Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 21.10.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 21.10.2016, Qupperneq 8
 551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 22/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 13:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 29/10 kl. 15:00 Lau 12/11 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember! Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fös 21/10 kl. 20:00 Fös 28/10 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 2/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fös 21/10 kl. 19:30 28.sýn Lau 29/10 kl. 20:00 30.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. 8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 PANAMASKJÖLIN: ÍSLENSKUR FISKÚTFLYTJANDI FÉKK TUGMILLJÓNA GREIÐSLUR TIL AFLANDSFÉLAGS Fréttatíminn og Reykjavík Media ehf. birta umfjöllun um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og útgerðarmenn í Panamaskjölunum. Sjólafjölskyldan í Hafnarfirði seldi útgerð í Afríku í gegnum Tortólu. Eigendur fiskútflutningsfyrirtækja eru áberandi á listanum. Landsbankinn í Lúxemborg hélt félögum í skattaskjólum að viðskiptavinum sínum. Útgerðarmaðurinn. Jakob Valgeir Flosason kannast ekki við aflandsfélag í Panama sem lögmannsstofan Mossack Fonseca tengdi við hann. „Það er engin ástæða til að ég ræði það við þig,“ segir Ellert Vigfússon, fjárfestir og fiskútflytjandi sem í gegnum árin hefur átt í fyrirtækj- um eins og Icelandic Group og Sjó- vík, aðspurður um aflandsfélög í skattaskjólum sem tengjast honum og koma fram í Panamaskjölun- um svokölluðu frá lögmannsstof- unni Mossack Fonseca. Ellert spyr fyrst að því að hvernig hann tengist Panamaskjölunum – „Hvað hefur það með mig að gera?“ – þegar hann er spurður að því hvort hann hafi séð umfjöllum fjölmiðla um skatta- skjólsgögnin á þessu ári. Þegar hann er spurður um eitt af félögun- um, Elite Seafoods Panama Corp, sem stofnað var í ágúst árið 2012, bregst hann hins vegar við með því að segja að hann telji ástæðulaust að ræða um félagið við blaðamann. Félög Eggerts í Panamaskjölun- um – hin heita Norys Capital Ltd. og Becot Holding S.A. – eru einung- is þrjú af fyrirtækjunum í gögnum Mossack Fonseca sem tengjast ís- lenskum sjávarútvegi með bein- um eða óbeinum hætti. Ellert, sem fæddur er árið 1955, hefur verið umfangsmikill í fiskútflutn- ingi í gegnum árin og var meðal annars forstjóri Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu. Af íslensk- um aðilum tengdum sjávarútvegi er Ellert einna umsvifamestur í Panamaskjölunum. Eitt af aflands- félögum Eggerts, Norys Capital, fékk til dæmis lánaðar 850 milljón- ir króna frá Landsbankanum í Lúx- emborg árið 2002. Heimsmet Íslendinga Í Panamagögnunum er meðal annars að finna útgerðarmenn, fiskútflytjendur, skipasala og einn fisksala á Íslandi. Fréttatíminn fjall- ar hér um þessi félög í samvinnu við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media ehf. sem eitt íslenska fjöl- miðlafyrirtækja hefur aðgang að gögnunum frá Mossack Fonseca. Panamagögnin urðu fjölmiðlaefni fyrr á árinu og var fjallað um þau í miðlum um allan heim í vor. Birting gagnanna leiddi meðal annars til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar sem forsætisráðherra eftir að upp komst að hann hefði átt hlut í félaginu Wintris á Tortólu sem átti eignir upp á hundruð millj- óna króna. Ekkert land í heiminum átti eins marga fulltrúa í Panamagögnun- um og Ísland, miðað við höfðatölu. Sem dæmi má nefna að um 600 Íslendingar koma fyrir í gögnun- Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Árni Stefán Björnsson Fjárfestir og eigandi smábátaútgerðarinn- ar Rakkanes ehf. Aflandsfélag: Ocean Wealth Capital á Tortólu, Arctic Circle Invest S.A. á Tortólu Berglind Björk Jónsdóttir Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Stenton Consulting S.A. á Tortólu Björgvin Kjartansson Eigandi fiskverkunar- og útflutningsfyrir- tækisins Hamrafells í Hafnarfirði Aflandsfélag: World Wide Seafoos and Trading Consulting á Tortólu Ellert Vigfússon Eigandi og framkvæmdastjóri hjá fiskút- flutningsfryrirtækinu Icelandic Group og Sjóvík Aflandsfélag: Elite Seafood Panama Corp í Panama, Sorell Holding Promotion Ltd. á Tortólu, Norys Capital Ltd. Becot Holding S.A. Goodthaab í Nöf ehf. Fiskútflutningsfyrirtæki í Vestmannaeyjum Aflandsfélag: Hluthafi í Arctic Circle In- vest á Tortólu í gegnum félagið Nafarfoss ehf. Guðmundur Jónsson Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Champo Consulting Limited á Tortólu og Sarin Systems Ltd. á Tortóla Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Fjárfestir og stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum Aflandsfélag: Tantami Venture og Tetris Estate á Tortólu Gunnlaugur Konráðsson Hrefnuveiðimaður Aflandsfélag: Maser Shipping Ltd. á Tortólu, Arctic Circle Invest á Tortólu Haraldur Jónsson Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Sarin Systems Ltd. á Tortóla Jakob Valgeir Flosason Útgerðarmaður hjá Jakobi Valgeiri í Bolungarvík Aflandsfélag: Tengdur við Aragon Partners Inc. í Panama Jón Guðmundsson Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Sarin Systems Ltd. á Tortólu Kristján Berg Ásgeirsson Fyrrverandi eigandi Fiskbúðarinnar Varar og núverandi eigandi Fiskikóngsins Aflandsfélag: Solberg Group Ltd. á Seychelles Kristján Vilhelmsson Hluthafi og útgerðarstjóri Samherja Aflandsfélag: Hornblow Continental Corp á Tortólu Laufey Sigurþórsdóttir Eigandi fiskverskunar- og útflutningsfyrir- tækisins Hamrafells í Hafnarfirði Aflandsfélag: World Wide Seafood and Trading Consulting a Tortólu Marinella R. Haraldsdóttir Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Sarin Systems Ltd. á Tortóla Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Aurora Contintenal Limited á Tortóla Sigurður Gísli Björnsson Eigandi fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks Aflandsfélag: Freezing Point Corp í Panama Theódór Guðbergsson Fiskverkandi og skipasali í Garði á Reykjanesi Aflandsfélag: Huskon International Inc. í Panama, Arctic Circle Invest á Tortólu Valborg María Stefánsdóttir Eiginkona Gunnlaugs Kristinssonar Aflandsfélag: Maser Shipping Ltd. á Tortólu Þorsteinn Vilhelmsson Fjárfestir og einn stofnandi Samherja Aflandsfélag: Viðskipti við Cliffs Invest- ments S.A. á Tortólu Örn Erlingsson Eigandi útgerðarfyrirtækjanna Unga ehf. og Sólbakka Aflandsfélag: Eigandi Arctic Circle Corp í Panama Einstaklingar og fyrirtæki tengd sjávarútvegi og fisksölu í Panamaskjölunum um, 500 Svíar, jafnvel þó þrjátíu sinnum fleiri búi í Svíþjóð en á Ís- landi, og einungis 200 Norðmenn. Íslendingar eiga því einnig Norður- landamet í fjölda einstaklinga og fyrirtækja í gögnunum. Eins og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögn- valdsson vararíkissaksóknari bentu á í leiðara í Tíund, rits embættisins, nú í maí: „Íslendingar voru þannig ekki aðeins mestir og bestir í við- skiptum eins og haldið var fram þegar útrásin stóð sem hæst, með styrkum stuðningi ólíklegasta fólks, heldur virðist Ísland stefna í að setja heimsmet í hlutfallslegri þátttöku landsmanna í því alþjóðarugli sem aflandsheimurinn hefur að geyma.“ Notkun á af landsfélögum var þannig ótrúlega útbreidd á Íslandi. Tekið skal fram að gögnin koma bara frá einni lög- mannsstofu og að miklu f leiri lögmannstofur buðu upp á sambæri- lega aflandsþjónustu og Mossack Fonseca. Gögnin gefa því alls ekki tæmandi mynd af umsvifum Íslendinga í skattaskjólum á árun- um fyrir hrunið 2008 og eftir það. Fyrirtæki á Kýpur hafa til dæm- is veitt aflandsþjónustu sem verið hefur vinsæl hjá íslenskum fjár- Kristján Vilhelmsson er þekktasti út- gerðarmaðurinn og sá umsvifamesti í Panamaskjölunum. Hann tengist einu félagi í skjölunum en ekki liggur fyrir hvað þetta félag gerði nákvæmlega. Jóhannes Kr. Kristjánsson johanneskr@rme.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.