Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.10.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 15.10.2016, Síða 10
Hótel Adam Kona frá Tékklandi sem réði sig í vinnu á Hótel Adam á Skólavörðu- stíg í góðri trú, varð að sofa við hlið vinnuveitandans, fékk ekki laun í sex mánuði og hafði enga pappíra í höndunum þegar kom að því að sækja rétt sinn. Konan lýsti upplifun sinni af eiganda hótelsins í Fréttatím- anum í sumar og hvernig hann áreitti hana stöðugt og snuðaði um laun. Konan hitti manninn fyrst í Prag. „Hann var viðskiptavinur vinkonu minnar sem var vænd- iskona í borginni. Hann er með sína eigin skrifstofu í Prag enda rekur hann kaffihús í miðborginni, alveg eins og í Reykjavík. Ég var þjónn á veitingastað í miðborginni en átti í vandræðum þegar ég hitti hann og hann bauð mér að koma og hitta sig á skrifstofunni. Hann bauð mér síðan vinnu í Reykjavík og lofaði mér 300.000 á mánuði og mér leist bara vel á það. Við gerðum engan skriflegan samning, ég átti að vinna í þrjá mánuði til reynslu en eftir það ætlaði hann að gera fastan samning við mig.“ Eftir að konan kom til starfa á Hót- el Adam lýsti hún því að maðurinn hafi sýnt á sér aðra hlið; „Þegar við komum á hótelið brá mér mjög mikið þegar hann sagði að ég yrði að sofa í sama rúmi og hann. Það rann upp fyr- ir mér að hann hélt greinilega að ég hefði verið í vændi, eins og vinkona mín sem kynnti mig fyrir honum. Ég spurði hann hvort ég gæti ekki feng- ið mitt eigið herbergi en hann sagði nei... Hann taldi greinilega að ég væri mjög heimsk og hann gæti komist upp með allt sem hann vildi gagnvart mér. Ég var ekki hrædd við að hann meiddi mig líkamlega, en hann komst upp með allt og ég kunni ekki á neitt í íslensku samfélagi. Hann kom fram við mig eins og ég væri ódýr, eða einskis virði. Ég var alltaf smeyk við spillinguna, að hann hefði alla í vas- anum, jafnvel lögregluna ef okkur lenti saman. Þannig er það bara sum- staðar, því miður.” Hótelið var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna óánægju gesta, óreiðu og blekkinga. Meðal annars fyrir að meina gestum að drekka vatn úr krana og selja þeim síðar kranavatnið á flöskum. Lögreglan rannsakaði hvort konan væri þolandi mansals. Engin ákæra var gefin út. Vonta Interntional í Vík í Mýrdal Karlmaður frá Sri Lanka var grun- aður um að halda tveimur samlönd- um sínum í vinnuþrælkun á heimili sínu. Maðurinn var settur í gæsluvarð- hald í febrúar. Hann var eigandi fyr- irtækisins, Vonta International sem var undirverktaki fataframleiðand- ans Icewear. Maðurinn var auk þess grunaður um að misnota fjóra aðra starfsmenn, einnig frá Sri Lanka. Í Fréttablaðinu var haft eftir manni sem hafði verið boðin vinna hjá fyr- irtækinu en hann átti að greiða eina milljón króna fyrir starfið. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er ekki enn búið að ákveða hvort gefin verði út ákæra í málinu. 10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 Þó að sérstakt mansalsteymi sé starfandi innan lögreglunnar þá hefur ekki ein ákæra verið gefin út í öllum þeim fjölda mála þar sem grunur um mansal hefur vaknað. Því er ljóst að engum verður refsað fyrir brotin sem framin hafa verið á þessum einstaklingum. Snorri Birgisson segir það þekkt fyrirbæri. „Það er alþekkt alþjóð- legt vandamál að ákærur í þessum málum eru fáar. Málin eru flókin viðureignar og þolendur í þess- um málum koma ekki til okkar að fyrrabragði eins og í öðrum mála- flokkum. Við megum ekki eingöngu horfa á hve mörgum einstaklingum við náum þó að við vildum koma fleiri málum fyrir dóm. Vinnan okk- ar snýst líka um að stöðva brota- starfsemina. Stundum tekst okkur að rjúfa vítahringinn og aðstoða þá sem vilja þiggja aðstoð, þó að við komum ekki málunum fyrir dóm. Við getum aðstoðað fólk við að komast úr aðstæðum sem það er í.” Hann segir að bara í fyrra hafi lögreglan skilgreint 19 einstaklinga sem þolendur mansals í tíu mis- munandi málum. „Málin tíu voru að öllu leyti frumkvæðisrannsókn- ir lögreglu en sum bárust til okkar í gegnum aðrar stofnanir.“ Snorri segir eina helstu ástæðu fyrir því að ekki sé ákært og dæmt í mansalsmálum, vera hin ríka krafa um sönnunarbyrði sem hvíli á mansalsákvæðinu nr. 227 í almenn- ingum hegningarlögum. „Samkvæmt mansalsákvæðinu þurfum við að sýna fram á verknað, aðferð og hagnýtingu fólks sem get- ur reynst erfitt. Það er nánast krafa að þolandinn óski eftir aðstoð- inni og beri kennsl á vandamálið. En eðli málanna er ekki endilega þannig háttað. Þolandinn getur ver- ið að koma úr enn verri aðstæðum og sættir sig því við aðstæðurnar sem hann er í. Það þýðir ekki að við eigum að nota það sem viðmið. Brotin verða ekkert skárri þótt einstaklingurinn komi úr enn verri aðstæðum. Að mínu mati þarf að skilgreina nauðungarvinnuna betur í lögum. Sambærileg ríki í kringum okkur hafa innleitt ákvæði um að það sé bannað að misnota starfs- fólk. Sú skilgreining gæti til dæmis komið inn í íslenska vinnulöggjöf og þá með refsiheimild. Það gæti gert okkur auðveldara að ná utanum málin. Við viljum sjá skilgreiningu Alþjóða vinnumálastofnunar lög- festa á Íslandi um að það sé bannað að misnota starfsmenn. Hún hef- ur aldrei verið íslenskuð en fjallar um það sem kallast Forced Labor. Norðmenn hafa sem dæmi lögfest skilgreiningu Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar. Einnig þarf að lög- festa keðjuábyrgðina þannig að að- alverktakinn beri ábyrgð á öllum verkhlutum, líka þeim sem undir- verktar sinna.“ Snorri segir kennitöluflakk einnig áberandi meðal þeirra fyrirtækja sem misnota fólk. Drífa Snædal „Það þarf að virkja aðgerðaáætl- un gegn mansali og setja peninga í það. Við erum einnig spennt fyrir að ydda löggjöfina betur og það þarf að vera refsiákvæði við brotunum. Mörg Evrópulönd hafa tekið upp hegingarlagaákvæði gegn því þegar fólk er ábyrgt fyrir vinnu sem sam- ræmist ekki mannlegri reisn eða virðingu, en á ensku er hugtakið human dignity. Holland hefur til dæmis lög um þetta. Slík löggjöf myndi ná yfir slæman aðbúnað fólks líka, ekki bara launakjör. Það þarf einnig að virkja keðjuábyrgð- ina í lögum svo yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktakanum. Og girða fyrir kennitöluflakk með því að takmarka með lögum hvað ein og sama manneskjan getur stofnað fyrirtæki oft og keyrt það í þrot.” II Hvað þarf að breytast til að stöðva málin? AÐBÚNAÐUR STARFSFÓLKS Í HÓTELBRANSANUM FER EKKI ENDILEGA EFTIR VERÐMIÐANUM Á HÓTELHERBERGINU.“ Engin ákæra Engin ákæra III Hvert er eðli fyrirtækjanna sem brjóta á fólki? Ólafur Þór Hauksson héraðsak- sóknari „Við hjá embætti Héraðssaksóknara eigum aðeins öðruvísi aðkomu að þessum málum en að vera bein- línis að skoða vinnumansal. Þau mál hafa þó vissulega komið upp í tengslum við aðrar rannsóknir hjá okkur. Til dæmis í rannsóknum á hegningarlaga- og skattalagabrot- um sem tengjast atvinnustarfsemi. Þá rannsökum við hvort um skatt- svik eða vanskil á opinberum gjöld- um er að ræða. Fyrirtækin sem hlut eiga að máli, koma sér hjá því að borga opinber gjöld og borga ekki laun í samræmi við kjarasamn- inga. Við sjáum þetta nokkuð í verktakabransanum og höfum vax- andi áhyggjur af þessari háttsemi. Þessu fylgir gjarnan kennitöluflakk sem kemur upp þegar farið er að sverfa að fyrirtækjum sem komin eru í verulegar skuldir og er af þeim sökum lokað af skattayfirvöldum. Kennitöluflakkið lýsir sér þannig að eignirnar eru færðar úr eldra fé- laginu og yfir í nýtt. Skuldirnar eru hinsvegar skildar eftir. Starfsemin heldur svo áfram á annarri kenni- tölu og þetta mynstur getur endur- tekið sig nokkuð oft þótt skiptastjór- ar reyni auðvitað að endurheimta sem mest inn í þrotabú eldri félaga. Vanhöld á lífeyrissjóðsgreiðsl- um fylgja þessu einnig. Yfirleitt eru þetta samhangandi brot sem hafa það leiðarljósi að hámarka verðmæti sem tekin eru út úr fyr- irtækjunum af þeim sem að þessu standa. Ef við höfum grun um man- sal í þessum málum þá hnippum við í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þar sem er sérþekking á þessum til- teknu málum.“ Heimsferðir bjóða nú í fyrsta skipti borgarferð í beinu flugi til Porto í Portúgal, en borgin var árið 2014 kjörin besti borgaráfangastaður Evrópu. Porto er önnur stærsta borg Portúgal og dregur landið nafn sitt af henni. Hér mætast mikil saga, falleg byggingarlist, blómleg menning, ljúffengur matur og mögnuð upplifun. Borgin stendur við Douro-ána, hún er hæðótt og margar byggingar eru byggðar beint inn í klettana. Gamli bærinn í Porto er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar eru göturnar þröngar og brattar, byggingarnar litríkar og fallegar og vekja upp þá tilfinningu að maður hafi ferðast aftur í tímann. En Porto er ekki síður nútímaleg borg en söguleg. Nýrri hverfin eru full af einstöku andrúmslofti, lífi og mikilli grósku. Auk þess er frábært að versla í Porto, hér er að finna fjölmargar alþjóðlegar verslunarkeðjur, stórar verslunarmiðstöðvar, fjöruga markaði og einstakar litlar verslanir með portúgölskum listmunum og hönnun. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 77 86 3 Frá 99.895 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Teatro Frá 82.995 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Via Gale Porto Frá 84.395 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Frá 79.995 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Dom Henriqu Hotel Cristal Porto PORTO Nýr áfangastaður 1. des. í 3 nætur Frá kr. 79.995 m/morgunmat BEINT FLUG

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.