Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 14

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 Þóra hjálpaði mér að baka sjálfa kökuna, svo kem ég og skreyti þetta sko,“ segir Bjarni Benediktsson í nýju kosningamyndbandi. Hann er með svuntu og hveiti á nefinu, eins og algjör heimilisdraumur í dós. Þeir gerast ekki flottari en þetta bakaradrengirnir. Myndmálið í aðdraganda kosn- inganna er löðrandi í sykri og feiti eins og kakan hans Bjarna ( fyrirgefið, sem konan hans Bjarna bakaði og Bjarni skreytti). Í útgáfu áramótaskaupsins er næsta víst, að atriðið verði látið heita, Bjarni étur köku. Vigdís Hauksdóttir gaf upp bolt- ann með Litlu gulu hænuna og stolnu fjaðrirnar. Það er ekki sú út- gáfa sem er kennd í barnaskólum en þessi er lesin í ungliðahreyf- ingu Framsóknarflokksins. Nú er spurningin hvort litla gula hænan hafi bakað kökuna hans Bjarna. Við borðstofuborðið á stjórnarheimil- inu hjá Bjarna bíður öll fjölskyldan spennt eftir kökunni (sem Bjarni bakaði reyndar ekki sjálfur en skreytti með stolnum fjöðrum). Þarna eru frænkurnar, Eygló og Ragnheiður Elín, Sigurður Ingi og Sigrún, Ólöf og Gunnar Bragi og Kristján Júl. Sigmundur Davíð lúr- ir bak við stein, handan við stjórn- arráðið og nuddar aumt stélið. Stél- fjaðrirnar taka sig vel út á kökunni hans Bjarna og gestirnir í kökuboð- inu sleikja útum. Og svo fer Bjarni að skammta. Það atriði bíður skaupsins en ég get þó skýrt frá því að það fór allt í háaloft í boðinu. Bjarni reyndist ætla að éta kökuna sjálfur að stór- um hluta. Hann stangaði úr tönnun- um með stélfjöðrunum og hrinti Ragnheiði Elínu litlu þegar hún ætl- aði að fá sér sneið. En, það eru fleiri flinkir bakarar en Bjarni. Ef kosningarnar væru kökubasar, þar sem hver og einn kæmi með sína köku handa kjósendum. Hvernig myndu þær líta út? Kakan hans Bjarna væri klárlega framlag Sjálfstæðisflokksins, bökuð af konu og skreytt af karli. Hún liti svo sem nógu vel út á yfirborðinu, með öllum þessum glassúr, en væri óholl og aðeins útvaldir fá að smakka. Og kaka Pírata. Jú gefum Birgittu Jónsdóttur orðið. Hún birti einmitt mynd af köku á Facebook síðu sinni þar sem hún vildi ekki vera minni manneskja en Bjarni en þó má greina undir niðri hinn napra tón öfundsýkinnar. „Þó að ég sé opin bók, þá finnst mér að börnin mín eigi rétt á sinni friðhelgi. Þannig að ég mun ekk- ert vera að birta neinar myndir af mér að skreyta kökur, en hér er ein mynd af köku sem við mamma gerðum saman fyrir langa löngu þegar frumburður minn varð sex ára. Þetta var einmitt afmælis- veislan sem ég neyddist til að taka minn fyrsta yfirdrátt hjá bankan- um fyrir sem var um 20.000 krónur til að geta haldið afmæli fyrir son minn. Þvílíkur okurvextir sem eru af slíkum lánum……“ Þá vitum við það. Köku Pírata er haldið leyndri vegna friðhelgi heim- ilanna en þó skal upplýst að fyrir innihaldinu var tekið okurlán að upphæð 20.000. Þetta hljómar eins og mjög dýr kaka. Vonandi var þetta ekki hasskaka? Kaka Framsóknarflokksins, féll í ofninum. En með rjóma má laga flest slys, þótt hætt sé við því að við- stadda gruni hvað sé undir rjóm- anum og þeir sneiði hjá kökunni. Rjóminn er líka dálítið súr. Kaka Samfylkingarinnar bókstaf- lega brann við í ofninum. Það var verið að rífast á flokksheimilinu og enginn hafði rænu á því að gá að kökunni. Samfylkingin hefur líka, samkvæmt myndmálinu í kosninga- baráttunni, of mikið að gera, að út- skýra fyrir hinum barnalegu, illa upplýstu kjósendum hvernig kaupin gerast á eyrinni. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hún standi líka í kökubakstri. Kaka Vinstri grænna, er gulrót- arkaka, ákaflega holl og trefjarík en talsvert hörð undir tönn og ekki alveg nógu bragðgóð. Það er líka búið að sneiða algerlega hjá hvítum sykri en lífrænir bananar bjarga kökunni fyrir horn. Og kaka Bjartrar framtíðar, kem- ur á óvart. Hún gamaldags souffle (en úr pakka) og spennandi að sjá hvað hún getur þanist út áður en hún springur. Viðreisnarkakan er innflutt (ég meina alþjóðleg) með sykurglassúr. Enginn hafði tíma til að baka köku, það var svo mikið að gera, en það var hægt að fá mjög fína köku frá Póllandi fyrir lítið verð. Ef horft er framhjá bragðgæðum, rotvarnar- efnum og öðrum óhollum aukaefn- um, er þetta ágætis díll ef maður nennir ekki að standa í eldhúsinu. Og nú eru bara smákökur eftir í pottinum. Formaður Þjóðfylkingarinnar ætlaði að baka smáköku að morgni en gleymdi að taka hana út að kvöldi. Það segir því ekki meira af þeirri smáköku. Hinar smákökurnar dreymir um að verða tertur en það er ólíklegt að sá draumur rætist fyrir kosningar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir BJARNI BAKAR KÖKU Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Og nú baka allir flokkarnir köku ... Hjá Alþýðufylkingunni fá allir hnífjafna sneið af Lenín GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 NÝ KYNSLÓÐ - NÝIR EIGINLEIKAR Innbyggt GPS Mælir Hjartslátt Vatnshelt að 50 metrum Alhliða þjálfunar forrit Sérblað um Barnaafmæli Þann 21. október auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.