Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.10.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 15.10.2016, Síða 18
Myndir eftir synina „Ég er hrifin af myndlist og er með nokkur verk eftir samtímamynd- listamenn upp á vegg. Vænst þyk- ir mér þó um þær myndir sem synir mínir hafa teiknað og gefið mér. Mér þykir sérstaklega vænt um þessar tvær mynd- ir sem synir mínir Þorleifur og Þorkell teiknuðu þar sem mér finnst þær fanga þá báða svo vel á ólíkan hátt. Ég er með mikið af myndum eftir þá uppi á vegg því mér finnst gaman að hafa þær sýnilegar, bæði fyrir mig og þá. Myndirnar draga upp mynd af hugmyndaheimi þeirra og sýn, eru skemmtilega ólíkar. Það sem gerir þær líka svo einstakar er að þær eru algjörlega þeirra.“ 18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 BORÐSTOFU DAGAR Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-50% AFSLÁTTUR Kassinn „Kassinn í Þjóðleikhúsinu er mér mjög kær en þar hef ég sett upp flestar mínar sýningar. Í vetur verð ég með tvær sýningar í Kassanum, Gott fólk og Tíma- þjófinn. Mér þykir alveg sérstaklega vænt um þetta svið og þetta hús því þetta er í raun mitt annað heimili þegar ég er að vinna að sýningum,“ segir Una sem frumsýnir Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti í Kúlunni í sama húsi um helgina. „Ég hef alltaf verið hrifin af litlum sviðum, nándinni við leikarann, því að sjá leikarann nánast anda og geta jafnvel náð augnsambandi við hann/hana. Það er eitthvað í þessu nána sambandi milli áhorfanda og leikara sem dregur mig að leikhúsinu. Mér finnst líka áhugavert að vinna með þessa nánd, með mörkin á milli raunveruleika og leikhússins, milli einlægni og leiks.“ Lífið í fimm hlutum Góð skissubók inniheldur innkaupalista Una Þorleifsdóttir leikstjóri segist ekki vera mikill safnari þó hún safni kaffibollum, plötum og ljóðabókum. Reyndar safnar hún eiginlega líka skissubókunum sem hún hefur gengið með á sér frá því löngu áður en hún byrjaði í leikstjórnarnámi. Una deilir hér sínum uppáhaldshlutum með Fréttatímanum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Kaffibollinn „Ég safna svona litlum mokkabollum og þykir sérstaklega vænt um þennan. Ég fékk hann í frumsýningar- gjöf frá Sigtryggi Magnasyni eftir að við höfðum verið að vinna saman og mér finnst hann sérlega fallegur,“ segir Una sem er mikil kaffimann- eskja og drekkur kaffi úr öllum bollunum sem hún safnar. „Þeir eru ekki til sýnis heldur bara lokaðir inni í skáp en ég tek þá reglulega fram og nota. Ég man ekki hvenær ég byrjaði á að safna kaffibollum, kannski fyrir svona tíu árum. Mamma og pabbi gefa mér alltaf bolla úr öllum sínum ferðalögum svo ég á bolla frá Eþíópíu og allsstaðar að. Einn þeirra er frá Grikklandi og er með skreytingum úr 24 karata gulli. Ég er samt ekkert svo mikill safnari í mér, þessir bollar eru það eina sem ég safna fyrir utan plötur og bækur.“ Bókasafnið „Bókasafnið er samansafn af hugmyndum, sögum, fortíð og framtíð. Þarna er að finna allt frá ljóðabókum, sagnfræði, skáldskap og samfélagsgreiningu og safnið er bara endalaus uppspretta hug- mynda. Ég elska bækur og geng reglulega í safnið og endurles bækur. Safnið er líka samansafn minninga og upplifana. Ég á enga uppáhaldsbók en ég held sérstak- lega upp á ljóðabækurnar, þá að- allega vegna þess að þær er hægt að lesa aftur og aftur og alltaf uppgötva eitthvað nýtt í hvert sinn. Það er eitthvað við bækur, pappírslyktina, áferðina og heim- inn sem hver bók býr yfir sem mér finnst heillandi. Hver bók er í raun heimur út af fyrir sig, uppfullur af ævintýrum og mennsku.“ Skissubækurnar „Ég á heilan haug af eld- gömlum skissubókum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Þetta eru vinnu- bækur sem ég er alltaf með á mér og ég er með eina bók fyrir hvert verkefni sem ég er að vinna að. Þessar bækur eru mitt helsta vinnutól og ég skrifa allar hugmyndirnar mínar í þær. Bækurnar geta verið mismunandi en það mega alls ekki vera neinar rúður eða línur í þeim, og helst vil ég hafa þær með teygju og svo verða þær að vera sveigjanlegar. Vinnubókin er besti vinur manns í vinnunni, sérstaklega í upphafi vinnunnar þegar maður er enn að reyna að ná utan um hugmyndirnar og hugsanirnar,“ segir Una sem byrjaði að nota hug- myndabækur löngu áður en hún byrjaði í leikstjórn- arnámi. „Einu sinni heyrði ég sagt að góð skissubók innihéldi líka innkaupalista, því það þýðir að þú ert alltaf að nota hana.“ WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, regnskóginn, tær lón og neðanjarðarhella, veitingahús, verslanir og næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, um 40 atriði.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.