Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 48
Það er aldrei of seint að byrja að lita, enda frábær hugleiðsluæfing að lita mynstraðar mandölur. Ef þú hefur enn ekki prófað hinar svokölluðu fullorðinslitabækur, sem tröllriðu öllu á síðasta ári, þá skaltu ekki hika við að skella þér út í bóka- búð og fjárfesta í einni slíkri. Kipptu líka með einum pakka af góðum lit- um í leiðinni og þá ertu tilbúin/n í frábæra hugleiðsluæfingu. Prófaðu að setjast niður og gefa þér góðan tíma í að lita. Fljótlega ættirðu að finna hvernig ró færist yfir þig. Ástæðan er ekki bara sú að með þessu virkjarðu barnið í sjálf- um þér, heldur hefur þessi aðgerð svipuð áhrif og hugleiðsla, vegna þess að hreyfingarnar eru endur- teknar og uppbygging myndanna oft flókin. Með því að einbeita þér að því að lita myndina nærðu að af- tengja þig frá stressinu sem fylgir hinu daglegu amstri. Það skilar bestum árangri að lita f lóknar myndir, til dæmis mynstraðar mandölur eða köflótt mynstur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það dregur meira úr kvíða og stressi að lita slíkar myndir en að lita með frjálsri aðferð. Litaðu stressið burt Gott að lita Best er að lita flóknar myndir eins og mynstraðar mandölur. …heilsa kynningar 8 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER Ef mamma er glöð, þá eru allir glaðir. & Þann 28. október Heilsa lífsstíll gt@frettatiminn.is 531 3319 „Hugmyndin með þessu námskeiði er að leyfa konum að kynnast því hvernig hugleiðsluiðkun getur stutt mann á meðgöngu, í fæðingu og síð- an áfram í móðurhlutverkinu,“ segir Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir jóga- kennari. Guðrún heldur fimm vikna hug- leiðslunámskeið fyrir barnshafandi konur sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku, 27. október. Námskeiðið verður haldið í Jógasal Ljósheima, Borgartúni 3, 4 hæð. Guðrún segir að margar rann- sóknir hafi verið gerðar á kostum þess að hugleiða og þeir séu ótvíræð- ir. Þá hafi kostir þess að hugleiða á meðgöngu einnig verið rannsakað- ir og í ljós hafi komið að hugleiðslan geti dregið úr kvíða og depurð sem hefur bæði áhrif á móður og barn, ásamt sterkari tengslamyndun móð- ur og barns sem sé mjög mikilvæg. „Ég hélt sambærilegt námskeið fyrir þremur árum. Síðan hef ég bætt í reynslubankann svo það er nokkuð breytt,“ segir Guðrún Theo- dóra sem sjálf er fjögurra barna móðir. Hún útskrifaðist sem jógakennari árið 2011 og meðgöngujógakennari árið 2014. Guðrún kennir starfs- fólki á Landspítalanum kundalini jóga fjórum sinnum í viku og hún hefur kennt töluvert af meðgöngu- jóga í Jógasetrinu. Hún hefur nýlega lokið svokölluðu Level 2 námskeiði þar sem kafað er dýpra í hugann og hugleiðslu út frá jógískum fræðum. „Ég byrjaði mína jógasögu þegar ég fór í meðgöngujóga hjá Auði Bjarnadóttur árið 2009. Þetta var á annarri meðgöngu minni og eft- ir það varð ekki aftur snúið. Ég hóf jóganám árið 2010 en í því er einnig kennt mikið um hugleiðslu og við vorum látin gera hugleiðsluæfingar sem heimavinnu og hvött til að iðka daglega,“ segir Guðrún. Hún eignaðist svo þriðja barn sitt árið 2011 og það fjórða árið 2013. „Ég hef því upplifað muninn á því hvernig það er að stunda hugleiðslu og jóga á meðgöngu og ekki. Ég fann að því dýpra sem ég fór í að iðka hug- leiðslu og öndunaræfingar, því betur náði ég tökum á þeirri sterku tilfinn- ingu sem hríðar eru og gat slakað betur inn í allt fæðingarferlið. Þetta hjálpaði mér líka mikið eftir fæðingu þegar brjóstagjöf og lítill svefn tekur við. Þá upplifði ég meiri tilfinninga- legan stöðugleika og að vera meira í andartakinu. Að njóta betur allra þeirra litlu skrefa sem litla fólkið tek- ur en eru samt svo stór fyrir það. Þar fyrir utan finn ég, sem móðir fjögurra barna, hvað ég næ að halda mér betur í jafnvægi með reglulegri hugleiðsluiðkun. Ef mamma er glöð, þá eru allir glaðir,“ segir Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið má finna á heimasíðu henn- ar, www.satnam.is en einnig er hægt að senda póst á hugleidsluna- mskeid@gmail.com eða hringja í síma 691-4223. Hugleiðsla hjálpar verðandi mæðrum Í góðu jafnvægi með reglulegri hugleiðslu Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir hefur kynnst muninum á því að stunda hugleiðslu á meðgöngu og að gera það ekki. Hún segir að því dýpra sem hún fór í að iðka hugleiðslu og öndunaræfingar, því betur hafi hún getað slakað á inn í fæðingarferlið. Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir heldur hugleiðslunámskeið fyrir barnshafandi konur. Hún segir að hugleiðsla gagnist bæði við að fæða barn en einnig eftir að barnið er komið í heiminn. Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong • Redasin bætir vellíðan hjarta- og æðakerfis og stuðlar að lægra kólesteróli. • Redasin Strong inniheldur Q10, rauð hrísgrjónager, Fólínsýru, B12 og B6. • Daglegur skammtur af Redasin Strong er tvær töflur á dag. Strong www.birkiaska.is Redasin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.