Fréttatíminn - 15.10.2016, Qupperneq 42
Rafbílar eru framtíðin
Stálu bílasýningunni í París
Bílasýningunni í París lýkur um helgina en bílaáhugamenn hvaðanæva
að hafa flykkst til borgarinnar til að berja augum allt það nýjasta í bíla-
iðnaðnum. Segja má að rafbílar hafi stolið sýningunni í fyrsta skipti en
þeir voru fyrirferðamestir af þeim nýju bílum sem kynntir voru á þessari
yfirgripsmiklu sýningu. Meðal þeirra sem kynntu til sögunnar nýja
rafbíla voru Opel, Volkswagen, Mercedes-Benz og Renault. Keppikefli
framleiðendanna er að finna leið til að bílarnir drífi sem lengst á einni
hleðslu og er vegalengdin alltaf að aukast. Renault kynnti uppfærslu á
Renault Zoe sem er mest seldi rafbíll í Evrópu en drægnin hefur nú tvö-
faldast. Nýr Volkswagen Golf sem er 100% rafdrifinn mun líta dagsins
ljós árið 2020 og Mercedes-Benz mun hefja framleiðslu á lúxusrafbílum
eftir tvö ár. Það er augljóst að rafbílar eru framtíðin.
Renault Zoe Mest seldi rafbíll Evrópu.
Ég tók þá ákvörðun þegar ég gerði bílinn upp að ég myndi nota hann, að þetta yrði ekki neinn sunnudagsbíll. Þannig
að nú er íþróttataskan í skottinu
og drasl í aftursætinu,“ segir
Guðfinnur Einarsson um forláta
Mercedes Benz bíl sinn.
Keyrður sex mánuði á ári
Guðfinnur ekur um á Benz 280
E frá árinu 1980 sem hefur ver-
ið í eigu fjölskyldu hans frá upp-
hafi og Guðfinnur gerði upp fyrir
skemmstu.
Bíllinn var upphaf lega í eigu
afa og ömmu Guðfinns. Afi hans
og nafni var framkvæmdastjóri í
Bolungarvík og amma hans heit-
ir María Haraldsdóttir. Eftir frá-
fall Guðfinns eldri árið 2000 tók
sonur hans, Einar K. Guðfinnsson,
fráfarandi forseti Alþingis, við bif-
reiðinni en árið 2007 var svo kom-
ið að Guðfinni yngri.
Mjög sterkar hefðir hafa fylgt
Benz-inum frá því Guðfinnur tók
við honum. „Ég tek bílinn út 17.
apríl sem er afmælisdagur Maríu
ömmu sem átti bílinn. Ég sæki
hana á afmælisdaginn og við förum
í bíltúr og fáum okkur kaffi. Svo fer
bíllinn inn 17. október en það var
afmælisdagur Guðfinns afa míns.
Ég fylgi þessum dagsetningum al-
veg. Þegar við vorum að gera bílinn
upp þá var það alveg skýrt að hann
skyldi vera tilbúinn 17. apríl. Menn
voru bara að líma númeraplötuna
á daginn fyrir.“
Var orðinn illa ryðgaður
Guðfinnur ákvað í byrjun árs 2013
að gera bílinn upp en það þótti
löngu tímabært.
„Bíllinn sjálfur var í góðu
ásigkomulagi, hann var bara
orðinn illa ryðgaður og farinn að
morkna. Þetta var því mikil ryð-
bætingarvinna og sprautun,“ segir
Guðfinnur sem segir að sitt hlut-
verk í endurbótunum hafi að mestu
falist í því að útvega varahluti. Að
öðru leyti hafi hann notið aðstoð-
ar annarra.
„Þetta voru allt original varahlut-
ir, nýir og ónotaðir. Bíladoktorinn
Rúnar var mér innan handar við
það. Þetta tók allt í allt rúmlega ár
og það var furðulítið óvænt sem
kom upp á,“ segir Guðfinnur sem
kveðst ekki sjá eftir því að hafa ráð-
ist í kostnaðarsamar endurbætur
á bílnum.
„Heldur betur ekki, þetta er eitt
ánægjulegasta verkefni sem ég hef
tekið þátt í.“
Ætluðu að panta vínrauðan bíl
Afi og amma Guðfinns sóttu bílinn
til Reykjavíkur árið 1980. Þau töldu
sig vera að sækja vínrauða þýska
glæsikerru en fyrir misgáning hafði
verið pantaður einn appelsínugul-
ur. Segir Guðfinnur yngri að sumir
í fjölskyldunni hafi vart getað sér
á heilum tekið yfir þeim skiptum
og jafnvel hafi verið rætt um að
selja bílinn. Afi hans hafi þó tekið
tíðindunum með ró og úr varð að
appelsínuguli Benzinn hefur fylgt
fjölskyldunni æ síðan. Upphaflega
var skráningarnúmer hans Í 130 en
það er nú einkanúmer Maríu Har-
36 ára og í fullu fjöri Guðfinnur Einarsson keyrir um á appelsínugulum Benz sem hefur verið í fjölskyldu hans síðan hann kom á götuna árið
1980. Hann gerði bílinn upp fyrir rúmum tveimur árum. Mynd | Hari
Appelsínugula fjölskyldudjásnið
Guðfinnur Einarsson keyrir um á appelsínugulum Benz sem afi hans og amma keyptu nýjan árið 1980.
Hann gerði bílinn upp fyrir skemmstu og vekur þessi forláta bíll mikla athygli hvert sem hann fer.
aldsdóttir, ömmu hans. Guðfinnur
yngri fékk í staðinn númerið Í 3 á
Benzinn, en það var á sínum tíma
númerið á bíl langaafa hans, Einars
Guðfinnssonar athafnamanns í Bol-
ungarvík.
„Ég náði með því að tengja þenn-
an bíl við fjórar kynslóðir,“ segir
Guðfinnur stoltur.
Bíllinn vekur mikla athygli
Aðspurður segir Guðfinnur að bíll-
inn veki mikla athygli hvert sem
hann fer. „Það líður varla dagur
án þess að einhver veifi til manns í
umferðinni og reglulega gefur fólk
sig á tal við mig á förnum vegi. Það
eru til dæmis margir Vestfirðingar
sem muna eftir bílnum og svo eru
margir sem áttu svipaða bíla á sín-
um tíma,“ segir Guðfinnur.
Hvað með stelpurnar, eru þær
ekki spenntar fyrir bílnum?
„Þó bíllinn veki athygli hvert
sem hann fer hef ég nú bara fengið
hrós frá karlmönnum. Þótt stelp-
unum finnist bíllinn eflaust flottir
þá eru þær ekki beint að láta það í
ljós,“ segir Guðfinnur í léttum tón.
Vinsældir Benz-ins eru þó slíkar
að hann fleiri hafa falast eftir hon-
um eftir endurbæturnar.
„Ég hef verið að lána hann í
brúðkaupsveislur til vina og vanda-
manna. Svo fór hann í pílagríms-
ferð vestur, hann er auðvitað upp-
haflega frá Bolungarvík. Sú ferð
var farin á sjö klukkutímum eins
og ökuferðin var þegar ég var
krakki, með voldugum stoppum á
leiðinni. En á bakaleiðinni var ég
búinn að gleyma því enda er bíllinn
svo kraftmikill. Þá tók þetta ekki
nema hefðbundinn fimm og hálf-
an tíma,“ segir hann en Benzinn er
sex sílindra og 185 hestöfl.
En þótt Guðfinnur kunni því
vel að keyra um á Benzinum góða
heldur hann sig við reglurnar og
á mánudag fer bíllinn inn í skúr
næsta hálfa árið. Undanfarið hef-
ur hann haft yfir tveimur bílum að
ráða en nú ber svo við að hann ætl-
ar að vera bílllaus fram á vor.
„Já, í vetur skal það vera Strætó.
Þetta eru bara sex mánuðir sem
þarf að brúa og nú ætla ég að prófa
að skipta á einum appelsínugulum
Benz yfir í einn af þessum gulu,
stóru.“
Þetta voru
allt original
varahlutir, nýir og
ónotaðir. Bíladokt-
orinn Rúnar var mér
innan handar við
það. Þetta tók allt
í allt rúmlega ár og
það var furðulítið
óvænt sem kom upp
á.
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 20162 BÍLAR
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR
GERÐIR JEPPA OG
JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900