Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 Get látið draumana rætast „Það er ekki oft sem ég verð mjög dapur þó að það komi stundum fyrir. Ég tekst á við hlutina með húmor og jákvæðni, það hefur alltaf verið minn stíll.“ Mynd | Rut Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Fyrir þrettán árum síðan klifraði ég upp í ljósastaur á djamminu og kom öfugur niður. Ég hálsbrotnaði og skaddaðist á mænu, með þeim af- leiðingum að ég lamaðist fyrir neðan axlir og hef verið í hjólastól síðan,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorláks- son. Rúnar var tuttugu og eins árs gamall og bjó á Sauðárkróki þegar slysið átti sér stað. Hann flutti til Reykjavíkur því það voru engin úr- ræði í boði fyrir hann fyrir norðan. Leið eins og í stofufangelsi „Það var dálítið erfitt að fara frá vinunum og sambandið hefur dal- að. Það dalaði samt fyrst og fremst vegna þess að mér fannst svo óþægi- legt að þurfa alltaf að stóla á aðstoð vinanna við allt. Fyrst eftir að ég lamaðist var ég með hefðbundna þjónustu en árið 2012 fékk ég NPA, notendastýrða persónulega þjón- ustu, og þá umbreyttist líf mitt til hins betra. NPA virkar þannig að sveitarfélagið metur hversu mikla þjónustu ég þarf og verðmetur það. Sveitarfélagið lætur mig svo hafa fjármagnið svo ég geti sjálfur séð um að ráða aðstoðarfólk. Ég ræð þá sjálfur hver aðstoðar mig, hvenær ég fæ aðstoðina og hvar hún veitt. Þetta þýðir að ég er ekki lengur bundinn við heimilið. Mér leið dálítið eins og í stofufangelsi áður, eins og ég væri útrásarvíkingur með ökklaband. Í dag bý ég aftur á móti í leiguíbúð með kærustunni minni.“ Lífið er svo spennandi „Ég hef alltaf verið frekar jákvæður en mér fór samt að líða mun betur eftir að ég fékk þessa þjónustu, auk- ið sjálfstæði lætur manni líða betur. En það er erfitt að horfa upp á vini sína búa enn við svona skertar að- stæður,“ segir Rúnar sem ákvað að hann yrði að gera eitthvað í málun- um. Hann er garðyrkjufræðingur að mennt en næstum allur hans tími fer í að vinna að félagsstörf- um í þágu fatlaðra. Hann byrjaði að blogga fyrir nokkrum árum en stofnaði svo í fyrra facebook-síðuna Ævintýri Rúnars þar sem hann deil- ir hinum ýmsu uppákomum úr lífi sínu. „Það er ekki oft sem ég verð mjög dapur þó að það komi stund- um fyrir. Ég tekst á við hlutina með húmor og jákvæðni, það hefur alltaf verið minn stíll. Mér finnst gaman að vera á lifi og yndislegt að fylgj- ast með öllu í kringum mig. Lífið er svo spennandi. Ég byrjaði á því að blogga en færði mig svo yfir í vídjó- in og finnst það áhrifaríkara. Það er miklu skemmtilegra að rugla fyrir framan myndavél en að vera með áhyggjur af stafsetningarvillum,“ segir Rúnar og hlær. Ekkert hræddur við að ferðast Rúnar segist fyrst og fremst hafa stofnað Ævintýri Rúnars til að sýna fram á hvernig líf hans breyttist í kjölfra NPA þjónustunnar. „Ég er að gera allskonar hluti en er ekki lengur bara bundinn við stólinn heima hjá mér. Ég get látið drauma mína ræt- ast og hef ferðast um allan heim, frá Asíu til Ameríku, og geri allskonar hversdagslega hluti sem ég gæti ekki gert ef ég væri fastur heima. Ég er líka lamaður í höndunum svo ég þarf í raun aðstoð við allt, en ég er ekkert hræddur við að ferðast þó það geti fylgt því ákveðin óvissa og áhætta. Það er allt hægt með réttu tækin og góða aðstoð.“ „ Reykjavíkurborg ákvað að gera NPA samninga við 15 manns en í þrjú ár hafa ekki verið gerðir fleiri samningar, þó það sé í lögum um málefni fatlaðs fólks að það eigi að gera þetta. Samband sveitarfélaga og ríkið eru enn að rífast um einhverjar krónur til og frá en þessir einstak- lingar geta ekki beðið eftir þessu lengur. Fyrir fatlað fólk í minni stöðu er miklu mikilvægara að fá rétta aðstoð heldur en einhvern tíu þúsund kall í veskið. Ef við komumst ekki út úr húsi höfum við ekkert við peninga að gera.“ Samband sveitarfélaga og ríkið eru enn að rífast um einhverjar krónur til og frá en þessir einstaklingar geta ekki beðið eftir þessu lengur. Fyrir fatlað fólk í minni stöðu er miklu mik- ilvægara að fá rétta aðstoð heldur en einhvern tíu þúsund kall í veskið. Rúnar Björn Herrera Þorláksson lenti í slysi rúmlega tvítugur og hefur notað hjólastól síðan. Hann lætur fötlun sína ekki stoppa sig í að framkvæma drauma sína og segir NPA-þjónustuna hafa umbreytt lífi sínu. Þann 15. október næstkomandi kl. 15:00 mun Viðreisn opna kosningamiðstöðina sína í Höfðatorgi með prompi og prakt. Boðið verður upp á gómsætar veitingar, frábæran félagsskap og skemmtiatriði fyrir börnin. Verið Velkomin í Borgartún 16. Opnun kOsningamiðstöðvar viðreisnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.