt sem ber heitið Lestin og í honum er fjall­ að um allt mögulegt í poppkúlturn­ um, hef sannast sagna beðið lengi eftir svona þætti á Rás 1 og þeir gera þetta vel eins og við er að bú­ ast þegar útvarpsmaðurinn Eiríkur Guðmundsson er annars vegar. Sá maður gerir allt skemmtilega.“ Sófakartaflan Jón Knútur Ásmundsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú Ginnkeyptur fyrir tónlistarheimildamyndum Góðir grannar Stöð 2 kl. 18.06: Nágrannar Áströlsku nágrannarnir á Rams- ey street láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa verið daglegir gestir á skjánum í 30 ár. Kartan, Jim og Kennedy læknir hafa aldrei verið hressari. Uppgjör á föstudegi N4 kl. 18.00: Föstudagsþáttur Hilda Jana Gísladóttir fær til sín góða gesti í settið og ræðir mál- efni líðandi stundar, fréttir vik- unnar, menningu, listir og helgina framundan. Frábær í kósíkvöldið Netflix: The Intern Myndin fjallar um sjötuga ekkilinn Ben Whitteker sem á erfitt með að setjast í helgan stein. Hann sækir um vinnu sem nemi hjá fyrirtæki sem selur tískufatnað á netinu og hreppir hnossið. Eins og gefur að skilja leikur starfið ekki beinlínis í höndunum á honum enda er hann ekki með reynslu í faginu. Úr verður hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Robert DeNiro leikur Whitteker og Anne Hathaway leikur tísku- drottninguna. Hlutverk sem hún er ekki ókunn þar sem hún lék á móti Meryl Streep í The Devil Wears Prada en þar lét Hathaway seinheppna lærlinginn. Gæðablóðið Escobar Jón Knútur skynjaði hverslags gæðaefni Narcos er þegar honum var farið að þykja vænt um ófreskjuna Esc­ obar. Mynd | Esther Ösp Gunnarsdóttir Nýtt Nicorette Cooldrops munnsogstöflur (inniheldur nikótín) er notað við tóbaksfíkn. Það dregur úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf og auðveldar reykingamönnum að venja sig af reykingum. Skammtar: Börn: Lyfið má einungis nota handa unglingum (12-17 ára) skv. ráðleggingum læknis. Börn yngri en 12 ára mega ekki nota lyfið. Fullorðnir: 2 mg henta reykingafólki sem er lítið háð nikótíni. 4 mg þeim sem er mjög háðir nikótíni. Hámarksdagskammtur er 15 stk. Ekki á að nota lyfið lengur en 9 mánuði. Venjulega vegur ávinningur af að hætta að reykja þyngra en áhætta sem fylgir nikótínmeðferð. Setja á 1 munnsogstöflu í munninn og láta hana leysast upp. Hvorki má tyggja hana né gleypa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem hafa aldrei reykt. Varnaðarorð: Reykingafólk með nýlegt hjartadrep, óstöðuga eða versnandi hjartaöng (þ.m.t. Prinzmetal), alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting, nýlegt heilablóðfall og/eða óstöðugt blóðrásarkerfi skal einungis nota Nicorette undir eftirliti læknis. Gæta skal varúðar við notkun Nicorette hjá einstaklingum sem hafa fengið ofnæmisbjúg eða ofsakláða eða eru með: háþrýsting, stöðuga hjartaöng, hjartabilun, æðasjúkdóm í heila, teppusjúkdóm í slagæðum útlima, sykursýki, ómeðhöndlað skjaldvakaóhóf, krómfíklaæxli, skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi, skeifugarnar- eða magasár eða vélindabólgu. Aðgát í návist barna: Nikótínskammtar sem fullorðnir geta þolað geta valdið alvarlegum eitrunareinkennum og verið banvænir börnum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Meðganga og brjóstagjöf: Eingöngu skal nota Nicorette í samráði við lækni. Nikótín berst yfir fylgju og getur haft áhrif á blóðrás og öndun fósturs. Nikótín berst í brjóstamjólk í magni sem getur haft áhrif á brjóstmylking. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000. IS/NIC-L/K-2016-08-1 Fæst án lyfseðils í næsta apóteki Cooldrops munnsogstöflur með mintubragði nikótínlyf Dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum Dregur úr reykingaþörf eftir 5 mín. hið minnsta Tvöfalt mintulag, (í töflukjarna og töfluhúð) Kemur í handhægri öskju í vasastærð Fæst 2 mg og 4 mg Nicorette í 20, 80 og 160 stk. pakkningum4 Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” www.versdagsins.is …sjónvarp17 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.