Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 44
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Mig langaði rosalega mikið að sigra á þessu móti. Venjulega set ég mér ekki þannig markmið og kannski var þetta frekar draumur en mark- mið. Það voru mjög sterkir keppend- ur að keppa og ég vissi að það gat allt gerst. Rétt fyrir úrslit var ég búin að reikna út að ég yrði í öðru eða þriðja sæti. En þegar ég áttaði mig á því að ég væri búin að sigra þá brast ég í grát og ég trúi þessu varla ennþá,“ segir fitnessdrottningin, Margrét Edda Gnarr, sem sigraði á dögunum á fitnessmótinu Nordic Pro í Finn- landi, en hún keppir í bikinífitness. Nú er hún komin í frí frá æfingum og keppni þangað til á næsta ári og ætlar hún meðal annars að nýta tí- mann í að fara í gott frí með kærast- anum sínum, tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta. Frábær árangur eftir veikindi Það er óhætt að segja að Margrét hafi átt magnað ár í sinni íþrótt. Hún hef- ur unnið á nokkrum mótum og náð langt á öðrum mjög stórum. Sem er eiginlega alveg ótrúlegt í ljósi þess allt árið 2015 var hún að jafna sig eft- ir slæma kinnholusýkingu sem náði að dreifa sér um andlit hennar og að lokum þurfti hún í aðgerð. „Ég var ekkert að undirbúa mig einu sinni. Ég einbeitti mér bara að því að borða hollt og hreyfa mig eins og ég gat, en um leið og lækn- irinn minn gaf mér leyfi til að æfa aftur á fullu þá kíkti ég á dagatalið, sá hvenær næsta mót yrði og byrjaði að undirbúa mig fyrir það.“ Draumur Margrétar var að keppa á móti sem kallast Mr. Olympia og fer fram á haustin, en til þess þurfti hún að ná ákveðnum árangri. „Markmið- ið mitt fyrir 2016 var að keppa eins mikið og ég gæti í þeirri von um að sigra á atvinnumóti, en maður þarf að sigra á slíku móti eða safna nógu mörgum stigum til að vera gjald- gengur á Mr. Olympia. Fyrsta mót ársins í janúar átti að vera upphitun fyrir komandi mót, en ég endaði á að sigra á mótinu,“ segir Margrét og hlær. Það er því óhætt að segja að hún hafi komið tvíefld til baka eft- ir veikindin. Sigurinn var líka sér- lega sætur í ljósi þess að á þessu móti er oft mikið um klíkuskap og taldi Margrét því engar líkur á því að hún næði verðlaunasæti. Öskruðu nafnið hennar „Ég átti bara eina vinkonu í salnum og ég bað hana um að hvetja mig Hefur átt magnað ár eftir erfið veikindi Fitnessdrottningin Margrét Edda Gnarr var allt síðasta ár að jafna sig eftir veikindi og gat lítið æft. Hún kom tvíelfd til baka í upphafi þessa árs og hefur heldur betur komið sér á kortið. Margrét hefur alltaf verið mikil keppnis- manneskja og ætlaði sér að ná langt í einhver- ri íþrótt. Hún prófaði nokkrar, en lengst af var hún í tækvandó. Þar fékk hún líka þá virðingu sem hana skorti í skólanum þar sem hún varð fyrir einelti. Eini atvinnumaðurinn Margrét sá sér strax leik á borði eftir að hafa náð þriðja sæti á sínu fyrsta fitnessmóti, og setti sér markmið um að verða fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í íþróttinni. Mynd | Rut  Lengri útgáfu af viðtalinu má finna á frettatiminn.is áfram á ensku svo dómarnir vissu hverja hún væri að hvetja. En þegar ég stóð á sviðinu þá fór ég að heyra fullt af fólki í salnum öskra nafnið mitt, og heyrði ekkert í vinkonu minni. Það kom mér mikið á óvart að sigra og þá var ég strax orðin gjaldgeng á Mr. Olympia,“ útskýrir Margrét sem hélt sig þó við planið sitt og keppti á öllum þeim mótum sem hún hafði ákveðið að fara á. Á sama tíma kom hún sér vel á fram- færi, sem er mikilvægt í þessum bransa. „Ég keppti svo á Mr. Olymp- ia í september og það var geggjuð upplifun. Ég náði 13. sæti, sem ég er alveg ágætlega sátt við, en mér fannst eiga skilið að vera ofar,“ seg- ir Margrét en markmið hennar var að komast í topp fimmtán á mótinu. „Ég hef alltaf verið með markmið og drauma og nú er draumurinn að komast í topp tíu eða topp fimm á Mr. Olympia á næsta ári,“ segir þessi skelegga unga kona og brosir. Hún er heldur betur búin að koma sér á kortið. Stefndi á Ólympíuleikana Gífurlegur metnaður og óbilandi þrautseigja hefur komið Mar- gréti á þann stað sem hún er í dag, en hún hef- ur alltaf verið mikil keppn- ismanneskja og íþróttir af ýmsu tagi hafa legið vel fyrir henni. Íþróttaferill hennar hófst í fim- leikum en vegna of- virkni átti hún stundum erfitt með að fylgja fyrirmælum og var oft farin að gera eitthvað allt annað en kennarinn sagði. Sjö ára var hún færð yfir í tækvandó. „Ég held að ég hafi verið færð í það út af aganum. Það er svo mikill agi í tækvandó. Kennarinn var mjög strangur og ég lærði mikið af hon- um, en þegar á leið fannst mér hann of strangur.“ Margrét fann sér því nýja íþrótt, og listdans á skautum varð fyrir valinu. „Ég var strax farin að skauta afturábak og gera stökk og mjög fljótlega var ég farin að hugsa að mig langaði að keppa á Ólympíuleik- unum. Ég ætlaði að verða fyrsti Ís- lendingurinn til að keppa í listdansi á skautum á Ólympíuleikunum,“ segir Margrét og hlær af kapp- seminni í sjálfri sér. Þrettán ára meiddist hún hins vegar í ökklunum og varð að hætta skautaæfingum. Fljótlega eftir að skautarnir voru lagðir á hilluna lá leiðin aftur í tækvandó og heillaðist Margrét þá gjörsamlega af íþróttinni. Hún eyddi öllum sínum tíma á æfingum, en að hluta til var hún líka að flýja einelti sem hún varð fyrir í skólan- um. Í tækvandó var hún í öruggu umhverfi sem henni leið vel í og þar voru allir jafnir. Leið illa vegna eineltis „Ég var lögð mikið í einelti þegar ég var lítil, því ég var rauðhærð og með freknur, svo var ég með risa- stórt frekjuskarð. Það var mikið gert grín að mér og eineltið þróaðist yfir á annað stig þegar ég kom í gagn- fræðaskóla. Það varð miklu meira andlegt og rosalega lúmskt. Sér- staklega eftir að ég fór að þyngjast,“ segir Margrét sem byrjaði að sækja í mat í kjölfar þess að foreldrar henn- ar skildu þegar hún var ellefu ára. Hún þyngdist töluvert á skömmum tíma en var samt alltaf í góðu formi, enda á fullu í íþróttum. „Það situr mikið í mér þegar ég fór til skólahjúkrunarfræðings í átt- unda bekk þar sem fór fram hæðar- og þyngdarmæling. Við fórum fjórar saman inn til hennar og stelpurnar sem fóru með mér voru allar vinsælar, sætar og litl- ar. Þegar ég steig á vigtina þá hristi hjúkrunar- fræðingur- inn hausinn og spurði mig hvort ég gerði mér grein f yr ir þv í hvað ég væri þung. Þá var ég í kringum 70 kíló, sem ég myndi ekki segja að væri þungt. En ég var líka mjög vöðvastælt. Hjúkr- unarfræðingurinn sagði að ég væri langt yfir kjörþyngd og stelpurnar gripu það strax á lofti. Svo fóru allir að hvísla þetta á göngunum. Mér leið alls ekki vel í skólanum, en ég fann aldrei fyrir neikvæðni í tækvandó. Þar var borin virðing fyrir öllum.“ Margrét sýndi strax framúrskar- andi árangur í tækvandó, bæði af því hún æfði eins og brjálæðingur og svo lá þetta vel fyrir henni. „Ég stóð mig svo vel á æfingum að mér var strax boðið að æfa með keppn- ishópnum og mér var sagt að ég gæti náð langt í keppni þannig ég fór aft- ur að hugsa út í Ólympíuleikana. Það hafði enginn Íslendingur keppt á Ólympíuleikunum í tækvandó svo ég sá fyrir mér að verða fyrst. Þá var ég búin æfa í einn mánuð og keppa á einu móti,“ segir Margrét og skell- ir upp úr. „Ég var svo metnaðarfull í tækvandó að í níunda bekk hætti ég næstum að mæta í skólann, bæði af því mér leið illa þar og af því ég vildi helga líf mitt tækvandó. Ég æfði í tveimur klúbbum og annar þeirra var í Hafnarfirði. Ég bjó í miðbæn- um og þegar ég átti ekki peninga í strætó fór ég á línuskautum, sama hvernig viðraði. Þetta tók mig stund- um nokkra klukkutíma.“ Svelti til að deyfa sig Það kann engan að undra að Margrét léttist töluvert á þessum tíma, en hún æfði tækvandó af kappi þangað til hún varð tvítug. Þá varð hún fyrir miklu áfalli í lífinu sem hafði djúp- stæð áhrif á hana. „Mér leið mjög illa og varð rosalega veik. Ég missti alla matarlyst og notaði svelti til að deyfa mig. Þannig var það í nokkra mánuði. Fólkið í kringum mig var farið að hafa miklar áhyggjur af mér. Ég var grindhoruð, komin niður í 47 kíló, en var vön að vera rúm 60 kíló. Þá var ég líka komin með hjart- sláttartruflanir. Þegar systir mín sá mig eftir að við höfðum ekki hist í nokkrar vikur þá fór hún að gráta og það var svolítið „wakeup call“ fyr- ir mig.“ Fyrsti atvinnumaðurinn Í kjölfarið sótti Margrét sér hjálp, bæði hjá sálfræðingi og hjá tólf spora samtökum, og þegar henni fór að líða betur fór hún að fara í rækt- ina. „Það var mjög ógnvænlegt að byrja aftur í líkamsrækt, ég var svo veikburða, en mig vantaði eitthvað nýtt að gera og ég vildi styrkja mig. Það var aðalmarkmiðið. En svo fór ég að taka eftir stelpum í ræktinni sem mér fannst líta svo vel út. Þær voru ekki of stæltar, en mjög tónaðar og flottar. Mig langaði að líta þannig út og fór að spyrjast fyrir um þær. Þá kom í ljós að þær voru að undir- búa sig fyrir fitnessmót. Ég vissi al- veg hvað fitness var og þær sem ég hafði séð í því voru svo svakalega massaðar. En þessar stelpur voru að keppa í nýjum flokki sem var þá bik- inífitness. Ég hugsaði með mér að ég hlyti nú að geta gert þetta með minn bakgrunn í íþróttum,“ segir Margrét sem nokkrum mánuðum síðar steig á svið á sínu sína fyrsta fitnessmót þar sem hún hafnaði í þriðja sæti. „Strax í kjölfarið fór ég að skoða næsta skref í þessu sporti og það var að gerast atvinnumaður. Það hafði enginn á Íslandi gert það. Ég sá að þarna væri tækifæri fyrir mig.“ Tveimur árum síðar, árið 2013, var Margrét svo orðinn atvinnumað- ur í íþróttinni, enda ekki þekkt fyrir annað en að ná markmiðum sínum. „Nú er ég í raun búin að ná öllum markmiðum mínum þannig ég verð að finna eitthvað nýtt. Kannski finna nýja íþrótt,“ segir Margrét kímin. ZENDIUM STYRKIR NÁTTÚRULEGAR VARNIR MUNNSINS FÉLAG ÍSLENSKRA TANNFRÆÐINGA MÆLIR MEÐ ZENDIUM TANNKREMI …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 „Mér leið mjög illa og varð rosale ga veik. Ég misst i alla matarlyst og n otaði svelti til að deyfa mi g. Þannig var það í nokk ra mánuði. Fólkið í kringu m mig var farið að hafa m iklar áhyggjur af mér.“ Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.