Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 26

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 15. október 2016 GOTT UM HELGINA Fm Belfast og Kött grá pé á Húrra Stuðsveitin FM Belfast og skemmtiskáldið og tónlistarmað- urinn Kött Grá Pje sameina krafta sína og halda dansiball á skemmti- staðnum Húrra á Tryggvagötunni. Mælt er með að koma léttklæddur því maður fer ekki án heim eftir skemmtun eins og þessa án þess að taka allavega nokkur dansspor. Hvar? Húrra Hvenær? Í kvöld klukkan 21 Hvað kostar? 2.500 kr. Hulla Grill Fjöllistamaðurinn Hulli heldur upp á 39 ára afmæli sitt með því að fá góða kunningja með sér í lið og fá þá til að gera grín að sér fyrir gesti Café Rosenberg. Þetta verður óvægið og hjartnæmt í senn en fyrst og fremst fyndið. Hvar? Café Rosenberg Hvenær? Í kvöld klukkan 22 Hvað kostar? Ekkert Rúnar góði - útgáfupartý Barnabókin Rúnar Góði eftir Hönnu Borg Jónsdóttur er nýkom- in úr prentvélunum og því ber að fagna með útgáfugleði. Bókin er skrifuð út með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi til þess að kynna fyrir lesend- um réttindi barna á skemmtilegu formi. Friðrik Dór kemur og tekur lagið og verða veitingar í boði. Partý sem allir verða að láta sjá sig í. Hvar? Kex Hostel Hvenær? Sunnudag klukkan 14 Hvað kostar? Ekkert Fargo á Svörtum sunnudögum Bílasölumaðurinn Jerry Lundengaard og vaska lögreglu- konan Marge Gunderson mæta á hvítatjaldið í Bíó Paradís á sunnu- dag í kvikmyndaröðinni Svartir sunnudagar. Kvikmyndin Fargo eftir Coen bræðurna er stórmynd og um að gera að missa ekki af tækifærinu að sjá hana aftur í bíó. Hvar? Bíó Paradís Hvenær? Sunnudagskvöld klukk- an 20 Hvað kostar? 1.600 kr. Í svörtum fötum á Spot Það er komið að því að pússa dansskóna því hljómsveitin Í svörtum fötum ætlar að skemmta landanum á Spot í kvöld. Gestir geta átt von á danseinvígi og er fólk er hvatt til að koma með góða skapið til að gera kvöldið ógleymanlegt. Hvar? Spot Hvenær? Í kvöld klukkan 23.55 Hvað kostar? 3.000 krónur Sígildir sunnudagar Jónína Björt Gunnarsdóttir söngkona og Ásbjörg Jónsdótt- ir píanóleikari spila á tónleik- um Sígildra sunnudaga nú um helgina. Tónleikaröðin býður unga tónlistarmenn velkomna til tónleikahalds til að sýna sig og sanna í Hörpu og ættu tónlistarunnendur ekki að láta þetta tækifæri til að heyra ferska og ljúfa tóna fram hjá sér fara. Hvar? Harpa Hvenær? Sunnudag klukkan 17 Hvað kostar? Ekkert. Bangsaspítalinn Í dag er alþjóðlegi Bangsa- dagurinn og í tilefni þess verður haldin hinn árlegi Bangsaspítali á Barnaspít- ala Hringsins. Börn og for- eldrar eru hvattir til að koma með veika bangsa og munu læknanemar kíkja á bágtið, veita böngsunum þá aðhlynn- ingu sem þeir þurfa á að halda og gefa góð ráð. Hvar? Barnaspítali Hringsins Hvenær? Í dag klukkan 11 til 16 Hvað kostar? Ekkert BÆTUM SAMSKIPTIN Inntak Samskiptaboðorðanna snýst um að horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa. Það er ævinlega einhver ástæða fyrir hegðun okkar og líðan. Skýringuna er að finna í persónuleika okkar, lífsreynslu og viðhorfunum til okkar sjálfra. Í samskiptum við aðra verður líka til reynsla sem nauðsynlegt er að horfast í augu við af heiðarleika. www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Metsölulisti Eymundsson HANDBÆKUR VIKA 40 1.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.