Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 21.10.2016, Side 22

Fréttatíminn - 21.10.2016, Side 22
KJÓSUM SAMFÉLAG FYRIR ALLA! Algild hönnun verði höfð að leiðarljósi í samfélaginu við hvers konar framkvæmdir og framleiðslu. Slökkvilið sinni aðgengiseftirliti samhliða brunaeftirliti. Textasetning sjónvarpsefnis verði aukin og lögfest verði að allt íslenskt sjónvarpsefni skuli vera textað. um er þögnin ærandi löng og enginn virðist ætla að bjóða sig fram, en yfirleitt rætist þó úr og hendur fara á loft. Tinna Sigurðardóttir, talmeina- fræðingur, er ein þeirra sem rétt hefur upp höndina og tekið að sér slík verkefni sem hún álítur mikil- væg í því að móta samfélagið skref fyrir skref. Slíkt má fyllilega fjalla um sem pólitíska þátttöku, pólitík daglega lífsins. Tinna er sem stend- ur bekkjar fulltrúi í þriðja  bekk Langholtsskóla og í stjórn foreldra- félags Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. „Ég skil svo sem ágætlega löngu þögnina sem stundum verður þegar spurt er um það hverjir vilji bjóða sig fram til slíkra starfa,“ segir Tinna. „Fólk hefur nóg að gera, þarf að sinna vinnu, fjölskyldu, gæludýrum, fara í ræktina og svo framvegis. Ég á hins vegar þrjú börn í grunnskóla og sé þetta sem tækifæri til að láta gott af sér leiða og hafa áhrif á skólasam- félagið. Mér finnst mikilvægt að for- eldrar beiti sér til að stuðla að góðu starfi í skólunum. Margir sjá þetta utan frá sem einhvers konar kvöð eða leiðindi og jafnvel eitthvað sem skiptir litlu máli. Samt er þetta mjög gefandi og maður sér að það þarf oft ekkert sérstaklega mikið til að skapa jákvæðan anda í kringum til dæmis einn skólabekk. Með því að skipu- leggja einn einfaldan viðburð kynn- ast foreldrar og hlutirnir verða ein- hvern veginn miklu skemmtilegri og svo finnur maður líka að börnunum þykir mikilvægt að foreldrarnir séu að tala saman og taka ákvarðanir sem varða heildina.“ Kannski er slík þátttaka í nærum- hverfi fólks hluti af því hvernig við byggjum upp betra samfélag. „Þetta eru kannski einföldu litlu skref- in sem hver og einn getur tekið,“ segir Tinna, „en þetta skiptir samt miklu máli. Stundum geta líka slík foreldrafélög tekið að sér stærri skólapólitísk verkefni, til dæmis þegar hnökrar koma upp í skóla- starfinu sem leysa þarf með aðkomu foreldra. Samtakamáttur foreldra hefur oft verið sterkt og mikilvægt þrýstiafl um úrbætur í skólamálum. Maður tekur þessi litlu verkefni að sér vegna þess að maður vill hafa einhver áhrif og þannig er samsvör- un í þessu og stærri stjórnmálum almennt. Maður vill koma einhverju til leiðar.“ Sveigjanlegir sjálfboðaliðar Margir Íslendingar finna kröftum sínum farveg í ýmis konar sjálf- boðastarfi hjá frjálsum félagasam- tökum en af þeim eru störf hjá íþróttafélögum, hjálparsveitum og 22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 Ragný Þóra Guðjohnsen. Mynd | Rut Steinunn Hrafns- dóttir. Mynd | Rut Tinna Sig- urðardóttir. Mynd | Hari Topp tíu listinn yfir þátttöku Íslendinga í sjálfboðastarfi Íþróttir og tómstundastörf Góðgerðarsamtök og líknarfélög Hjálpar- og björgunarsveitir og slysavarnarfélög Áhugahópar um listir, menningar- eða skólamál Kirkjustarf eða önnur trúarleg samtök Kvennasamtök Stjórnmálaflokkar eða -samtök Æskulýðsstarfsemi (t.d. skátar og æskulýðsfélög) Samtök um mannréttindamál eða þróunarhjálp Starfsgreina- og sérfræðingafélög Rauða krosssinum lang algengust og umfangmest. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, hefur kannað virkni Íslendinga í slíku starfi og hún segir landsmenn ekki vera eft- irbáta þeirra þjóða sem standa sig best í þessum efnum, en það eru yf- irleitt Norðurlandaþjóðirnar, Bretar og Hollendingar. „Kannanir hafa sýnt að af þeim sem eru 18 ára og eldri tekur um þriðjungur landsmanna þátt í sjálf- boðastarfi af einhverju tagi hjá form- legum félagasamtökum.“ Steinunn segist samt hafa greint breytingar á því hvernig fólk tekur þátt í slíku starfi á undanförnum árum. Þær breytingar eigi sér stað hér eins og annars staðar. „Fólk virðist síður til- búið að binda sig ákveðnum flokk- um eða félagasamtökum og áður. Fleiri vilja vera laustengdari slíku starfi, vilja kannski vera í fleiri sam- tökum og koma inn og út úr starf- seminni, í stað þess að binda sig um of. Fólk vill geta sinnt sjálfboðastarfi út frá eigin forsendum.“ Steinunn segir að þetta geti skapað vandræði fyrir skipulagningu félagastarfsins því að margir horfi þannig frekar á sjálfboðaliðastarf sem íhlaup frekar en lífstíl, eins og áður var. „Það eru uppi raddir um það að yngra fólk hafi miklu minni áhuga á pólitík og mér finnst það oft of miklar alhæfingar, því það er svo að ungt fólk brennur oft fyrir ým- islegt sem vel má flokka sem póli- tík,“ segir Steinunn. „Það hefur áhuga á umhverfisverndarmálum og mannréttindamálum en það hef- ur ekki endilega áhuga á því að taka þátt í formlegu gamaldags stjórn- málastarfi. Samfélagsmiðlar hafa líka opnað á ýmis konar borgara- lega þátttöku og sjálfboðaliðastörf sem eiga sér bara stað þar. Fólk er þannig að vekja athygli á einhverj- um málstað með vinnu sinni við ýmis konar átaksverkefni og vit- undarvakningu. Þannig kann að vera að formlegt sjálfboðastarf eigi eilítið undir högg að sækja en það þýðir ekki endilega að það dragi úr borgaralegri virkni sem getur átt sér stað annars staðar. Eðli og skipulag þátttökunnar er að breytast, en það þýðir ekki að það dragi úr henni. Fólk vill fara sínar eigin leiðir.“ Steinunn segir erlendar rann- sóknir sýna að sjálfboðaliðastörf geti aukið lífsgæði þeirra sem taka þau að sér. Til dæmis virðast þau hafa jákvæð áhrif á andlega og lík- amlega líðan eldra fólks sem gefur af sér. „Það að sýna öðrum sam- kennd og umhyggju og láta gott af sér leiða færir fólki gleði og lífsfyll- ingu. Það er ekki svo mikið talað um þetta, en þetta er vissulega raunin. Maður lærir heilmikið á þátttöku í félagasamtökum, fólk kynnist öðru fólki og fær á tilfinninguna að það geti barist fyrir hugsjónum sínum. Þátttakan eykur þannig borgaravit- und fólks, virkni og samkennd með öðrum.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.