Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 Tógópokar í Melabúð „Efnið er allskonar og hver og einn poki því einstakur.“ „Pokarnir eru saumaður af námsmeyjum og sveinum í Tógó,“ segir Guðný Einarsdóttir einn meðlima félagsins Tau frá Tógó sem selur vörur sem er saumaðar á saumastofu heimilis fyrir mun- aðarlaus börn í Tógó. „Þar saumastofa sem er skóli fyrir elstu börnin og leið til að afla tekna fyrir heimilið. Taupokarnir eru saumaðir af þeim en þau velja efnin á mörkuðum.“ Pokarnir eru hannaðir af tveimur íslenskum hönnuðum Maríu Ólafsdóttur og Tinnu Gunnarsdóttur en María segir þær Tinnu hafa langað að hanna praktískan poka. „Við ákváðum því að nota leður- handföng á honum svo hægt sé að halda á honum með báðum hand- föngum, setja á öxlina eða á báðar axlir sem bakpoka. Þá getur mað- ur hjólað með hann á bakinu.“ „Efnið er allskonar og hver og einn poki því einstakur. Við tókum áhættu með leðrið því við vissum ekki hvort það fengist nóg af því eða hvort það væri of dýrt. Þau hafa hins vegar látið það rætast sem mér finnst mjög fallegt. Þau endurnýta leður af öðrum flíkum, eru greinilega að klippa niður leð- urflíkur því maður sér stundum í sauma í leðrinu.“ | Tógópokar fást í Melabúð og kosta 2500 krónur. Allur ágóði rennur til heimilis barnanna. | bg Hópurinn sem stendur að verkefninu. Mynd | Hari Útlitið sem að safnið hef-ur verið með síðustu 10 árin hefur verið óbreytt. Það voru rosa-lega margir á íslandi sem vissu ekki að öll þrjú húsin heyra undir Listasafni Reykjavík- ur. Eins og fyrir mig, ég bý erlend- is og kem mjög oft hingað og þegar við byrjuðum að vinna í þessu þá vissi ég ekki að Ásmundarsafn væri hluti af Listasafni Reykja- víkur og varla að Kjarvalsstaðir væru hluti af þessu. Það sem er svo flókið við þetta er að húsin eru gríðarlega ólík. Þetta var kveikjan að þessu hjá safninu, að sameina þessi þrjú hús.“ Þurftuð þið að fara í gengum margar hugmyndir til að ná niður- stöðunni eða var þessi hugmynd bara skýr frá byrjun? „Við erum sjö manns á stofunni hérna í New York og það vinna all- ir að verkefninu í byrjun. Við byrj- um þannig að allar hugmyndir eru góðar hugmyndir, það er allt leyft í byrjun. Einnig unnum við verk- efnið með hönnuðinum Ármanni Agnarssyni sem hefur unnið lengi með safninu. Við komum að þessu í byrjun og núna förum við hægt að kúpla okkur út og Ármann tek- ur við og mun halda áfram með verkefnið.“ Við fyrstu sýn fær maður á tilfinn- inguna að þessu nýja útliti sé ætlað að ná til yngri markhópa. Er það rétt? „Það er kannski rétt. Mér finnst alltaf, eins og úti, það vera alls- ráðandi að ímynd og hönnun svona stórra safna sé svo alvarleg. Þetta getur stundum verið eins og ímynd fyrir banka. Þú kemur inn á eitthvert safn og merkið er uppi á vegg og það má aldrei gera neitt við það og allt voðalega alvarlegt alltaf. Það er kannski rétt að okkar nálgun sé að reyna að gera þetta aðeins léttara. Að ímyndin sé ekki of alvarleg og fráhrindandi. Hver og einn tekur eitthvað frá útlitinu.“ Ný ímynd Listasafns Reykjavíkur: Hönnunin ekki of alvarleg Ímyndin létt og ekki of alvarleg. Hönnuðurinn Hjalti Karlsson hannaði með hönnunarstofu sinni Karlsson og Wilker nýja ímynd fyrir Listasafn Reykjavíkur. Nýja útlitið var níu mánuði í bígerð en mikil ánægja er með það. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is „Við erum sjö manns á stofunni hérna í New York og það vinna allir að verkefninu í byrjun. Við byrjum þannig að allar hugmyndir eru góðar hugmyndir, það er allt leyft í byrjun.“ Takk Michelle! Nýlega var upptöku lekið í fjöl- miðlar þar sem Trump talar með niðrandi hætti til kvenna auk þess sem fjöldi kvenna hefur stigið fram í vikunni og ásakað hann um kynferðislega áreitni í sinn garð. Í ræðu sinni segir Michelle að stöðva þurfi þá orðræðu sem Trump hefur viðhaft í kosninga- baráttu sinni. Niðrandi ummæli um konur eigi að heyra fortíðinni til. Ekki megi loka eyrunum fyrir slíkum athugasemdum. Konur hafi alltof lengi þurft að berjast gegn þess háttar ofbeldi, orðræðu og virðingarleysi sem þær hafi orðið fyrir daglega, að mati Michelle. Michelle fær hrós fyrir að rjúfa þögnina og taka afstöðu gegn því að ummæli og hegðun sem fela í sér lítilsvirðingu á konum sé bæði eðlilegur hluti í kosningabaráttu framjóðanda til forseta Bandaríkj- anna. Slík ummæli séu aldrei boð- leg hvorki fyrir forsetaframbjóð- anda né aðra. Takk Michelle! Hrós vikunnar fær Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna sem beinir orðum sínum að öðrum forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna, Donald Trump, í kosningarherferð Hillary Clinton í New Hampshire. Niðrandi ummæli um konur eiga að heyra fortíðinni til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.