Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 36
Fór í mikla andlega vinnu í
detoxmeðferð í Póllandi
Camilla Rut glímdi við mikið fæðingarþunglyndi en detox hjá Jónínu Ben hjálpaði henni finna gleðina á ný. Hún
þurfti að fullorðnast hratt vegna veikinda móður og byrjaði með tilvonandi eiginmanni sínum þegar hún var nýfermd.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Ég er í svo miklu sjokki yfir því hvað lagið bara sprakk út. Við erum að detta í tíuþúsund áhorf,“ segir bloggarinn og
snapchat-drottningin Camilla Rut
Arnardóttir sem birti á sunnu-
daginn tónlistarmyndband á
Youtube, þar sem hún og kærast-
inn hennar, Rafn Hlíðkvist Björg-
vinsson, flytja lagið Wicked games
saman. Viðbrögðin hafa verið
framar vonum. Þau voru dugleg að
vinna saman að tónlist hér áður
fyrr, en sex ár eru síðan þau tóku
efni upp síðast.
„Fjölskyldan mín er mjög tón-
elsk og við höfum mikið verið
í gospel. Við Rabbi kynntumst
einmitt í gegnum gospelið. Svo fór-
um við á „datenight“ um daginn
og ákváðum að gera eitthvað ann-
að en að fara út að borða. Þannig
að við fórum og tókum upp lagið,
sem kom ágætlega út. Svo heyrði
ég í félögum mínum með að að-
stoða við að mixa og gera mynd-
band. Og þegar það var tilbúið þá
hugsaði ég með mér að ég myndi
sjá eftir því ef ég setti lagið ekki í
loftið,“ segir Camilla um hvernig
það kom til að parið fór út í þetta
verkefni. En þau stefna að því að
vinna meira saman að tónlist í
framtíðinni.
Nýfermd og hann 19 ára
Camilla er fædd og uppalin í
Krossinum og síðar Hvítasunnu-
söfnuðnum, en það var einmitt
þar sem leiðir hennar og unnust-
ans lágu saman fyrir níu árum. Þá
var Camilla nýfermd en hann 19
ára. „Ég varð strax skotin í honum,
en ég var svolítið ung þannig hann
var ekkert endilega að horfa á mig
á þann hátt. Við urðum strax rosa-
lega góðir vinir, en það var alltaf
eitthvað meira undirliggjandi. Það
sáu það allir, en við gáfum ekkert
upp strax. Við fórum rosalega
hægt í sakirnar. En ég er 22 ára í
dag og við erum enn saman, kom-
in með íbúð og barn og ætlum að
gifta okkur í febrúar.“
Camilla segir fólk og hvá þegar
það heyrir hvað hún er ung, en
hún segist upplifa sig mun eldri
en hún er. „Ég tengi ekki mikið
við jafnaldra mína og flestir vinir
mínir eru fimm til sjö árum eldri
en ég. Ég finn það mjög vel þegar
Líður vel í dag Camilla er oft spurð að því á snapchat hvernig hún fari að því að vera alltaf svona glöð, svarið við því er: með mikilli vinnu. Mynd | Hari
gamlar skólasystur sem búa enn
heima hjá foreldrum sínum, koma
í heimsókn, hvað ég er á allt öðr-
um stað en þær,“ segir Camilla, en
hún þurfti að fullorðnast aðeins
hraðar en jafnaldrar sínir af ýms-
um ástæðum. „Mamma glímdi við
mikil veikindi þegar ég var ung-
lingur, svo eignaðist hún tvö börn,
þegar ég var 16 og 18 ára, þannig
ég varð eins önnur mamma þeirra.
Ég neyddist til að taka stökk í
þroska og taka á mig mikla ábyrgð.
Maður gerir bara það sem þarf að
gera,“ útskýrir hún.
Afi Gunnar í Krossinum
Þó Camilla sé enn trúuð þá er hún
ekki virk í Hvítasunnusöfnuðinum
í dag, eða öðrum söfnuði. „Ég er
ekki skráð í neinn söfnuð. Ég flosn-
aði bara upp úr þessu. En ég er
alltaf með barnatrúna í hjartanu.“
Það má segja að Camilla hafi
verið í innsta hring í Krossinum á
sínum tíma, en Gunnar í Krossin-
um er afi hennar. Hefur hún mátt
þola töluvert áreiti vegna þess í
gegnum tíðina. „Á tímabili mátti
maður ekki segja neitt án þess að
það færi í blöðin. Það var fylgst
svo náið með okkur. Ég var með
lokað facebook en það var ein-
hver á mínum vinalista sem lak
upplýsingum. Ég var 16 ára þegar
DV hringdi reglulega í mig,“ segir
Camilla sem segir þetta vissulega
hafa verið óþægilegt, en hún hafi
lært að leiða óþægindin hjá sér.
„Ég hef orðið fyrir allskonar að-
kasti út af fjölskyldunni minni en
reynt að láta það ekki á mig fá. Ég
er komin með ágætlega breitt bak
allavega,“ segir hún og brosir.
Camilla er í góðu sambandi við
afa sinn og konu hans, Jónínu Ben,
en hún hefur farið þrisvar í detox
meðferðir sem Jónína býður upp á
í Póllandi. Síðast í maí á þessu ári.
Það var þá sem snapchat-ævintýr-
ið hófst af alvöru. „Ég fer aðal-
lega í þetta til að vinna í andlegu
hliðinni, ekki til að missa einhver
kíló. Ég var búin að vera að glíma
við mikið fæðingarþunglyndi og
fór í maí til að takast á við það. Ég
var komin á mjög slæman stað. Ég
ákvað að opna snapchat og leyfa
fólki að fylgjast með. Það voru
margir mjög áhugasamir og ég var
komin með 2500 fylgjendur þegar
ég fór heim,“ segir Camilla en hún
er með um fimm til sexþúsund
fylgjendur í dag. „Þegar fólk heyrir
um detox þá spyr það mig hvort
ég sé með slöngu upp í rassinum
í tvær vikur. Ég var ekki að reyna
að stuðla að vitundarvakningu en
mig langaði að sýna fólki hvernig
þetta væri.“
Fæðingarþunglyndi og detox
Þegar Camilla var úti í með-
ferðinni þá reyndi hún að temja
sér góða siði og sjá björtu hliðarn-
ar á lífinu. Hún vissi nefnilega að
hún yrði að taka til í lífi sínu til að
geta verið besta útgáfan af sjálfri
sér. „Ég var á þunglyndislyfjum á
tímabili. Ég átti son minn í apríl
og var komin á þunglyndislyf í
október, en ég hætti á þeim í febr-
úar síðastliðnum. Ég ákvað að lyfin
yrðu spark í rassinn á mér, ég vildi
alls ekki verða háð þeim. Ég vissi
að það voru þau sem létu mér líða
betur en ég vildi að mér gæti liðið
vel án þeirra líka. Þannig ég trapp-
aði mig niður af þeim samkvæmt
læknisráði.“
Að fara í meðferðina í Pól-
landi var svo hluti af því ferli að
finna gleðina í lífinu á nýjan leik.
Camilla viðurkennir að það hafi
reyndar verið mjög erfitt að fara
frá syni sínum í tvær vikur, þegar
hann var rétt eins árs, en hún
segir þetta hafa verið betra fyrir
þau bæði þegar upp var staðið.
„Ég ákvað að þetta væri best fyrir
okkur öll. Ég tók mér mjög lítið
fæðingarorlof. Ég gat það bara ekki
eins og staðan var, þannig ég var
að vinna heima. Ég var meira að
segja að svara tölvupóstum á milli
hríða þegar ég var að eiga strák-
inn. Að vera að vinna með nýfætt
barn fór hins vegar illa í mig. Ég
varð mjög kvíðin og vildi fá að vera
í friði. Ég vildi bara vera ein með
Gabríel syni mínum og hvæsti á
fólkið í kringum mig. En ég sá að
þetta gat ekki gengið til lengdar.
Það var alltaf stress og álag á heim-
ilinu og ég fékk aldrei tíma fyrir
sjálfa mig.“
Sársaukafull andleg vinna
Camilla vissi hvað hún var að
fara út í þegar hún fór til Póllands
í vor, enda búin að fara tvisvar
áður. Hún gat því skipulagt sig vel
og verið búin að hugsa hvað hún
vildi fá út úr meðferðinni. „Ég tók
ákvörðun um að fara í massífa and-
lega vinnu, sem er ógeðslega erfitt.
Það gerast magnaðir hlutir þegar
maturinn er tekinn af manni.
Maður verður svo berskjaldaður.
Andleg vinna getur verið mjög
sársaukafull í miðri meðferð ætlaði
ég að kaupa mér miða heim til Ís-
lands. En ég kom alveg endurnærð
heim. Ég var tilbúin til að takast á
við lífið og lifa því.“
Það er óhætt að segja að Camillu
hafi tekist ágætlega að glæða líf sitt
gleði og hamingju því fylgjendur
hennar á snapchat furða sig oft á
því hvað hún er alltaf glöð. „Ein
algengasta spurningin sem ég fæ
er: „Hvernig geturðu alltaf verið
svona lífsglöð og jákvæð?“ En þá
spyr ég bara: afhverju ekki? Ég hef
verið á þeim stað að vakna og vilja
ekki fara framúr rúminu. En á síð-
ustu mánuðum hef ég tamið mér
að vera sanngjörn við sjálfa mig og
ég hef lært að elska sjálfa mig. Það
er er nauðsynlegt að elska sjálfa
sig til að geta elskað aðra. Ég var
ekki að gefa syni mínum bestu út-
gáfuna af sjálfri mér, eða Rabba,
þvílík þrautsegja hjá honum að
halda þetta út,“ segir Camilla og
skellir uppúr. En vanlíðan henn-
ar hafði að sjálfsögðu líka áhrif á
hann þó hann stæði sem klettur
við hlið hennar.
Mikil vinna að líða vel
„Fólk heldur nefnilega að ég sé
bara svona, en þetta hefur verið
bullandi vinna. Til þess að líða vel
þá þarf ég að vakna við vekjara-
klukkuna, ég þarf að borða hollt
og hreyfa mig. Það er mjög erfitt
stundum. En ég reyni bara að sýna
fólki hvernig lífið raunverulega er.
Og hvernig baráttan við að vera
besta útgáfan af sjálfum sér geng-
ur fyrir sig. Þetta er barátta sem
er tilbúin að vera alltaf í. Ég vil að
mér og fjölskyldunni minni líði vel
og að heimilið mitt líti vel út og
það er bara vinna.“
Ein algeng-
asta spurn-
ingin sem ég fæ er:
„Hvernig geturðu
alltaf verið svona
lífsglöð og jákvæð?“
…viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2016
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is.
Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.