Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 4

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 Sjóðirnir hættu við að kaupa lyfjaverksmiðju Róberts Viðskipti Forstjóri lyfjafyr- irtækisins Alvogen, Róbert Wessmann, eignaðist sjálfur lyfjaverksmiðju á lóð sem sem Reykjavíkurborg út- hlutaði honum á lóð Háskóla Íslands. Ætlaði að selja 51 prósent í verksmiðjunni til lífeyrissjóða og tryggingafé- laga í fyrra í gegnum sænskt eignarhaldsfélag en sjóðirn- ir hættu við. Líf Magneudótt- ir varaborgarfulltrúi var gagnrýnin á lóðaúthlutina til Alvogen og sagði hana „ógagnsæja“. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Fjárfestirinn Róbert Wessmann ætlaði að selja 51 prósenta hlut í fasteigninni sem hýsir lyfjaverk- smiðju Alvogen á háskólavæðinu í Vatnsmýrinni til lífeyrissjóða og tryggingarfélaga fyrir 857 milljónir króna í fyrra en sjóðirnir hættu við kaupin. Sagt var frá því í fjölmiðlum að viðskiptin hefðu átt sér stað. Upplýsingarnar um ætlað kaup- verð í viðskiptunum koma fram í ársreikningi sjóðsins sem ætlaði að kaupa húsið, SR II slhf. Stærstu hlut- hafar sjóðsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stapi lífeyrissjóð- ur og Frjálsi lífeyrissjóðurinn og er það sjóðsstýringarfyrirtæki Arion banka, Stefnir, sem stýrir honum. Halldór Kristmannsson, upp- lýsingafulltrúi Alvogen, segir hins vegar að viðskipti Stefnis með hús- ið hafi komist í uppnám út af kaup- um fasteignafélagsins Reita á hon- um í fyrra. „Þeir óskuðu eftir því að viðskiptin myndu ganga til baka. Engin viðskipti hafa átt sér stað og eignarhald hússins er óbreytt. Við leitum áfram að áhugasöm- um kaupendum,“ og nefnir Hall- dór fagfjárfesta eins og lífeyrissjóði sérstaklega í því samhengi. Sænskt félag, Alvogen Aztiq AB, á lyfja- verksmiðjuna því ennþá í gegnum íslenska fyrirtækið Fasteignafélagið Sæmund ehf. Róbert, sem er forstjóri Alvogen, gerði samninga um úthlutun lóðar- innar undir lyfjaverksmiðjuna við Reykjavíkurborg og Háskóla Ís- lands árið 2013 og um mitt ár 2015 var gerður annar samningur við Vísindagarða Háskóla Íslands um byggingu annarrar verksmiðju á svæðinu. Þegar samningur Reykja- víkur og Alvotech var gerður lá ekki fyrir að Róbert Wessmann myndi sjálfur eignast húsið. Þetta gerðist hins vegar í kjölfar þess að samn- ingarnir voru gerðir og er Róbert eigandi hússins í gegnum umrætt sænskt félag. Í ársreikningi Fast- eignafélagsins Sæmundar kemur fram að félagið hafi gert leigusamn- inga til 22 ára sem hægt er að meta til fjár. Þannig hefur Róbert, í krafti stöðu sinnar hjá Alvogen, búið til viðskipti fyrir sig persónulega með samningum lyfjafyrirtækisins sem hann stýrir. Þegar samningur Reykjavíkur og Alvogen var gerður lá ekki fyrir að Róbert Wessmann myndi sjálf- ur eignast húsið samkvæmt svari frá Degi B Eggertssyni, þáverandi formanni borgarráðs í Reykja- vík og núverandi borgarstjóra, í Stundinni í fyrra: „Það lá fyrir að þetta yrði í eigu annars félags en það hafði ekki verið valið. […] Við vissum að það var ófrágengið og að verið væri að kanna hagkvæmustu leiðir.“ Alvogen fékk meðal annars lán frá Reykjavíkurborg upp á 200 milljónir fyrir gatnagerðargjöldun- um vegna hússins og þurfti ekki að greiða afborganir af því í þrjú ár. Frekar lítil umræða var um út- hlutun lóðarinnar til Alvogen árið 2013 en Líf Magneudóttur, þáver- andi varaborgarfulltrúi VG, sagði að úthlutunin hefði verið „ógagnsæ“ og að „setja mætti spurningamerki við þær flestar“. Benti Líf meðal annars á að Reykjavíkurborg hefði boðið Alvogen að „velja“ sér stað í borginni undir verksmiðjuna. Róbert Wessmann seldi lífeyrissjóðum og tryggingafélögum meirihluta í lyf- javerksmiðju Alvogen í fyrra í gegnum sænskt fyrirtæki, Alvogen Aztiq AB. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Á gönguskíðum í Seefeld í Tíról Fararstjórar: Íris Marelsdóttir & Árni Ingólfsson Verð: 188.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 4. - 11. febrúar Vetrarólympíubærinn Seefeld býður upp á allt það besta fyrir ógleymanlegt vetrarævintýri. Skíðagöngubrautir svæðisins eru 280 km langar í 1.200 - 1.550 m hæð yfir sjávarmáli, og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Gist verður á huggulegu 4* hóteli í hjarta Seefeld. Einstakt tækifæri til útivistar og hreyfingar í skemmtilegum félagsskap. Heilbrigðismál Alls hafa 24 einstaklingar, flestir samkynhneigðir karlmenn, greinst með sáraásótt það sem af er ári. Það eru jafn margir og greindust með sárasótt allt síðasta ár. Þórólfur Guðnason sótt- varnarlæknir segir þróunina ekki endilega bundna við Ísland, sömu vísbendingar megi sjá víðar. „Það hefur verið tilkynnt nokkuð um þetta í mörgum vestrænum löndum, það er að segja aukningu á sárasótt og lekanda, og er aukn- ingin aðallega á meðal karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum,“ segir Þórólfur, en athygli vekur að árið 2013 greindust þrjú tilfelli með sárásótt hér á landi, en þau voru 17 árið eftir. Á síðasta ári voru tilfellin 24, sami fjöldi og hefur greinst á síðstu síðustu átta mánuðum. En hver er skýringin á þessari aukningu? „Svo virðist vera að ástæðan gæti verið sú að menn séu farnir að slaka verlega á í notkun á smokkum,“ seg- ir Þórólfur en sárasótt smitar venju- lega um slímhúð kynfæra við sam- farir, en getur einnig smitað um aðrar slímhúðir svo sem í munnholi og endaþarmi. Fáist ekki fullnægjandi meðferð við sjúkdómnum á fyrstu stigum hans getur bakterían sest að í ýms- um vefjum líkamans og valdið ýms- um sjúkdómum síðar á ævinni, svo sem hjarta- og taugasjúkdómum. Ef fóstur smitast á meðgöngu getur bakterían einnig valdið varanlegum skaða á því. „Hún getur valdið sýking- um og heilaskemmdum,“ segir Þórólfur sem undirstrikar einnig hættuna ef þunguð kona fær sjúkdóm- inn, þá getur það haft mjög alvar- legar af leiðingar fyrir fóstrið. Þóról f u r seg- ir skimun hjá áhættu- hópum öfluga, en einnig hefur Landlæknaembættið sóttvarna- læknir leitað aðstoðar til að mynda samtakanna´78 og HIV Ísland um fræðslu og hvatn- ingu á því að meðlim- ir muni eftir að nota smokkinn.| vg Mikil aukning á sárasótt síðustu þrjú ár Þórólfur Guðnason segir töluverða aukningu á sárasótt. Besta leiðin er að nota smokkinn. Fern árslaun nægja fyrir húsnæði Það vantar rúmlega 3000 íbúðir í Reykjavík. Mynd | Hari Það vantar 5100 íbúðir til að fulll- nægja þörf fyrir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af þarf 3000 til 3300 íbúðir í Reykjavík. Í greiningu Capacent á fasteigna- markaðnum sem unnin var fyrir borgina og kynnt á föstudag kem- ur fram að byggingarkostnaður er orðinn lægri en kaupverð íbúða. Þrátt fyrir mikla hækkun fast- eignaverðs að undanförnu kostar álíka mörg mánaðarlaun að kaupa íbúð í Reykjavík í dag og það kost- aði árið 2004. Að jafnaði tekur það 48 mánaðarlaun einstaklings miðað við meðaltalið, að greiða fyrir 90 fermetra íbúð í Reykjavík. Aðstæður til að auka framboð íbúða hafa batnað mikið frá hruni. Kaupverð fasteigna hefur hækkað umfram byggingarkostnað og er byggingarkostnaður fjölbýlishúsa nú lægri en kaupverð þeirra. Byggingarkostnaður sérbýla er þó enn hærri en kaupverð þeirra. Leiðrétt Í Fréttatímanum í gær var röng mynd við frétt af dæmdum fjársvikara sem hefur tekið sér fé úr hússjóði fjölbýlishúss í Árbæ. Beðist er velvirðingar á mistökunum. „Sárasóttin getur valdið sýkingum og heila- skemmdum“ Lögreglumál Skóla- og frístundarsvið segist ekki vera í ráðningarsambandi við sjálfstætt starfandi leikskóla og því mun borgin ekki hlutast til um það hvort starfsmaður leikskóla, sem sætir rannsókn vegna of- beldis gegn barni, sé enn að störfum. Skóla- og frístundarsvið mun ekki hlutast til um það þó starfsmað- ur Korpukots, sem er sakaður um að hafa beitt barn ofbeldi, sé þar enn að störfum. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Skóla- og frí- stundarsviði Reykjavíkurborgar sem segist ekki eiga í ráðningar- sambandi við sjálfstætt starfandi leikskóla. Ofbeldisdeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar en því var vísað þangað frá Barnaverndaryfirvöldum í Kópa- vogi. Fréttatíminn ræddi við móður sem hafði vísað málinu til barna- verndaryfirvalda eftir að hún upp- götvaði ljóta áverka á líkama dóttur sinni í lok ágúst og birtist viðtali við hana í blaðinu í gær. Móðirin gagn- rýnir skólastjóra Korpukots harð- lega og sagði hana meðal annars hafa ætlað að víkja starfsmannin- um frá störfum á meðan rannsókn- inni stæði, en stúlkan greindi sjálf frá nafni starfsmannsins þegar hún var spurð um ofbeldið. Leikskólastjórinn upplýsti svo foreldra fyrst um atvikið á þriðju- daginn síðastliðinn, en fullyrti jafnframt að rannsókn leikskólans, hefði leitt í ljós að ásakanirnar væru tilhæfulausar. Þess ber þó að geta að rannsókn lögreglu er ekki lokið. Fréttatíminn spurði einnig hvort Skóla- og frístundarsvið myndi endurskoða samstarf sitt við leik- skólann, sem er einkarekinn. Svar- ið var eftirfarandi: Sviðið hefur leið- beiningarskyldu og gerir kröfur um úrbætur ef með þarf. | vg Borgin skiptir sér ekki af starfsmanni á Korpukoti Móðir er ósátt við stjórnendur Korpukots. Húsnæðismál

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.