Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 21.10.2016, Page 4

Fréttatíminn - 21.10.2016, Page 4
Hildur Sverrisdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Lokað verður fyrir umferð á þessum vegarkafla til þess að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Lofa að taka kranann niður, með góðu eða illu Mynd | Skipulagsmál Verslunar- eigendur á Laugaveginum eru ósáttir við fyrirhugaða lokun á Laugaveginum, milli Bergstaða- strætis og Skólavörðustígs, en borgarfulltrúar samþykktu á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs að loka vegkaflanum til þess að tryggja öryggi gangandi vegfarenda vegna framkvæmda við Laugaveg 4-6. „Við samþykktum þetta, en til þess að flýta hreinlega fyrir,“ seg- ir Hildur Sverrisdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, en hún og Halldór Halldórsson, oddviti flokks- ins í borginni, bókuðu á fundinum að það væri gagnrýnivert að ekki væri betur staðið að málum á þessu svæði þar sem reynt hefur verulega á þol rekstraraðila og íbúa þar sem áætlanir hafa ekki staðist varðandi framkvæmdatíma. „Þetta er búið að taka allt of langan tíma og allir þarna í kring eru orðnir langþreyttir,“ segir Hild- ur um lokun fyrir umferðina. Hildur segir þó ágætt að fá stæði séu undir, og að bílastæðahús séu mjög nálægt. Hún segir borgina hafa lofað að það yrði aftur opnað fyrir umferð 30. nóvember, þegar jólavertíðin fer að hefjast fyrir alvöru. Spurð hvort hún sé bjartsýn á að það tak- ist svarar hún: „Þeir hafa lofað að taka þennan krana niður með góðu eða illu á þeim tíma. Verður maður ekki bara að trúa því?“ | vg 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 Velferð Jóna Marvinsdóttir er öryrki vegna mænuskaða en bætur hennar lækkuðu um 32 þúsund krónur þegar hún komst á eftirlaunaaldur. Félags- ráðgjafi hjá borginni mátti ekki ráða hana í vinnu við að elda fyrir sjúkling tvisvar í viku, þar sem hún væri of gömul. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þegar ég var 67 ára leitaði til mín kona sem var langt leidd af krabba- meini. Hún hafði fengið leyfi til að ráða manneskju til að koma og elda á heimilinu tvisvar í viku og útbúa eitthvað í frystinn. Hún bað mig um að tala við félagsráðgjaf- ann sinn, konu á miðjum aldri, sem tók mér afskaplega vel, þar til hún heyrði að ég væri 67 ára. Þá sagði hún þvert nei, hún mætti ekki ráða konu sem væri komin á eftirlauna- aldur. Þetta segir Jóna Marvinsdótt- ir sem er sjötug. Hún varð fyr- ir mænuskaða fjórtán ára, en hefur einungis unnið stopult og í hlutastörfum. Síðasta starfið var í eldhúsi í banka en hún missti vinnuna strax eftir hrun, þá 62 ára. Hún fær rúmar 180 þúsund krón- ur á mánuði til að lifa af. Hún var með örlítið hærri bætur en svo- kallaðar aldurstengdar örorkubæt- ur, 32 þúsund krónur, féllu niður þegar hún varð 67 ára. Hún greiðir 126 þúsund í húsaleigu fyrir íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins en fær 22 þúsund í húsaleigubætur. „Við hjónin greiðum síðan rafmagn og síma og ég er að velta á undan mér láni sem við notuðum til að kaupa bíl sem þarf síðan að reka. Það er lítið eftir til að reka heimili en það hefst með því að fara helst aldrei neitt og veita sér ekkert. Það eru hinsvegar mjög margir einstak- lingar hér í blokkinni sem eiga erfitt með að ná endum saman.“ Maður Jónu er 63 ára en hann Mátti ekki ráða mig í vinnu fór á örorku fyrir nokkrum árum. Hann er með nokkru lægri lífeyri en hún, en missir aldurstengdu ör- orkuna þegar 67 ára aldri er náð en þá hafa þau úr enn minni upphæð að spila. Hvorki Jóna né maðurinn henn- ar njóta góðs af breytingum á lögum um almannatryggingar, utan þess að fá almenna hækkun um 7,1 prósent, þar sem þau eru gift og fá ekki heimilisuppbót og sérstaka framfærsluuppbót. „Mér finnst ömurlegt að fá það framan í mig að við fáum enga hækkun eftir öll loforðin undanfarið. Það er verið að setja mann í fátæktar- gildru með valdboði, við megum ekkert gera til að bjarga okkur. Núna þegar ævikvöldið er komið og maður hefur nógan tíma, eigum við aldrei peninga til að fara í leik- hús eða bíó, hvað þá út að borða. Samt eru margir öryrkjar sem hafa það miklu verra, ég vinn sjálfboða- vinnu við að elda súpu einu sinni í viku í litlu félagsheimili í Hátúni 12, en þangað koma margir sem eru afar illa settir.“ Jóna Marvinsdóttir sem er öryrki, missti 32 þúsund krónur á mánuði við það að verða 67 ára. Mynd | Hari Jóna fær rúmar 180 þús- und krónur á mánuði til að lifa af. Hún var með örlítið hærri bætur en svokallaðar aldurstengd- ar örorkubætur Framsókn í kreppu − á minna en ekki neitt Stjórnmál Opinber fjárframlög til Framsóknarflokksins munu lækka um rétt rúmlega 40 milljónir króna ef bjartsýnustu kosningaspár ganga eftir og flokkurinn fær 9,8% í alþing- iskosningunum. Flokkurinn verður af tæplega 50 milljónum ef neikvæðustu spár ganga eftir. Fjárhagsstaða Framsóknarflokks- ins er ekki beysin, en samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem skilað var inn til Ríkisendur- skoðanda í vikunni, skuldar flokk- urinn 225 milljónir króna. Eignir flokksins voru tæplega 180 milljón- ir sem þýðir að skuldir eru hærri en eignir. Þá er Framsóknarflokk- urinn eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur skilað inn ársreikningi, sem er með neikvætt eigið fé, en sú upphæð nemur 45 milljónum króna. Framsókn er því tæknilega gjaldþrota. Stjórnmálaf lokkar fá framlög frá hinu opinbera í samræmi við atkvæðafjölda. Framsóknarflokk- urinn fékk því 74 milljónir í framlög á síðasta ári, samkvæmt upplýsing- um á heimasíðu efnahags- og fjár- málaráðuneytis. Í ársreikningi seg- ir að flokkurinn hafi þó fengið allt í allt 87 milljónir frá hinu opinbera. Flokkurinn vann stórsigur í síð- ustu kosningum og fékk 24,4% at- kvæða, það er rúmlega 46 þúsund atkvæði. Framsóknarflokkurinn stefnir þó í Íslandsmet í fylgistapi í þessum kosningum, ef fer sem fram horfir. Það hefur umtalsverð áhrif á budduna, en f lokkurinn mun fá rúmlega 30 milljónir í opin- ber framlög til stjórnmálaflokka ef flokkurinn nær 9,8%, eins og Gallup spáði, í næstu alþingiskosningum. Ef flokkurinn fær 8,6%, eins og Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands spáði fyrir um, fær flokkurinn um 27 milljónir í styrk á ári. Það er 47 milljónum minna en hann fékk á síðasta ári. Einar Gunnar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, neitaði að tjá sig um skulda- stöðu f lokksins og mögulegar afleiðingar mikils samdráttar þegar eftir því var leitað, en ljóst er að fjár- hagur mun ekki vænkast ef kosn- ingarspár ganga eftir. | vg Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Velferð „Við leggjum áherslu á að laun undir 300 þúsundum skerðist ekki, ég hefði valið að fara þá leið en auðvitað er þetta allt stórmál fyrir verðandi for- eldra,“ segir Elín Björg Jónsdótt- ir, formaður BSRB. Elín Björg Jónsdóttir bendir á að ekkert úrræði taki við börnunum strax eftir að fæðingarorlofi lýkur eins og ástandið er núna. BSRB og ASÍ leita eftir svörum allra fram- boða um stefnuna í fæðingarorlofs- málum. 42 pró sent þeirra mæðra sem tóku fæð ing ar or lof frá byrjun þessa árs og út sept em ber mánuð voru með 300 þús und krónur eða minna í mán að ar tekj ur. Alls voru 16 pró- sent feðra með 300 þús und krónur eða minna. Þessi hópur mun áfram fá ein ungis 80 pró sent af launum sínum í fæðingarorlofi. Kjarninn vekur athygli á þessu og vitnar í tölur frá BSRB. Ef rík- isstjórnin hefði farið eftir þeim til- lögum sem starfs hópur Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæð- is mála ráð herra, lagði fram í mars síð ast liðnum væru fyrstu 300 þús- und krónur af tekjum þeirra sem fara í fæðingarorlof óskert ar. Frum- varp með tillögum ráðherrans fór aldrei fyrir ríkisstjórn en ráðherr- ann breytti hinsvegar reglugerð um hámarksgreiðslur, sem hækkuðu úr 370 þúsundum í 500 þúsund. | þká 42 prósent mæðra í fæðingarorlofi með 240 þúsund eða minna Fjölmargar konur í fæðingarorlofi fá 80 prósent af lágum launum. LJÓSADAGAR OPIÐ ALLA DAGA við Fellsmúla | 108 Reykjavík -50% -20% kr. LOFTLJÓS Litir: Svart/grátt/hvítt 5.596 Áður: kr. 6.995 kr. HANGANDI LJÓS Litir: Gull/silfur 3.993 Áður: kr. 7.985

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.