Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016
ÞRÆLDÓMUR EYKST
Í UPPSVEIFLUNNI
Brjálæðislegur vöxtur í ferðaþjónustu hefði aldrei getað orðið nema vegna þess að erlent
vinnuafl hefur tekið störfunum sem Íslendingar vilja ekki. Mannréttindi útlendinganna
virðast stundum minna máli skipta en réttur fólks til að braska sig til ríkidæmis í greininni.
Mansalssérfræðingur lögreglunnar telur þrældóm grassera í uppsveiflunni en þrátt fyrir mikla
vinnu gegn mansali ná lögin ná ekki yfir brotin.
Hótel Framnes í
Grundarfirði
Nokkrir fyrrum starfsmenn hótels-
ins lýstu í Fréttatímanum óbærilegu
vinnuálagi eftir að nýir eigendur
keyptu hótelið í vor. Var starfsmönn-
um fækkað um meira en helming og
þeir sem eftir voru látnir gegna tveim-
ur til þremur störfum fyrir sömu laun
og áður.
Carlotta Birtoglio flutti frá Ítalíu
til að starfa á hótelinu fyrir tæpum
þremur árum. Í lok sumars segist hún
hafa fengið taugaáfall eftir að hafa
þurft að sjá ein um morgunmat, upp-
vask og aðstoð við þvotta á 60 manna
hóteli. „Ég brotnaði bara saman og
fór að ofanda. Tárin streymdu niður
og ég gat ekki hætt að gráta. Ég hef
aldrei upplifað slíkt áður. Þetta var
bara vegna álags.“
Hún segist hafa verið herbergis-
þerna fyrsta árið en eftir að hún
fékk bakeymsli af vinnunni var hún
færð yfir
í morgun-
matinn. „Ég
lét nýjan
eiganda vita
af þessu en samt var ég látin í þrif og
þvott meðfram morgunmatnum. Ég
gerði athugasemd við að ég væri í
raun komin í þrjú störf, og þá var bara
hlegið að mér.“
Carlotta lýsir morgninum sem hún
gekk út úr vinnunni; „Ég hafði mætt
klukkan sex til að undirbúa morgun-
matinn. Eldhúsið var fullt af óhreinu
leirtaui og það var ekki til nægilega
mikill matur. Gestirnir áttu að koma
klukkan sjö en streymdu að miklu
fyrr. Ég var ein í öllu með um fjörutíu
gesti. Þeir kvörtuðu undan gæðunum
á hlaðborðinu. Enginn var í móttök-
unni svo ég var sú eina sem þeir gátu
talað við. Þegar morgunmaturinn var
búin fór ég inn í eldhús til að vaska
upp allt óhreina leirtauið. Svo brotn-
aði ég bara saman yfir uppvaskinu og
gekk út.
Fleiri starfsmenn lýstu óviðráðan-
legum vinnuaðstæðum. Verkalýðs-
félag Snæfellinga, ASÍ og lögregla
fóru í rassíur á hótelið í sumar enda
var grunur um að eigendur væru með
útlendinga í vinnu sem ekki þekktu
rétt sinn á íslenskum vinnumark-
aði. Þeir bjuggu í húsnæði á vegum
eiganda hótelsins og voru ekki skráðir
sem starfsmenn þess þótt þeir sinntu
herbergisþrifum.
„Við höfum áhyggjur af hótelinu og
að þar séu erlendir starfsmenn sem
ekki þekki rétt sinn né launakjör. Þar
ríkir algjör undirmönnun og við vitum
að starfsmenn hafa leitað læknishjálp-
ar vegna álags,“ sagði Guðbjörg Jóns-
dóttir hjá Verkalýðsfélagi Snæfellinga.
Engin ákæra var gefin út.
Hamraborg
Fjórir menn leituðu sér hjálpar á slysa-
deild Landspítalans eftir að hafa verið
misþyrmt í herbergjum við Hamra-
borg í Kópavogi fyrir rúmum hálfum
mánuði. Mennirnir vildu engin lög-
regluafskipti og fóru úr landi strax
eftir árásina.
Lögregla taldi líklegt að samland-
ar þeirra hafi staðið að baki árásinni.
Mennirnir störfuðu allir í byggingar-
iðnaði hér á landi. Grunsemd-
ir vöknuðu á slysadeildinni þegar
mennirnir leituðu þangað. Þeir gátu
illa gert grein fyrir áverkunum en
þeir höfðu
meðal annars
hlotið bein-
brot og opin
sár á höfði.
Mennirnir veittu lögreglu takmarkað-
ar upplýsingar en greindu þó frá því
að árásin hefði átt sér stað í atvinnu-
og verslunarhúsnæði við Hamraborg
í Kópavogi.
Þegar lögregla kom á vettvang
voru þar brotnir innanstokksmun-
ir, blóð var á veggjum og í rúmi og á
gólfinu lá brotin hafnarboltakylfa
Aðeins sólarhring eftir spítalaheim-
sóknina voru mennirnir farnir úr landi.
Lögreglan hefur engar vísbendingar
um tildrög misþyrminganna eða hver
hafi verið að verki.
Engin
ákæra
Snorri Birgisson
lögreglufulltrúi
telur blekk-
inguna vera
stærsta þátt
mansals.
I Vinnumansalið lýsir sér svona
Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi
og yfirmaður mansalsteymis lög-
reglunnar
„Stærsti þátturinn í nauð-
unginni er blekkingin. Algengt er
að einstaklingur sæki um vinnu
eða sé ráðinn til starfa á vinnustað
í gegnum starfsmannaleigu, undir
þeim formerkjum að vinna venju-
legan vinnudag fyrir umsamin
laun. Einstaklingurinn býr kannski
í landi þar sem launin eru miklu
lægri en hér. Sem dæmi er launa-
taxtinn í Póllandi mjög lágur og
því geta kjörin hljómað vel. Þegar
viðkomandi kemur til Íslands get-
ur vinnudagurinn hinsvegar reynst
vera 14 til 16 klukkutímar á dag og
launin í engu samræmi við það sem
um var samið. Þau geta jafnvel verið
borguð í svörtu og starfsmaðurinn
ekki skráður sem launþegi hjá fyr-
irtækinu. Við þetta getur bæst að
yfirmenn eða eigendur fyrirtækis-
ins hóti einstaklingnum með því að
ef hann klagi eða fari til yfirvalda
þá munu þeir gera honum, og eftir
atvikum fjölskyldu hans, lífið leitt.
Vinnuveitandinn gerir honum ljóst
að hann sé í landi þar sem hann
þekki ekki réttindi sín eða skyldur
en vinnuveitandinn þykist sjálfur
hafa mikil ítök í samfélaginu. Það
undirstrikar að einstaklingurinn á
ekki að leita sér aðstoðar.
Nærtækt dæmi úr raunveruleik-
anum er af manni sem leitaði til yf-
irvalda. Hann var með glóðarauga
og sagðist hafa hlotið áverkann við
það að detta í stiga og í sömu andrá
týna vegabréfi sínu. Hann vildi því
ekkert gefa upp um fyrir hvern
hann væri að vinna. Hljómar þetta
trúverðugt?
Algengt er að fólki sé refsað fyrir
að sinna ekki vinnunni nógu vel og
fái þá minni laun.
Fólk í nauðungarvinnu á oft
óeðlilega mikið undir vinnuveitend-
um sínum, svo sem húsnæði, uppi-
hald, flugmiða til og frá landinu og
auðvitað laun fyrir vinnuna. Þannig
verður fólk háð vinnuveitanda sín-
um og getur átt erfitt með að stíga
út úr aðstæðunum. Algengt er að
þeir sem koma hingað til lands
sem sjálfboðaliðar eða au pair eigi
einmitt alltof mikið undir vinnu-
veitandanum.
Mjög oft eru tengsl milli vinnu-
veitenda og þeirra sem útvega
starfsfólk og algengt er að fólk
misnoti samlanda sína í nauð-
ungarvinnu. Það gerir þetta að
skipulagðri brotastarfsemi, en ein
af alþjóðlegu skilgreiningunum á
henni er að tveir eða fleiri fremja
saman refsivert athæfi. Við höfum
ótal frásagnir af svona dæmum
og sjáum þau í byggingaverktöku,
veitinga- og hótelgeiranum. Alltaf er
um að ræða erlent vinnuafl."
Drífa Snædal framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambandsins
„Fólk kemur hingað á allskonar
forsendum. Það getur verið að það
komi til að vinna og fái svo alltof
lítil eða bara alls engin laun. Þetta
getur verið fólk með ólíkan bak-
grunn, líka velmenntað fólk sem
vill fara á vit nýrra ævintýra. Mikil
eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi
og gríðarlegt atvinnuleysi sem rík-
ir meðal ungs fólks í Evrópu, veld-
ur því að fólk leitar hingað eftir
vinnu. Sumir koma sem sjálfboða-
liðar, hreinlega til að öðlast starfs-
reynslu og auka atvinnumöguleika
sína í framtíðinni.
Fólk sem ekki er upplýst um
réttindi sín og skyldur, sem er háð
atvinnurekanda með fæði og hús-
næði, er í landfræðilegri einangr-
un, jafnvel ekki með atvinnuleyfi
og einhver misnotar aðstæður þess,
það geta verið þolendur mansals.
Einnig eru dæmi um að launin fari
ekki til þess sem vinnur heldur til
þriðja aðila.
Við sjáum það í ferðaþjónust-
unni, þar sem við hjá Starfsgreina-
sambandinu þekkjum best til, að
fólk kemur gjarnan hingað í góðri
trú um að það sé að fara að vinna
í lögregri starfsemi við hóflegan
vinnutíma og góðar aðstæður. Svo
endar það með allt í fangi sér, jafn-
vel gert ábyrgt fyrir rekstri heilu
eininganna og undir hælinn lagt
hvort það fái greitt.
Aðbúnaður starfsfólks í hótel-
bransanum fer ekki endilega eftir
verðmiðanum á hótelherberginu.
Við sjáum til dæmis erlendar keðj-
ur nýta sér verkata í þrifum á hót-
elum, þar eru verkin eru boðin út.
Aðbúnaður herbergisþernanna
þarf ekki haldast í hendur við gæði
á hótelinu.
Brotavilji atvinnurekandans er
þó ekki alltaf einbeittur. Í þessum
málum er ekki allt svart eða hvítt,
heldur geta málin verið flókin.“
Engin
ákæra
Þóra Tómasdottir thora@frettatiminn.is
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
VR óskar eftir
orlofshúsum
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu
til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á
landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar
á vr@vr.is fyrir 15. nóvember 2016.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði:
- Lýsing á eign og því sem henni fylgir
- Ástand íbúðar og staðsetning
- Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár
- Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir
og lýsing á umhverfi fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.