Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016
Vinna gegn mansali
-Lögreglan hefur stofnað einingu utanum rannsókinir á mansali og vændi. Ein-
ingin varð formlega til á vormánuðum en skipulagt starf gegn mansali hefur
staðið yfir mun lengur.
-Starfsgreinasambandið hefur unnið markvisst að því að uppræta mansal og
gefið út handbók um mansal fyrir eftirlitsaðila sína. Handbókin er aðgengileg
á slóðinni sgs.is
-Vinnumálastofnun hefur sett saman teymi innan stofnunarinnar sem hefur
það hlutverk að vinna úr málum þegar grunur vaknar um mansal.
-Haldnir hafa verið 60 fræðslufundir um allt land þar sem farið er yfir skilgrein-
ingu á mansali og hvernig sé hægt að bera kennsl á það.
-Rauði krossinn hefur fengið fjárveitingu til að opna fyrir móttöku á upplýsing-
um og tilkynningum um mansal.
-Bjarkahlið samhæfð miðstöð fyrir þolendur mansals og vændis opnar á næst-
unni. Að miðstöðinni standa fjölmargar stofnanir og félagasamtök.
-Formlegt samstarf og samræmdar aðgerðir fjölmargra stofnanna, verkalýðs-
félaga, lögreglu, félagsþjónustunnar, innanríkis- og velferðarráðuneytis.
32
milljarðar dollara.
Enginn iðnaður annar
en ólögleg sala á fíkni-
efnum veltir meiru á ári
á heimsvísu en mansal,
eða um 32 milljörðum
dollara.
45,8
milljónir manna heims-
ins lifa við þrældóm.
Langflestir eru á Ind-
landi, eða um 18.3 millj-
ónir.
58%
þeirra sem búa við
þrældóm búa í fimm
löndum: Indlandi, Kína,
Pakistan, Bangladesh
og Uzbekistan.
IV Hvað hefur verið gert til að
stöðva þetta?
Brotafl og
Kraftbindingar
Forsvarsmenn verktakafyrirtækj-
anna voru hnepptir í gæsluvarðhald í
sumar grunaðir um stórfelld skattsvik
og auðgunarlagabrot. Við handtöku
mannanna fundust háar fjárhæðir í
reiðufé og kannabis. Þegar lögregla
fór að skoða aðstæður starfsmanna
fyrirtækjanna kom í ljós að þeir
bjuggu við hrörlegar aðstæður í
iðnaðarhúsnæði. Fjölmargir erlend-
ir starfsmenn bjuggu þar saman og
höfðu óljósar hugmyndir um hver
laun og réttur þeirra væri. Þeir sögðu
launin fara eftir því hvað þeir ynnu
mikið en gátu ekki gefið upp hve
mikið þeir fengu á tímann, á dag
eða á mánuði. Verst var ástandið á
Breiðhellu 12
í Hafnar-
firði, þar sem
verkamenn
bjuggu fyr-
ir ofan verkstæði og sváfu þar allir
saman í opnu rými. Þar ofbauð lög-
reglumönnum aðstaðan.
Hátt í tuttugu erlendir verkamenn
Brotafls bjuggu við Funahöfða 7.
Funahöfði er iðnaðarhverfi en þar
eru að finna fleiri hús með leiguher-
bergjum, þar sem farandverkamenn
frá Austur-Evrópu og eiturlyfja-
sjúklingar, langt leiddir alkóhólistar
og annað fólk sem á í engin hús að
venda, býr. Þegar Fréttatímann bar
að garði hafði rafmagni hússins verið
lokað vegna vangreiddra reikninga.
Öll vinna lá niðri hjá fyrirtækjunum
fyrir þar sem forsvarsmenn fyrir-
tækjanna voru í gæsluvarðhaldi. Þótt
tungumálaerfiðleikar væru miklir
var ekki erfitt að skilja að þeir höfðu
áhyggjur af því að fyrirtækinu yrði
lokað og sumir þeirra vildu snúa aft-
ur til Póllands. Þeir sögðust greiða
fimmtíu þúsund krónur á mánuði
fyrir herbergið, en leigan væri dregin
af launum þeirra um hver mánaða-
mót. Mennirnir áttu því allt sitt undir
vinnuveitendum sínum, vinnu, laun
og húsnæði. Lögregla hóf rannsókn
á því hvort um mansal væri að ræða.
Engin ákæra var gefin út.
Engin
ákæraSnorri Birgisson
„Það er óhætt að segja að þræl-
dómur geti aukist í uppsveiflunni.
Við munum sjá fleiri svona mál en
með áframhaldandi vinnu í þessum
málaflokki þá munum við nálgast
þau betur en áður. Upplýsingarn-
ar sem okkur berast nú eru upp-
lýsingar sem við höfum aldrei séð
áður. Fólk tilkynnir um aðstæð-
ur erlends vinnufólks, því fólk er
orðið upplýstara um þetta og far-
ið að tengja þetta meira við man-
sal en áður. Það er mikil aukning á
tilkynningum sem skýrist aðallega
með vitundarvakningu almenn-
ings.
Ýmislegt hefur áunnist svo sem
að Reykjavíkurborg hefur sett upp
keðjuábyrgð í verktöku í sínum út-
boðsskilmálum. Þannig er ábyrgð
yfirverktaka á undirverktaka er
staðfest. Landsvirkjun hefur sett
reglur um hið sama og gerir kröfu
um keðjuábyrgð yfirverktaka.
Hafnarfjarðarbær hefur, eftir að
hafa fengið fræðslu um mansal,
ályktað og tekið ákvörðun um að
fylgja vinnumansalsmálum fast eft-
ir.“
Ólafur Þór Hauksson
„Fyrirtækin sem starfa eins og ég
lýsti áðan geta valdið tvennskon-
ar tjóni. Ríkissjóður og þar með
samfélagið allt verður af tekjum
þegar fyrirtækin borga ekki skatta
eða lífeyrissjóði og kennitöluflakka
með ofangreindum hætti. Einnig
skekkist samkeppnisstaðan og ger-
ir lögmætum fyrirtækjum erfiðara
uppdráttar. Þjóðfélagslega er þessi
starfsemi því mjög skaðleg.“
Drífa Snædal
„Fyrir utan persónulegu af-
leiðingarnar og þær að fólk vinnur
sér ekki inn margskonar réttindi
eins og ellilífeyri, veikindarétt og
slysatryggingar, eru samfélagslegu
afleiðingarnar þær að fólk vinnur
við aðstæður sem við viljum ekki að
viðgangist. Flestir í samfélaginu eru
sammála um að virðing okkar felist í
því að vera með sæmilegar aðstæður
á vinnumarkaði. Einnig snúa ferða-
menn heim með slæma upplifun af
Íslandi.“
V Hverjar eru afleiðingarnar
af vinnumansali?
„ÞEGAR VIÐ KOMUM Á HÓTELIÐ BRÁ
MÉR MJÖG MIKIÐ ÞEGAR HANN
SAGÐI AÐ ÉG YRÐI AÐ SOFA Í
SAMA RÚMI OG HANN.“
- Starfsmaður á Hótel Adam
Helstu fórnarlömb mansals
Gerendur mansals velja oftast einstaklinga í veikri stöðu innan samfélagsins.
-Konur á flótta undan samfélagi þar sem feðraveldið er sterkt
-Mæður sem sjá fjölskyldu sinni farborða fjarri heimalandinu
-Háskólanemar fjarri heimalandinu og án atvinnutækifæra
-Manneskjur sem samþykkja að vinna án þess að skilja eða þekkja forsendur
samþykkis
Starfsmenn Brotafls
að störfum við
byggingu Sand hótel
við Laugaveg.