Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 40

Fréttatíminn - 15.10.2016, Page 40
alla föstudaga og laugardaga Bangsaspítali á Hringnum Um helgina verður starfræktur bangsaspítali á Barnaspítala Hringsins og tilvalið er að fara þangað með börn til að fyrirbyggja hræðslu við lækna. Uma Thurman í forræðisdeilu Geta ekki náð sáttum um uppeldi dóttur sinnar. Gera heimildarmynd um ævintýraferð Fjallabræðra Meðlimir hljómsveitarinnar Fjallabræðra lögðust í mikla för til London á dögunum. Hljómsveitin tók upp ellefu lög fyrir nýja plötu sem kemur út fyrir jólin. Upp- tökurnar fóru fram í hinu goð- sagnakennda hljóðveri Abbey Road, sem starfrækt hefur verið síðan 1931 og frægast er fyrir samnefnda plötu Bítlanna sem þar var tekin upp. Fjallabræður eru 53 talsins en auk þeirra sungu inn á plötuna Lay Low, Mugison, Jónas Sig, Magnús Þór Sigmundsson, Sveinbjörn Hafsteinsson, Sverrir Bergmann og Unnur Birna Bassa- dóttir. Þrír kvikmyndagerðarmenn frá Republik voru einnig með í för og festu þeir þetta mikla ævintýri á filmu. Lárus Jónsson er leik- stjóri myndarinnar, Víðir Sigurðs- son tökumaður og Hannes Frið- bjarnarson framleiðandi. Stefnir á að opna blogg Snapchat-drottningin og feg- urðardísin Manúela Ósk Harðar- dóttir er flutt til Los Angeles þar sem hún stundar nám við FIDM college og lærir inn á samfélags- miðla með áherslu á hönnun og tísku. Manúela ætti standa fram- arlega í náminu með sína reynslu af samfélagsmiðlum, en hún hefur verið mjög virk bæði á snapchat og instagram í töluverðan tíma. Hún deildi því með fylgjendum sínum á snapchat nýlega að eitt af verk- efnunum í skólanum væri að opna bloggsíðu og spurði hún um skoð- anir fólks á þeim miðli, hvort blogg- ið væri ekki bara dautt. En það verður gaman að sjá hvort verkefnið verður að veruleika og við fáum að fylgjast með ævintýrum Manúelu í Los Angeles í rituðu máli. Getur hvorki drukkið kaffi né Pepsí Max Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, tilkynnti fylgjendum sínum það á dögunum að hún ætti að von á barni. Komu fréttirnar mörg- um á óvart, enda ekki langt síðan Guðrún var með stórar yfirlýs- ingar um að barneignir væru ekki á döfinni. En með barni er hún engu að síður og hafa fyrstu vikur meðgöngunn- ar farið heldur illa í hana. Morgunógleðin hefur tekið öll völd og Guðrún getur hvorki drukkið kaffi né Pepsí Max, sem henni þykja skelfileg örlög. Óskaði hún í vik- unni eftir hugmyndum að nýjum drykkjum sem hún gæti svalað þorstanum með, á meðan þetta aga- lega ástand varir. Fyrir dómstóla Busson vill fá að taka miklvægar ákvarðanir er varða dótturina. Mynd | Getty Leikkonan Uma Thurman og barnsfaðir hennar, milljarðamær- ingurinn Arpad Busson, eru á leið fyrir dómstóla vegna forræðisdeilu yfir þriggja ára dóttur þeirra. Thurman og Busson fóru að hittast árið 2007 og var samband þeirra alla tíð mjög stormasamt, alveg þar til því lauk skömmu eft- ir að dóttirin fæddist. Thurman hætti til að mynda tvisvar við brúðkaup þeirra. Ekki er nema ár síðan þau náðu sáttum um forræði dótturinnar og umgengnisrétt Busson, en nú hefur hann lagt fram kröfu um meiri umgengni og vald til að taka mikilvægar ákvarðanir er varða líf dótturinnar. Þegar sættir náðust á síðasta ári skrifuðu þau bæði undir skjal um hvernig þau ætluðu að ala dóttur sína upp saman næstu þrjú árin, en eitthvað virðist ekki hafa gengið upp hvað það varðar. ÁRSHÁTÍÐIR OG FAGNAÐARFUNDIR Hótel Örk | Hveragerði | sími 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is Á Hótel Örk býðst glæsileg aðstaða í einstöku umhverfi til að halda stóra og smáa fundi, árshátíðir og önnur mannamót. NÚNA ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ PANTA FYRIR HÓPINN ÞINN! Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 eða á booking@hotelork.is Öll aðstaða á Hótel Örk er til fyrirmyndar. Sjö salir eru í boði sem taka 10–300 manns, veitingastaðurinn HVER býður upp á a la carte matseðil og hópmatseðil en auk þess státar hótelið af bar, sundlaug, gufubaði og heitum pottum. Gestir hótelsins geta einnig spilað snóker, borðtennis, pílukast og við hótelið er 9 holu golfvöllur. Allt þetta, auk fjölmargra afþreyingarmöguleika í nágrenni hótelsins, tryggir einstaka og eftirminnilega ferð. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 64 32 4

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.