Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 15.10.2016, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 15.10.2016, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 201610 BÍLAR Bílaflutningar Starfsmenn Króks eru þrautreyndir í bílaflutningum enda er lítil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu en mikil reynsla. Mikil aukning Sífellt meira er að gera í því að þjónustu erlenda ferðamenn þegar bílar þeirra bila hér á landi. Öflugur floti Í flota Króks fimm sæerhæfðir bílaflutninga- og björgunarbílar og vélaflutningavagn. Vinnuvélaflutningar Flutningar á vinnuvélum verða æ algengari hjá Króki. Leiðandi í flutningum og björgun ökutækja Krókur hefur í tæpa þrjá áratugi boðið upp á dráttarbílaþjónustu en starfsemin hefur víkkað mikið út síðan þá. Nú rekur Krókur uppboðsvef þar sem seldir eru bílar og sér um að þjónusta erlenda ferðamenn á eigin bílum, svo fátt eitt sé nefnt. Unnið í samstarfi við Krók. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og ég er búinn að vera hérna síðan 1990. Velgengni okkar og langlífi byggir mik- ið á því að við erum með góðan hóp af starfsfólki. Hér er lítil starfs- mannavelta en mikil reynsla,“ segir Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Króks. Krókur er leiðandi aðili í flutning- um og björgun ökutækja á Íslandi auk þess sem félagið rekur þjón- ustumiðstöð fyrir tjónaökutæki. Þá rekur Krókur uppboðsvefinn www. bilauppbod.is sem nýtur mikilla vinsælda og er sífellt stærri hluti af starfseminni. Krókur býður einnig upp á ástands- og tjónaskoðun á bílum, verðmat og vegaaðstoð. „Aðstoð við erlenda ökumenn er vaxandi þáttur í starfseminni. Stór hluti af því eru ökumenn sem koma með Norrænu á eigin bílum. Þá erum við að vinna fyrir erlend trygginga- félög og bílaklúbba. Það er nefni- lega ekki gott að sitja við skrifborð úti í London og þurfa að fást við bilaðan bíl á Kili eða Sprengisandi. Þá er gott að eiga hauk í horni á Íslandi.“ „Upphaflega var Krókur bara dráttarbílaþjónusta en árið 1990 fórum við að vinna fyr- ir tryggingafélögin og síðan þá hefur starfsemin víkkað út á alla kanta,“ segir Gísli. Krókur hefur yfir að ráða öflug- um bíla- og tækjakosti til flutninga. Til að mynda eru í flota Króks fimm sérhæfðir bílaflutninga -og björg- unarbílar og vélaflutningavagn. Auk þess á Krókur sérhæfðan dráttar- bíl og tækjaflutningabíl sem hentar tækjum og stærri bílum. Þjónust- an er í boði allan sólarhringinn, allt árið um kring og mikill metnaður er lagður í stuttan viðbragðstíma. Þjónustusími Króks er 522-4600. Krókur tekur bæði að sér flutning á ökutækjum sem lent hafa í óhöppum á höfuðborgarsvæðinu fyrir tryggingafélög en einnig fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Vinnu- vélaflutningar hafa til að mynda aukist talsvert hjá okkur,“ segir Gísli. Þjónustumiðstöð Króks er að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Sautján starfsmenn vinna hjá Króki. „Við erum með 3.300 fermetra húsnæði og mikið útisvæði,“ segir Gísli. Er starfsemin alltaf að aukast og stækka hjá ykkur? „Já, þetta endurspeglar í raun hvernig púlsinn í þjóðfélaginu er. Það eru hæðir og lægðir. Við sett- um bílauppboðið til að mynda í gang þegar kreppan kom. Þá varð hrun í miklu af starfseminni hjá okkur og bílauppboðið hjálpaði okkur í gegnum þá lægð.“ Gísli segir að bílauppboðið sé alltaf að verða stærri þáttur í starf- semi Króks. „Við erum að selja bíla fyrir tryggingafélög og kaupleigu- fyrirtæki en líka geysilega mikið fyrir einstaklinga. Þetta eru bílar af öllum stærðum og gerðum, bæði skemmdir og heilir. Það er alltaf eitthvað spennandi á síðunni hjá okkur. Við erum nýlega farnir að selja bíla fyrir Ríkiskaup, það bæt- ist alltaf í hópinn,“ segir Gísli. Bílauppboð Króks fer fram á www.bilauppbod.is en þar eru bæði seldir tjónabílar og bílar sem eru í góðu lagi. Einstaklingar geta selt bíla sína þar og segir Gísli að það geti oft verið skilvirkara en að selja í gegnum bílasölur. „Bílarnir eru kannski fimm daga á uppboði og á þeim tíma fær sá sem er að selja tilboð í bílinn sinn. Það er allt staðgreitt og þú færð á þess- um fimm dögum að vita hvað þú getur fengið í peningum fyrir bílinn. Ef þú ferð með hann á bílasölu get- ur hann þurft að standa þar í hálft ár áður en hann selst og þú veist ekki fyrr en þá hvað þú færð fyrir bílinn. Þetta er mjög skilvirkt.“ má fá á heimasíðu Króks, www.krokur.net, og í síma 522-4600. Nánari upplýsingar

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.