Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 20164 BÍLAR Gæðabílar Mercedes-Benz bílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika. Mynd | Rut Mercedes-Benz Askja notaðir bílar bjóða viðurkennda Mercedes-Benz bíla sem tryggir fría þjónustu og viðhald í tvö ár.Mynd | Rut Askja notaðir bílar, ný og breytt sýningaraðstaða á Kletthálsi 2 Mynd | Rut Gunnar Haraldsson sölustjóri Öskju, notaðra bíla Mynd | Rut Notaðir Mercedes-Benz með tveggja ára ábyrgð Unnið í samstarfi við Öskju Úrvalið af notuðum bílum er mikið hjá okkur. Við vorum að stækka og nú eru að staðaldri allt að 150 bílar á staðnum en einnig eru til sölu litlir sendibílar sem er nýjung og viðbót við þá þjón- ustu sem fyrir var,“ segir Gunnar Haraldsson, sölustjóri notaðra bíla hjá Öskju sem einblínir á sölu Mercedes-Benz bifreiða. Askja hefur að undanförnu kynnt þjónustusamning fyr- ir viðurkenndar Mercedes- -Benz bifreiðar sem keyptar eru hjá Öskju notuðum bílum. Með samningnum býðst Mercedes- -Benz kaupendum að fá viðhald og þjónustu bifreiðarinnar sér að kostnaðarlausu í tvö ár frá kaup- degi. Samningurinn fyrir viður- kenndar Mercedes-Benz bifreið- ar kallast ProvenExclusivity. „Á heimsvísu notar Mercedes-Benz þetta kerfi sem reynst hefur vel og fallið í kramið hjá neytendum. Núna erum við að bjóða 2012 ár- gerðir og yngri auk þjónustu og viðhalds á tímabilinu sem er þá alveg gjaldfrítt. Eftir tvö ár kem- ur svo fólk og setur gamla bílinn upp í nýrri týpu. Eina skilyrðið sem við setjum er að fólk komi á tilsettum tíma í þjónustuskoðun svo viðhaldi sé sinnt rétt og sam- kvæmt fyrirmælum frá þjónustu- aðilum og fyrir vikið verður bíllinn vel þjónustaður hjá sérþjálfuðum tæknimönnum Mercides-Benz á verkstæðinu. Það er betra fyrir alla að fólk sinni þessu því þá endist bíllinn mun lengur,“ segir Gunnar og leggur áherslu á að þetta viðhald sé bíleigandanum að kostnaðarlausu. „Ef fólk kemur á tveggja ára fresti, eins og því stendur til boða, og skiptir um bíl þá þarf það í raun aldrei að hafa áhyggjur af viðhaldi bíls- ins eða borga fyrir það.“ Vert er að taka fram að Askja tekur allar tegundir bíla upp í, ekki einungis Mercedes-Benz bifreiðar. Allir bíl- ar eru vandlega yfirfarnir af Öskju áður en þeir fara í sölu. Þrátt fyrir að Mercedes-Benz flokkist vissulega sem lúxusmerki leggur Gunnar áherslu á að nú sé uppgangur sem skilar sér í betra gengi. Í kjölfarið lækki vitanlega verðið á nýjum bílum sem skilar sér í lægra verði á notuðum bílum. „Mercedes-Benz er einnig fram- arlega þegar kemur að tækninýj- ungum hvað verðar meng- unarvarnir og vörugjöldin eru eftir því, tollarnir lækka sem skilar sér í lægra verði,“ segir Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.