Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 2
Þetta eru nýjar upplýsingar fyrir mig, segir Guðlaug Kristjánsdóttir. 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 Efnahagsbrot Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, segir að hann hafi ekki talið nauðsynlegt að upplýsa Seðla- bankann um hvað komi fram í gögnum sem hafi verið fengin úr Seðlabankanum. Bankastjórn Seðlabankans var ekki kunn- ugt um málið fyrr en Kastljós grennslaðist fyrir um það. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands, gekkst við því að hafa brotið trúnað þegar hann upplýsti eiginkonu sína, Helgu Jónsdóttur, sem var lögmað- ur Samtaka fjármálafyrirtækja, um aðgerðir Seðlabankans sólarhring áður en neyðarlögin voru sett að kvöldi mánudags, 6. október 2008. Þetta gerði hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara eftir að hon- um var sýnt endurrit úr símtali sem hann átti við konu sína úr skrifstofu sinni í bankanum. Upplýsingar um efni samtalsins og brot úr símtali þeirra Davíðs og Geirs koma fram í skýrslu embætt- is sérstaks saksóknara eftir yfir- heyrslu yfir Sturlu Pálssyni, í árs- byrjun 2012, sem Kastljós fjallaði um í fyrrakvöld. Brot sem varða þagnarskyldu og trúnað opinberra starfsmanna varða eins árs fangelsi og fyrnast á tveimur árum. Brot Sturlu var því fyrnt þegar hann gaf skýrslu hjá sér- stökum saksóknara árið 2012. Í símtali Sturlu og eiginkonu hans kemur fram að einungis Kaupþingi verði bjargað. Sturla hafði sjálfur áhyggjur af því að bankar væru opnir á mánudeginum og innherj- ar myndu nýta sér upplýsingar um setningu neyðarlaganna til að bjarga hagsmunum sínum. Þess vegna ríkti ströng þagnarskylda á þeim sem komu að málum fyrir hönd ríkisins og Seðlabankans. Ólafur Þór Hauksson segir í sam- tali við Fréttatímann að Fjármála- eftirlitið hafi jafnan frumkvæði að því að rannsaka innherjavið- skipti. Lögreglu sé ekki heimilt að rannsaka slík mál nema að undan- genginni kæru þaðan. Hann segist ekki vita til þess að eiginkona Sturlu Pálssonar hafi verið rannsökuð sér- staklega, en Fjármálaeftirlitið hafi kannað sérstaklega, á árunum 2009 til 2010, viðskipti skráðra innherja í aðdraganda neyðarlaganna. Hann segir þó ljóst að menn hafi hnotið um þetta við rannsókn málsins og telji ástæðu til að spyrja spurninga og það sé vel skiljanlegt. Embætti sérstaks saksóknara hafi þó ekki talið nauðsynlegt að upplýsa Seðla- bankann um innihald gagna sem fengin voru þaðan. Upplýsti Seðlabankann ekki um trúnaðarbrot Ólafur Þór Hauksson segist að ekki hafa talið nauðsynlegt að upplýsa Seðlabankann um innihald gagna þaðan. Mynd | Hari Sturla Pálsson gekkst við því að hafa brotið trúnað þegar hann upplýsti eig- inkonu sína, Helgu Jóns- dóttur, sem var lögmaður Samtaka fjármálafyrir- tækja, um aðgerðir Seðlabankans sólarhring áður en neyðarlögin voru sett. Vændiskonur eru sendar hingað til lands af erlendum glæpamönnum. Útlendir glæpamenn gera út vændiskonur á Íslandi Mansal Ekki leikur grunur á að Íslendingar standi á bak við tvö mansalsmál sem upp komu hér á landi og tengjast umfangsmik- illi lögregluaðgerð Europol. Rúmlega 300 manns voru handtek- in í alþjóðlegum lögregluaðgerðum Europol og samstarfsaðila stofn- unarinnar á dögunum og náði að- gerðin til ríflega fimmtíu landa. Um er að ræða samstarfsverkefni und- ir heitinu Operation Ciconia Alba þar sem ráðist hefur verið gegn skipulagðri brotastarfsemi um allan heim. Fjölmargir, eða um 70, voru handteknir í tengslum við rannsókn- ir mansalsmála, 529 einstaklingar reyndust vera fórnarlömb mansals, þar af tvær konur hér á landi. „Málið er náttúrulega á frum- stigi,“ segir Snorri Birgisson, hjá mansalsdeild lögreglu. Mansalsmál- in tvö snúa að fjórum vændiskonum og er enn of snemmt að segja að kon- urnar séu fórnarlömb í málinu, að sögn Snorra. Spurður hvort grunur leiki á að Ís- lendingar standi að baki mansalinu segir Snorri það ólíklegt. „Það er líklegra að þetta tengist erlendum einstaklingum, eða er- lendum brotahópum sem senda einstaklinga hingað til lands í þess- um tilgangi,“ segir Snorri. Hann segir mikla aukningu á vændi hér á landi meðfram auknum ferða- mannastraumi. Það sé nýr veruleiki hjá lögreglunni. „Þannig að maður er farinn að hafa nokkrar áhyggjur af því hvað það eru orðnir miklir peningar í þessu,“ segir Snorri en Ísland hef- ur hingað til ekki verið í alfaraleið þegar kemur að því að senda erlenda vændiskonur hingað til lands. Þeir sem standa á bak við vændið geta auðveldlega nýtt sér netið til þess að undirbúa komu kvennanna sem staldra yfirleitt stutt við. Þjónusta þeirra er svo auglýst víða á netinu. |vg Ég las þetta bara í blaðinu, segir forseti bæjarstjórnar Sveitarstjórnarmál „Þetta eru nýjar upplýsingar fyrr mig, ég las þetta bara í blaðinu. Ég kannast ekki við að það hafi verið hætt við þessa úttekt,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnar- firði. Snemma á þessu ári var ráðist í gerð út tekt ar á veg um Hafn ar fjarðarbæj ar á því hver væru efna- hagsleg áhrif álversins á bæjarfélagið. Rætt er við Rósu Guðbjartsdóttur, formann bæjarráðs, í Morgun- blaðinu í gær. Hún segir að kjara- deilan í álverinu og yfirvofandi lokun álversins hafi kallað á úttektina og upplýsir að ekki standi til að ljúka við hana en í mars var greint frá því að hún væri á lokastigi. „Mér finnst skipta máli að bærinn fari yfir þessi mál og viti nákvæm- lega hvaða hagsmunir eru undir í atvinnu- og umhverfismálum og skipulagsmálum, svo dæmi sé tek- ið,“ segir Guðlaug. „Það þarf að taka saman á einn stað, það sem snýr að ál- verinu. Ég kannast alls ekki við að það hafi verið hætt við þessa út- tekt,“ segir Guðlaug. Hún segir ekki hafa verið neinn ágreining um út- tektina en þær raddir hafi heyrst að vinnan við hana mætti ekki setja pressu á samningsaðila í kjaradeilu. Sú pressa sé ekki lengur til staðar.“ | þká Á síðustu þremur árum hefur skatt- byrði þess fimmtungs þjóðarinnar sem hæstar hefur tekjurnar minnk- að meðan skattbyrði millitekjuhópa hefur aukist. Þetta er sama þróun og varð á árunum fyrir hrun en hagdeild ASÍ varar við því í nýrri hagspá að ójöfnuður sé að aukast. Árið 2007 voru 20 tekjuhæstu prósent þjóðarinnar með 57 pró- sent allra tekna, en þau 20 pró- sent tekjulægstu voru 2,8 prósent allra ráðstöfunartekna. Þessi þróun snerist við eftir hrun þar sem þeir tekjuhæstu lækkuðu hlutfallslega meira í launum. Hlutdeild lægsta tekjuhópsins fór þó ekki hærra en 3,3 prósent árið 2012 en hefur síð- an farið lækkandi. Hlutdeild efsta tekjuhópsins lækkaði líka árið 2012 og fór í 47,4 en hefur síðan farið hækkandi. Þau 10 prósent sem mest eiga, ráða yfir 64 prósentum alls fjár í landinu. 90 prósent skipta með sér þeim 36 prósentum sem eftir eru. | þká Ójöfnuður eykst Jafnrétti í íþróttum lítið rannsakað Íþróttir Fimm manna teymi hyggst rannsaka jafnrétti í iþróttum á breiðum grundvelli, en forsvarsmaður verkefnisins segir fræðaheiminn ekki hafa velt málinu mikið fyrir sér. „Það var bara eins og enginn í fræðaheiminum hefði pælt í þessu áður,“ segir Hafrún Kristjáns- dóttir, lektor við íþróttafræðisvið tækni- og verkfræðideildar HR, en hún, ásamt tveimur öðrum, ætlar að rannsaka jafnrétti í íþróttum á Íslandi. Auk hennar, standa þau Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR og Margrét Lilja Guð- mundsdóttir, aðjúnkt við íþrótta- fræðisvið, fyrir rannsókninni. Hafrún segir fáar rannsóknir til um málefnið, sem er þó á oddin- um í umræðunni í dag. Þær úttekt- ir sem gerðar hafa verið, hafa ekki verið yfirgripsmiklar. Rannsókn Hafrúnar og félaga er þverfagleg og nær einnig yfir lög- fræðina, en rannsóknin byggist upp á þremur þáttum. Þannig hyggjast þau rannsaka regluverkið, styrk- veitingar og svo stöðu jafnréttis- mála innan íþróttasambanda- og félaga. Efnahagsmál Nú 3 sinnum í viku fimmtudag, föstudag & laugardag auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.