Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 14
auglysingar@frettatiminn.is 531 3310 frettatiminn.is 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 „Ég man vel eftir fyrsta skiptinu sem ég þurfti að biðja um matar- aðstoð. Ég var komin í þá stöðu að eiga ekki fyrir mat handa börnun- um mínum og fór í Hjálparstofnun kirkjunnar sem var þá staðsett í miðbænum. Ég man hvað það fylgdi því ónotaleg tilfinning. En þó það hafi verið erfitt að stíga þetta skref þá er maður auðvitað afskaplega þakklátur fyrir að þessi aðstoð sé Hildur Oddsdóttir neyddist til að þiggja mat- araðstoð í fyrsta sinn fyrir rúmum tíu árum. Hún segir það hafa verið erfitt skref en þakkar fyrir að aðstoðin sé til staðar. Mynd | Rut Fátækt er pólitísk ákvörðun Hildur Oddsdóttir segir ónota- tilfinningu hafa fylgt því að þiggja í fyrsta sinn matarað- stoð. Hún er meðlimur í Pepp, samtökum sem berjast gegn fátækt á Íslandi. Hún og Ásta Dís Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, eru sannfærðar um að hægt sé að útrýma fátækt á Íslandi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Málþing um mataraðstoð People experiencing Poverty eða PeP eru samtök sem berjast gegn fátækt í 32 löndum í Evrópu og hefur íslenski anginn fengið nafnið Pepp. Þátt- takendur hennar kalla sig Peppera enda er valdefling fátækra stór hluti starfsins. Pepperar telja að með jákvæðni, virðingu og samkennd sé hægt að hjálpa hvert öðru að finna þá mannlegu reisn sem glataðist í lífskjarabar- áttunni. Pepperar blása til umræðna um mataraðstoð ásamt fólki úr fátækt, Velferðarvaktinni og helstu hjálparsamtökum landsins á Grand Hóteli 21. október kl. 8.30 – 11.30. Almennur aðgangseyrir 1.000. – Frítt fyrir fólk í fátækt. 11,4% barna búa við fátækt Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2015 búa 11,4% íslenskra barna á heimilum sem eiga mjög erfitt með að ná endum saman, 10% á heimilum undir lágtekju- mörkum og 7,7% á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Pepp-sam- tökin fengu börn úr 3.bekk í grunnskólum til að teikna fátækt og afhentu samtökin forseta Ís- lands innrammaða mynd í vikunni. til staðar,“ segir Hildur Oddsdóttir. Rúm tíu ár eru liðin frá því að Hildur steig þetta skref í fyrsta sinn en hún er ein þeirra nokkur þús- und Íslendinga sem nær ekki end- um saman um hver mánaðarmót og neyðist því til að þiggja matar- aðstoð. Hildur glímir við andleg og líkamleg veikindi og fær örorku- bætur frá Tryggingastofnun. Auðvelt að útrýma fátækt á Íslandi „Bæturnar dugðu ekk i út mánuðinn þá og gera það ekki enn. En það er allt annað að þiggja aðstoð í dag en þá. Áður fyrr fór maður og fékk úthlutað af þeim mat sem var til en í dag er hægt að fá kort sem Hjálparstofnun gefur út og getur valið sér hvað maður kaupir, sem er miklu betra því það er misjafnt hvað mann vantar. Ef maður er með börn skiptar það miklu máli,“ segir Hildur. Til að geta fengið mataraðstoð þarf í sumum tilfellum að fram- vísa skattskýrslu einu einni á ári en öðrum þarf að sýna fram á hversu mikið af launum eða bót- um einstaklingurinn hefur á milli handanna eftir að öll útgjöld hafa verið greidd. Hjálparstarf Kirkj- unnar er með samning við apótek og hefur aðstoðað fjölmarga sem geta ekki leyst út lyfin sín. „Maður reynir að úthluta sér þessu jafnt svo þetta nýtist sem best. Það má til dæmis koma tvisvar í mánuði í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og ég nýti það oftast síðustu tvær vikurnar í mánuðinum.“ Hildur kynntist Pepp á Íslandi, samtökum sem berjast gegn fátækt og fyrir valdeflingu fátækra, í vetur og segir það hafa hjálpað sér mik- ið að kynnast fólki í sömu stöðu. „Ég mæti á alla fundi og það góða er að við setjum mikla áherslu á að finna lausnir og vera jákvæð. Við komum mörg úr erfiðum aðstæðum en þegar við hittumst þá gleðjumst við. En við ræðum líka það sem bet- ur mætti gera, sérstaklega fyrir ör- yrkja og ellilífeyrisþega. Við erum það lítið samfélag að við ættum auð- veldlega að geta útrýmt fátækt.“ Fátækt er ekki aumingjaskapur „Ég man eftir einu skipti þar sem ég hafði ekki fengið launin mín á réttum tíma. Ég átti tveggja ára barn og ekkert í pelann svo ég tappaði safanum af kokteilá- vaxtadós, blandaði með vatni og setti í pela. Ég hafði ekkert stuðn- ingsnet og það kom ekkert annað til greina. Þegar maður biður um aðstoð í fyrsta skiptið þarf maður að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sjálfum sér nægur. Það er niðurlægjandi og rosalega stórt skref að taka,“ segir Ásta Dís Guðmundsdóttir, formaður Pepp á Íslandi, og ein skipuleggjanda mál- þings um mataraðstoð. „Það sem við viljum fyrst og fremst koma á framfæri með þess- um samtökum er að fátækt er ekki aumingjaskapur. Fólk á það til að halda að sumir bara nenni ekki að vinna en það vilja allir vinna. Fá- tækt er pólitísk ákvörðun, hún er afleiðing af ákvörðunum og þeim getum við breytt. Við erum með innbyggðar fátækrargildrur í kerf- inu okkar sem sumir komast ekki úr. Þegar fólk er komið í gildrurnar þá kemst það ekki eitt og sjálft upp úr þeim.“ 6,7% Íslendinga búa við skort á efnislegum gæðum. 1,3% Íslendinga búa við verulegan skort.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.