Fréttatíminn - 15.10.2016, Blaðsíða 34
Hrækti á nágrannann
Söngstirnið Justin Bieber virðist vera eltur
af fortíð sinni, en árið 2014 kærði ná-
granni hans hann fyrir að hafa kastað
eggjum í hús hins síðarnefnda. Sátt
náðist í málinu en nú hefur nágrann-
inn kært hann vegna annars atviks
úr fortíðinni. Nágranninn bankaði
upp á hjá Bieber til að ræða við hann
um hraðakstur í götunni, en í stað þess
að biðjast afsökunar hrækti hann framan
í nágrannann sem vil meina að honum hafi
brugðið svo að hann hafi verið í andlegu
ójafnvægi í nokkurn tíma á eftir. Ná-
granninn vill að lífvörður Bieber
vitni í málinu og er hann tilbú-
inn að fljúga lögfræðingum
sínum þvert yfir Bandaríkin
til að ná þeim vitnisburði.
Óboðinn gestur tók upp myndband
Skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang þegar Kim
Kardashian var rænd í París á dögunum, tók einhver,
sem var staddur inni í íbúðinni, upp myndband af því
sem þar fór fram. Á myndbandinu sést hvar Kim ligg-
ur uppi í sófa, vafin inn í teppi og talar við einhvern í
símann á meðan lögreglan að skoðar hvern krók
og kima í íbúðinni. Þetta hefur slúðursíðan tmz.
com eftir heimildamönnum. En myndbandið
mun hafa verið birt á netinu í vikunni. Lög-
menn Kim vinna nú með frönsku lögreglunni
að því að leysa málið, bæði ránið sjálft og
það hver tók upp myndbandið.
Með samviskubit vegna sonarins
Kántrísöngkonan Carrie Underwood hefur viður-
kennt að hún sé með nagandi samviskubit yfir því
að bjóða syni sínum upp á að búa í hljómsveitar-
rútum og á hótelherbergjum, þegar hún er á
tónleikaferðalagi. Hún telur þetta ekki heilbrigt
umhverfi fyrir soninna Isaiah að alast upp í.
Carrie hefur ráðlagt öðrum mæðrum að biðja
um hjálp með börnin ef þær þurfa á því að
halda, hún mætti sjálf gera meira af því.
Þegar hún var ólétt af syninum
hafði hún töluverðar áhyggjur af því
hvernig það myndi samræmast
tónlistarferlinum aðt ala upp
barn, hvort hún myndi missa af
verkefnum, en hún hefur reynt
að halda áfram á sömu braut
og áður eftir að hann kom í
heiminn.
Leikkonan Nicole Kidman hefur
viðurkennt að henni hafi liðið illa
þegar hún fékk Óskarsverðlaun
sem besta leikkona í aðalhlutverki
árið 2002. Það hefði átt að vera ein
stærsta stund lífs hennar, en þegar
hún hlaut verðlaunin þá fannst
henni það svo áþreifanlegt hvað
hún var ein, hún var ekki í sam-
bandi og hafði engan til að deila
gleðinni með. Henni fannst hún
hafa náð botni sínu persónulega
lífi. „Ég hugsaði með mér að nú
þyrfti ég að gera eitthvað í mínum
málum og verða ástfangin á nýjan
leik,“ sagði leikkona nýlega í við-
tali, en hún og Tom Cruise höfðu
skilið ári áður.
Kidman var í stuttu sambandi
með söngvaranum Lenny Kravitz
áður en hún kynntist núverandi
eiginmanni sínum, Keith Urban,
árið 2006 og segir hún samband
þeirra bara hafa orðið sterkara og
betra með árunum.
Var vansæl þegar
hún fékk Óskarinn
Nicole Kidman fannst hún hafa náð ákveðinni
lægð einkalífinu því hún var ekki í sambandi.
Hamingjusöm
Kidman segir
samband henn-
ar og eigin-
mannsins bara
hafa vaxið og
orðið sterkara
með árunum.
FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND
ÍSAFJÖRÐUR
FM104,1
UM ALLAN HEIM
KISSFM.IS
AKUREYRI
FM102,5
REYKJAVÍK
FM104,5
Þetta er auðvitað skáldað en aðalpersónan var leikmaður í sigurliði Íslands á B-keppninni í Frakklandi árið 1989,“
segir Halldór Halldórsson, Dóri
DNA, um sjónvarpsþætti sem hann
er að skrifa í félagi við Hafstein
Gunnar Sigurðsson, Jóhönnu Frið-
riku Sæmundsdóttur og Jörund
Ragnarsson.
Þættirnir kallast Afturelding
og sögusviðið er Mosfellsbær og
handboltaheimurinn. „Þetta er
dramasería með glettnu ívafi sem
gerist í heimi kvennahandbolta.
Hún fjallar um gamla þjóðhetju,
Skarphéðinn, sem er að snúa heim
eftir óblíð ár og óreglu. Gamlir fé-
lagar hans úr íþróttahreyfingunni
gefa honum séns og hann fær að
þjálfa kvennalið Aftureldingar,
sem hann telur auðvitað langt fyr-
ir neðan sína virðingu. Þar hittir
hann fyrir Brynju sem er gömul
landsliðskempa á lokametrum
ferilsins og unga stúlku sem heit-
ir Hekla. Þetta er samt mannlegt
drama, ekki íþróttaþættir.“
Dóri og Hafsteinn Gunnar, sem
mun leikstýra þáttunum, hafa
lengi unnið að undirbúningi Aft-
ureldingar. Á þessu ári var hand-
ritsgerðin tekin föstum tökum og
þau Jóhanna og Jörundur bættust í
hópinn. Nýlega fékkst grænt ljós á
þáttaröðina frá RÚV og segir Dóri
að næsta ár fari í fjármögnun en
stefnt sé að tökum árið 2018. Alls
verða þættirnir níu talsins. Zik Zak
framleiðir.
Ekki hefur verið gengið frá því
hverjir muni leika í Aftureldingu
en Dóri viðurkennir að handrits-
höfundarnir hafi mann í huga fyrir
aðalhlutverkið. „Við höfum rætt
við mann, já.“
Dóri segir að mikil rann-
sóknarvinna liggi að baki handrits-
gerðinni. „Við höfum mikið verið
að skoða gömlu íþróttahetjurn-
ar og byrjum alla daga á því að
horfa á viðtöl úr gömlum Hemma
Gunn-þáttum. Svo höfum við rætt
við handboltamenn og -konur og
farið á kvennaleiki. Það varð að
kafa djúpt í þetta enda er ætlun-
in að draga upp mynd af þessum
heimi kvennaíþrótta sem stýrt er
af eldri karlmönnum. Það er nú
stóra metafóran í þessu, þetta fjall-
ar mikið um samskipti kynjanna.
Þetta kann að hljóma grand en við
erum samt að upphefja íslenskan
hversdagsleika í öllum íþrótta-
húsum landsins - þar sem tíminn
virðist ekki líða. Svo fannst okkur
smákóngahátturinn í íþróttahreyf-
ingunni góð samlíking fyrir sam-
félagið.“
Af hverju handbolti?
„Handbolti er svo geggjuð íþrótt
að því leyti að það eru ekki miklir
peningar þarna. Það er bara ný-
lega að einstaka leikmenn fóru
að komast í álnir en ástríðan í
sportinu er alveg einstök. Hand-
boltamenn og -konur eru algjör
hörkutól. Þetta er þjóðaríþróttin
en eftir að fótboltaliðunum fór að
ganga vel sést vel hvað handbolt-
inn á erfitt uppdráttar.“
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2016
Handbolti er svo
geggjuð íþrótt að því
leyti að það eru ekki
miklir pen-
ingar þarna.
Það er bara
nýlega að einstaka
leikmenn fóru að
komast í álnir en
ástríðan í sportinu er
alveg einstök.
Sækja innblástur
í gamla þætti með
Hemma Gunn
Gömul kempa úr íslenska handboltalandsliðinu sem vann B-keppnina
1989 er aðalpersóna sjónvarpsþáttanna Afturelding sem nú eru
í undirbúningi. Kempan er sett í að þjálfa kvennaliðið í Mosó til að
ná sér upp úr óreglu.
Heilluð af handbolta Dóri DNA, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson vinna nú að gerð
sjónvarpsþáttanna Aftureldingar. Mynd | Hari
Áttu að heita Harpix
Þættirnir áttu upphaflega að
heita Harpix, með vísan í klístrið
sem handboltamenn nota. Jör-
undur Ragnarsson stakk upp á
nafninu Afturelding þegar hann
og Hafsteinn Gunnar hittust á
kvikmyndahátíð úti í löndum fyrir
nokkru síðan.