Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 21.10.2016, Side 52

Fréttatíminn - 21.10.2016, Side 52
Hvað á nú að bjóða krakkagríslingunum upp á í barnaafmæl-unum þetta árið? Þetta er spurning sem við spyrjum okkur öll að og engju- mst yfir á einhverjum tímapunkti. Hér eru hugmyndir sem hægt er að blanda saman og nýta þegar stóri dagur barnsins bankar upp á. Við mælum með að þið klippið greinina út. Pítsa Þægilegt að panta, ódýrara að baka. Munið að börn í barnaaf- mælum eru eins og svangir úlfar svo það þarf að gera ráð fyrir ríf- legu magni – ef þið ætlið að gera foreldrum gestanna þann greiða að sleppa því að gefa börnunum kvöldmat. Skerið bara litlar sneið- ar. Kaka Það þarf að vera kaka. Munið að krakkar þurfa ekki mikið meira en skúffuköku með smartís þannig að ef tími gefst til er um að gera að skella í eina slíka, það er ódýrt og gott. Þau sem hafa gaman af skreytingum geta gert dúllerískök- ur sem eru líka skemmtilegar. Ef tíminn eða bökunarhæfileikarnir eru af skornum skammti er snilld að kaupa einhverja krúttlega köku af einhverju bakaríinu. Rice Crispies eða kornflexkökur Lítil fyrirhöfn og hægt að fá mikið fyrir lítið. Pottþétt uppskrift: 200 g dökkt súkkulaði eða ljóst og dökkt til helminga 1 dl síróp 100 g smjör 200 g Rice Krispies Byrjið á því að setja súkkulaði, síróp og smjör saman í pott og bræða saman við meðalhita. Bætið Rice Krispies út í og blandið vel saman þar til allt er vel samlagað. Raðið formum á bakka og setjið u.þ.b. teskeið af blöndunni í hver form, meira ef formin eru stór. Það er þó sniðugt að hafa einmitt lítil form til þess að drýgja skammtinn. Einnig má setja blönduna í stórt form eða dreifa á bökunarpappír og kæla, skera síðan í litla fern- inga. Vissulega umhverfisvænna en að nota formin. 3 msk. smjör 40 sykurpúðar 150 g Rice Krispies Bræðið sykurpúða og smjör saman í potti eða örbylgjuofni og bætið Rice Krispies saman við. Setjið síðan í muffinsform eða dreifið í stórt form eða á bökunarpappír, kælið og skerið svo í teninga. Hér má leika sér með matarliti og gera alls kyns liti eða nota kökuskraut eða bræða súkkulaði og dreifa yfir. Hugmyndaflugið er gott veganesti í þessa uppskrift. Hægt er að lauma smávegis hollustu ofan í börnin með því að bæta fræjum og hnet- um við. Kökupinnar Smá vesen og kannski ekki fyrir stór afmæli. En gerir mikið fyrir augað og bragðlaukana. Þetta er í raun auðvelt í framkvæmd en bara dálítil handavinna – bakið eða kaupið kökubotn, myljið hann niður og blandið kremi saman við. Búið til kúlur úr deiginu og raðið þeim á bökunarpappír og kælið. Bræðið súkkulaði og dýfið pinn- anum fyrst í áður en þið stingið í kúluna til þess að pinninn festist. Kælið aftur áður en þið hefjist handa við að hjúpa og skreyta af hjartans list. Hvað á að gefa börnunum að borða? Hugmyndir í barnaafmælið. Smápítsur Ef það eru fá börn í afmælinu geta þau jafnvel feng- ið að gera eigin pítsu, það finnst þeim gaman og drepur tímann. Dansað við uppáhalds prinsessuna Hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar er hægt að halda barnaafmæli þar sem krakkarnir læra nýja dansa við óskalögin og fá að hitta uppáhalds Disney prinsessuna. Unnið í samstarfi við Listdansskóla Hafnarfjarðar Í Listdansskóla Hafnarfjarðar býðst að halda barnaafmæli með danskennslu við óskalög með ákveðnu þema. Meðal þess sem hægt er að velja um er Justin Bieber, High School Musical eða Michael Jackson og sjóræningjaþema. Einna vinsæl- ast er Disney prinsessu þema þar sem kennarinn mætir sem ein af Disney prinessunum, Anna, Elsa, Öskubuska, Þyrnirós, Esmeralda, Fríða, Skellibjalla, Mjallhvít, Álfa- drottningin eða Pochahontas og krakkarnir mæta jafnvel sjálfir í búningum. „Afmælisbarnið trúir stundum varla sínum eigin augum þegar uppáhaldsprinsessan kemur bros- andi á móti því,“ segir Eva Rós Guðmundsdóttir hjá Listdans- skóla Hafnarfjarðar. Photo-booth klefi er svo á staðnum sem er að sjálfsögðu með sama þema. Þar geta krakk- arnir sett á sig allskonar fylgihluti og tekið skemmtilegar myndir. „Fyrir stelpurnar bjóðum við svo upp á naglalökkun, eða það er hægt að velja um að fara í skap- andi leiki,“ segir Eva. Góð aðstaða er til veisluhalda og í boði að koma inn með veitingar eða panta pítsur og kökur í gegnum skólann. Heitur pottur er á staðnum og hægt að enda afmælið í pottinum. „Við erum með prógram í gangi allan tímann á meðan krakkarn- ir eru hjá okkur, og það er aldrei dauð stund,“ segir Eva. Aðspurð segir hún að þó kennarar séu með krökkunum allan tímann er ekki í boði að skilja börnin eftir í þeirra umsjón og séu foreldrar því alltaf á staðnum. Á heimasíðu skólans má finna lista yfir þá afmælis- pakka sem í boði eru og hvernig hægt er að sníða þá eftir þörfum hvers og eins. „Við tökum að sjálf- sögðu við séróskum og leggjum okkur fram við að bjóða ógleym- anlega skemmtun,“ segir Eva. …barnaafmæli kynningar 12 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER Dans afmæli Danskennarinn er kátur í búningi sem tengist þema afmælisins og kennir krökkunum skemmtilega dansa. Litríkar neglur Eftir að hafa lært að stíga nokkur ný dansspor er í boði að fá naglalökkun með fallegum litum og mynstri.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.