Fréttatíminn - 15.10.2016, Side 39
Ég horfi töluvert á sjónvarp en
mjög sjaldan til þess eins að horfa
á sjónvarp. Ég er yfirleitt með það
í gangi þegar ég er heima hjá mér
hvort sem ég er að þrífa, taka til
eða lesa. Sjónvarpsseríur krefjast
mismikillar athygli að sjálfsögðu
og því er tilvalið að gera eitthvað
sniðugt á meðan. Ég vinn á aug-
lýsingastofu þar sem vinnutíminn
getur oft verið lengri en 9-5 svo
það gefst ekki alltaf mikill tími til
að horfa á sjónvarpið. En þegar
tími gefst finnst mér mjög
gaman að hámhorfa á heilu
seríurnar.
Ég er mest fyrir krimma
og hrollvekjur - það á
bæði við um sjónvarps-
þætti og bíómyndir.
Ásamt því er ég mikið
fyrir góðar heimildar-
myndir, Making a Murderer,
Amanda Knox og Bottled
Life til að nefna
nokkrar.
Í uppáhaldi eru
Sherlock Homes,
Criminal Minds,
Game of Thro-
nes og House
of Cards. Ásamt því er ég
sjúk í góða grínþætti svo
sem Brooklyn Nine-Ni-
ne, Modern Family og
Family Guy. En svo get
ég alveg misst mig í ein-
hverju allt öðru, t.d. raun-
veruleikaþáttum á borð
við Ink master, X factor,
Masterchef og Survivor.
Já, ennþá.
Að undanförnu hef
ég verið að klára síðustu ser-
íu af House of Cards og horft á
nokkrar góðar heimildarmyndir, þá
ber helst að nefna Amöndu Knox
heimildarmyndina, sem er rosalega
vel gerð og skilur mann eftir sem
eitt spurningamerki. Heimildar-
myndin um Marinu Abramovic og
Ulay sem heitir The Lovers er líka
dásamleg.
Ég á Narcos alveg eftir og svo
var verið að benda mér á heim-
ildamyndina „When Louis met
Jimmy“ sem er seinni heimildar-
myndin sem Louis Theroux gerir
um Jimmy Savile. Hlakka mikið til
að tékka á henni. Takk Aron.
Sófakartaflan
Júlía Skagfjörð, online ráðgjafi
hjá Íslensku auglýsingasto-
funni.
Gaman að hámhorfa á heilu seríurnar
Hlédís á ferðalagi
N4 mánudagur kl. 20 Að
vestan
Hlédís Sveinsdóttir ræðir við
áhugavert fólk á Vesturlandi og
skoðar hvað er í boði í fjórðungn-
um.
Borgarstjórinn
Jón Gnarr
Stöð 2 sunnudag kl. 19.35
Borgarstjórinn
Fyrsti þáttur í nýrri grínþáttaser-
íu Jóns Gnarr sem ætti að þekkja
umfjöllunarefnið vel eftir fjögur ár
í embætti sjálfur. Með önnur hlut-
verk fara Pétur Jóhann Sigfússon,
Helga Braga Jónsdóttir og fleiri.
Næturvörður flæk-
ist inn í alþjóðlega
vopnasölu
RÚV mánudagur kl. 21.10
Næturvörðurinn - lokaþáttur
Áttundi og síðasti þátturinn í
þessum frábæru spennuþáttum
sem gerðir eru eftir sögu John
le Carré. Tom Hiddleston leik-
ur breskan næturvörð á hóteli í
Kaíró sem dregst inn í óvænta
atburðarás þegar hann kynn-
ist breska auðjöfrinum Richard
Roper sem er alþjóðlegur vopna-
sali. Hugh Laurie leikur Roper og
Elizabeth Debicki kærustu hans
en hún og næturvörðurinn Pine
fella hugi saman. Pine er nú kom-
inn inn í innsta hring vopnasalans
og í þessum síðasta þætti kemur
í ljós hvort honum tekst að fella
hann í samstarfi við útsendara
bresku leyniþjónustunnar sem
Olivia Colman leikur. Þættirnir
hlutu tólf tilnefningar til Emmy-
-verðlaunanna. Leikstjóri er hin
danska Susanne Bier.
Mikið fyrir heimildar-
myndir Júlía Skag-
fjörð var mjög hrifin
af heimildarmyndinni
um Amöndu Knox
sem hægt er að
nálgast á Netflix.
Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar
og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur
því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar-
ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a.
til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur.
Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að
búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs,
eins og maturinn væri í raun matreiddur í eld-
húsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna
úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur,
Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3
og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir
réttir, fullir af þarflegum næringarefnum.
Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.
…sjónvarp7 | amk… LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2016