Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 24
Stefnir-Samval á 20 ára afmæli! Stefnir-Samval er einn elsti og fjölmennasti fjárfestingarsjóður landsins, með yfir 4.000 viðskiptavini. Ef þú vilt byggja upp þinn sjóð til lengri tíma getur verið góð hugmynd að byrja með reglulegan sparnað, 5.000 krónur á mánuði eða meira. Það er fljótlegt og einfalt að ganga frá því í netbanka Arion banka. Í sparnaði getur munað um hvert ár ára20 Samval 1996 - 2016 Stefnir Stefnir-Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011. Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Fjárfesting í fjárfestingarsjóðum telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en í verðbréfasjóðum. Meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þar á meðal nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og lykilupplýsingum sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Sjóðurinn er í rekstri Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skv. lögum nr.128/2011. Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er dótturfélag Arion banka. ingin ganga ekki lengur upp, þó að forréttindastéttirnar átti sig ekki á því. Eitthvað verður að breytast.“ Yngra fólkið íhaldsamara Anthony Pilavachi hefur mikla reynslu úr óperuheiminum, hef- ur leikstýrt yfir 80 óperuuppfærsl- um víða um heim. Hann er fæddur á Kýpur, er flóttamaður sem flúði heimaland sitt í innrás Tyrkja árið 1974, þá tíu ára gamall. Fyrstu reynslu af leikhúsi upplifði hann þremur árum áður og var þá strax harðákveðinn að vinna við leik- hús í framtíðinni. Eftir innrásina ólst Pilavachi upp í Frakklandi en hann rekur ættir sínar í ýmsar átt- ir, til Írlands (en hann er með írskt vegabréf) og annar afa hans var rússneskur, upplifði ólguna fyrir byltinguna þar í landi. Pilavachi er búsettur í Þýska- landi þar sem óperuhefðin er sprelllifandi. Óperuhúsin eru fjöldamörg og á hverju ári getur áhugafólk farið á milli borganna til að sjá jafnvel mismunandi út- gáfur af sömu verkunum. „Á þýska málsvæðinu skipta óperuhúsin tugum, sýningarnar þúsundum. Það getur verið erfitt að átta sig á þessu héðan frá Íslandi. Óper- an er þannig stór þáttur í menn- ingarlífinu í Þýskalandi og listform- ið er hvergi stærra. Óperan talar til breiðs hóps og hefur tekið stakka- skiptum á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinna krafa um betri leik söngvaranna og samspils- ins við kvikmyndalistina, því að fleiri og fleiri kvikmyndaupptökur eru gerðar af óperuuppfærslum. Áhuginn er virkur, listin er lifandi og kannski virkar það furðulegt en oft eru það yngri áhorfendur sem eru íhaldsamari og vilja síður til- raunamennsku í nálgun okkar leik- stjóranna,“ segir Pilavachi. Leikstjórinn segir það alltaf mik- ilvægast að finna hverri sögu sinn hentuga farveg og vera sannur tón- skáldinu og tónlistinni. Sem leik- stjóri beiti hann alltaf nýrri nálg- un á þær óperur sem hann kemur að á nýjan leik. „Það er nauðsyn- legt að vera frumlegur í hugsun, en samt þannig að „effektar“ og stæl- ar taki ekki yfir. Það er auðvelt að finna upp á slíku en þá missir mað- ur áhuga áhorfendanna því að það getur aldrei hreyft við þeim eins og kjarninn í þeim miklu sögum sem óperur heimsins snúast um. Þetta er lifandi listform sem maður verð- ur að vanda sig við eins og annað. Þetta er eins og gott spaghetti sem snýst allt um bragðgóðu sósuna. Hana þarf maður að búa til að kost- gæfni,“ segir Pilavachi brosandi. Undirbúningur fyrir veisluna er í fullum gangi, Evgení Onegin eft- ir Tchaikovsky verður frumsýnd í Hörpu 22. október. 24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 sínum í Tónlistarháskólanum í Moskvu. Unga stúlkan játaði hon- um ást sína og tónskáldið giftist henni að nokkrum skilyrðum upp- fylltum. Tchaikovsky var nefnilega samkynhneigður og samþykkti þetta málamyndahjónaband sem dæmt var til að valda þeim báð- um óhamingju. Hjónabandið var skammvinnt, eintóm leiktjöld fyr- ir umheiminn sem engan veginn samþykkti kynhneigð tónskálds- ins. Sársaukinn sem þessu fylgdi hafði án efa áhrif á tilfinningaríka tónlistina í óperunni um Onegin sem Tchaikovsky var að semja á þessum árum. Heimsmynd líður undir lok Þegar kemur að því að færa sígild- ar óperur á svið þá er allt leyfi- legt í samtímanum. Þannig væri auðveldlega hægt að færa söguna um ástir og örlög rússnesku ung- mennanna upp í Grafarvog eða út í geim ef áhugi væri fyrir því. Anthony Pilavachi bregður á það ráð að hliðra sögunni í tíma og fær- ir hana að tímanum rétt fyrir rúss- nesku byltinguna 1917. Þannig seg- ir hann að þau hugsjónafræ sem leynist í texta Pushkins njóti sín betur, en hann var á sínum tíma andsnúinn keisaraveldinu og skaut á yfirstéttir Rússlands að þær væru skeytingarlausar gangvart aðstöðu alþýðunnar. „Þetta er áhyggjulaus heim- ur sem er að líða undir lok og hverfa. Persónurnar eru að reyna að hverfa út úr eigin veruleika, gleyma sér í veisluhöldum og paradísin í sveitinni er tálsýn, þetta er deyjandi samfélag. Svo kom byltingin og á örfáum dögum breyttist allt. Það eru alltaf póli- tík og samtímaviðburðir í bak- sviði í lífi okkar allra og við það að flytja söguna nær byltingunni þá lifnar hún við og verður dramat- ískari, nánast eins og bíó. Til- færslan styrkir söguna og undir- strikar breytingarnar sem liggja í loftinu, órétturinn og stéttskipt- Leikstjórinn Anthony Pilavachi í blómum skreyttri rússneskri sveit þar sem óperan um Evegení Onegin hefst. Hann segir óperulíf Þýskalands, þar sem hann býr, í miklum blóma. „Yfir- leitt eru yngri áhorfendur íhaldsam- ari og vilja frekar sjá hefðbundnar uppsetningar. Þeir eldri hafa meiri samanburð á ólíkum uppfærslum á þessum verkum og eru því opnari fyrir frávikum og tilraunum,“ segir Pilvachi. Fjölþjóðlegur hópur listamanna Í uppfærslu íslensku óperunnar á Evgení Onegin eru söngvararnir ís- lenskir, rússneskir og færeyskir. Tit- ilhlutverkið er í höndum rússnesks baritónsöngvara, Andrey Zhilikhov- sky en það er Þóra Einarsdóttir sem syngur hlutverk Tatjönu sem fellur fyrir Evgení. Lenskí, vinur Evgení og síðar óvinur, er sunginn af Elmari Gilbertssyni. Færeyingurinn Rúní Brattaberg bregður sér í hlutverk Germín fursta en í öðrum hlutverkum eru íslensku söngvararnir Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Alina Dubik, Hanna Dóra Sturludóttir og Hlöðver Sigurðsson, auk þess sem kór ís- lensku óperunnar syngur og leikur í uppfærslunni. Hljómsveitarstjóri er Benjamin Levy sem einnig stjórnaði tónlistinni í uppfærslu á Don Giovanni fyrr á ár- inu. Leikmynd er í höndum Eva Signý Berger, búninga hannar María Th. Ólafsdóttir og Björn Bergsteinn Guð- mundsson hannar ljós. Hjartans mál rædd í sveitinni. Myndin er af æfingu hjá Íslensku óperunni. Hér eru Þóra Þóra Einarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir , Nathalía Druzin Halldórs- dóttir og Alina Dubik í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.