Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 22
 www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Allt sem þeim áður fannst alltaf svo gaman var horfið og farið þó færum við saman því alltaf þau voru með álið í framan. Krakkarnir á Bakka verða himinlifandi þegar fjörugur hvolpur leynist í jóla- pakkanum. En um næstu jól eru gjafirnar enn meira spennandi svo að hundurinn gleymist. Þá þarf hann að grípa til sinna ráða! ENGINN SÁ HUNDINN er skemmtileg saga í bundnu máli sem foreldrar og börn munu njóta að lesa saman aftur og aftur. VÍSUR EFTIR BJARKA KARLSSON 22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 Góð ópera er eins og spaghetti - allt snýst um sósuna Í rússnesku óperunni E vgení Onegin eftir Tchaikov- sky reyna persónurnar að höndla hamingjuna eins og við öll. Leikstjóri nýrrar uppfærslu Íslensku óperunnar á þessu sígilda verki, Anthony Pilavachi, segir heim óperunnar alltaf að verða meira og meira spennandi í Þýskalandi þar sem hann býr. Tíu ára lagði hann á flótta frá heimalandi sínu Kýpur þegar tyrk- neskur her réðst á eyjuna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Ungur og efnaður maður kemur á rússneskan herragarð. Það er vor og blómin spretta í sólinni en samt liggur leiðinn í loftinu. Unga fólk- inu á staðnum leiðist í áhyggjuleys- inu. Brátt kviknar samt ástin með bréfaskriftum og hjartasorg, ást- ar-þríhyrningum og misskilningi sem gerir drauma að engu. Þetta er upphafið að óperunni Evgení Onegin eftir rússneska tón- skáldið Pjotr Tchaikovsky sem Íslenska óperan frumsýnir um næstu helgi, 22. október. Tónlistin er hárómantísk en snúin í flutn- ingi, bæði fyrir söngvara og hljóm- sveit. Himneskar laglínurnar koma í bunkum enda var náðargáfa tón- skáldsins ótrúleg þegar kom að þeim. Tónlistin var Tchaikovsky nauðsynleg til að lifa af og hann setti hjarta sitt og tilfinningar í hvern tón. Á við á öllum tímum „Umfjöllunarefni óperunnar er eilíft,“ segir leikstjórinn Anthony Pilavachi fullviss um erindi óp- erunnar á okkar tímum. Óperan er byggð á sögu Alexanders Pus- hkin sem hann skrifaði í bundnu máli á síðari hluta þriðja áratugar 19. aldar. Sagan var í raun undan- fari stórvirkjanna sem verða rúss- neskar bókmenntir síðar á öldinni. „Þetta er það sama og á við um Shakespeare, erindið er alltaf til staðar. Ástin er eilíf og sagan er í grunninn einföld. Ung stúlka verð- ur ástfangin af ókunnugum manni. Hún skrifar honum bréf en hann vill ekkert með hana hafa, ekki fyrr en löngu löngu seinna þegar allt er breytt og sérstaklega þau bæði. Þarna er því meira en bara ástin til umfjöllunar heldur líka það hvernig við mannfólkið förumst á mis í lífinu, hvað það þýðir fyr- ir okkur að missa af og glata tæki- færum í hamingjuleit okkar. Þetta snýst um ranga tímasetningu og það getum við öll tengt við, jafn- vel í dag í heimi allra okkar skila- boða í gegnum tölvur og síma, þar sem tilhugalífið fer nú fram að stórum hluta. Það er þetta með rangar tímasetningar í lífinu, sem Tchaikovsky leggur áherslu á í sögunni, sem mun gera það að verkum að þessi ópera mun lifa. Hamingjuleitin er stórt þema verksins sem allir geta tengt við,“ segir Pilavachi. Lífið líkir eftir listinni Bréfið skiptir öllu máli, ástarbréfið sem Tatjana skrifar Onegin til að tjá honum ást sína eftir stutt kynni. Hann er draumaprinsinn hennar, glæsilegur og veraldarvanur og virðist vera beint úr skáldsögun- um sem hún les í sveitinni. Það var líka þetta bréf í sögu Pushkins sem að kveikti í tón- skáldinu um að endursegja þessa sögu sem þá var fimmtíu ára gömul. Eftir að hafa lesið söguna byrjaði hann á „bréfa-senunni“ frægu og skrifaði síðan tónlistina í kringum hana, upphaf og lok óperunnar. Einn daginn líkti lífið eftir listinni. Tónskáldið fékk sjálfur bréf, frá ungri stúlku, nemenda Anthony Pilavachi er fæddur á Kýpur, ólst upp í Frakklandi, er með írskan ríkis- borgararétt og býr í Þýskalandi. Frá barn- æsku hefur leikhúsið heillað hann og hann hefur hlotið mikið lof fyrir margar þeirra 80 óperuuppfærsla sem hann hefur unnið á síðustu árum. Þar á meðal er verðlaunuð uppfærsla á Nifl- ungahring Wagners sem hann setti upp í Lübeck á árunum 2007-2010. Mynd | Rut Sagan af Evgení Onegin er dramatísk í meira lagi. Ástríðurnar tala til tilfinninga- vera á öllum tímum en sem betur fer eru einvígi í flestum tilfellum aflögð. Hér er að hefjast einvígi vinanna Evgení og Lenskí. Ástæðan fyrir illindunum var hálfgerður misskilningur en málverkið er eftir rússneska raunsæismálarann Ilya Repin. Tónskáldið Pjotr Tchaikovsky giftist nemenda sínum Antoninu Millukovu 1877. Hjónabandið var ekkert nema framhlið gagnvart umheiminum, enda Tchaikovsky samkynhneigður. Hjónin bjuggu saman í tvo og hálfan mánuð áður en tónskáldið yfirgaf Rússland til að flýja óhamingju sína. Hann kláraði að skrifa óperuna um Evgení Onegin í Sviss og Ítalíu, en greinilegt var að persónu Onegins mótaði Tchaikovsky eftir sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.