Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 54
Fimleikafjör fyrir alla Gryfjan og trampólínið trekkja að. Unnið í samstarfi við Fylki Fimleikasalur Fylkis við Norðlingabraut 12 er full-búinn fimleikasalur með kjörinni aðstöðu fyrir barnaafmæli. „Við leigjum salinn út eftir kl. 15 um helgar. Hann kostar 16.000 krónur á klukku- tímann og algengt er að hann sé leigður í einn og hálfan eða tvo tíma,“ segir Guðrún Ósk Jakobs- dóttir, formaður fimleikadeild- ar Fylkis. Aðstaða er til þess að setjast niður og snæða köku eða aðra veitingar sem komið er með. „Börnin reyna sum að taka diskana með sér aftur inn í salinn, hafa engan tíma til þess að setjast niður og drekka,“ segir Guðrún og bendir á að að sjálfsögðu sé það stranglega bannað að fara með veitingar í salinn þó að margir reyna að færa sig upp á skaftið. Salurinn er, eins og áður sagði, fullbúinn hvers kyns áhöldum og tækjum til fimleikaiðkunar en gryfjan og trampólínið þykir vanalega aðalfjörið. Hægt er að fá þjálfara til þess að vera með börn- unum og kenna þeim grunnatriði í parkour eða fimleikum eða leyfa þeim bara að sleppa sér lausum. Að sögn Guðrúnar eru fim- leikaafmæli jafn vinsæl meðal drengja og stúlkna og yfirleitt eru hóparnir blandaðir. „Skólar eru orðnir svo opnir og bekkjaskipt- ingin ekki eins og áður. Fæstir ráða við að taka við 30-40 krakka hóp heim svo þetta er tilvalið til þess að halda stór barnaafmæli án vandkvæða,“ segir hún og bætir við að börn komi á öllum aldri, yngsta afmælið hafi verið eins árs en unglingar sæki líka í salinn. Færst hefur í aukana að gæsa- eða steggjunarhópar komi í kennslu í parkour og ná því smá hreyfingu og hópefli í upphafi ógleymanlegs dags. Hvenær var farið að halda upp á afmæli? Á öldum áður vissi fólk yfirleitt ekki hvaða mánaðardag það var fætt. Afmæli nýtt fyrirbæri Ekki er langt síðan farið var að halda upp á afmæli barna hér á landi. Afmælishald meðal almennings á sér hvorki langa sögu á Íslandi, né annars staðar í heiminum. Fólk hér á landi vissi yfirleitt hvaða dag í hvaða viku sumars eða vetr- ar, þorra eða góu, þeir voru fædd- ir en ekki nákvæman mánaðar- dag. Margir miðuð aldur sinn blátt áfram við það hvað þeir hefðu lifað margar jólanætur og ýmsir könnuðust við þá aldursgreiningu fram eftir 20. öld þótt hún væri ekki lengur viðhöfð í reynd. Í skrásettum gögnum hér á landi er naumast minnst á afmæli fyrr en á 18. öld, og er það af- mæliskvæði til Þrúðar Þorsteins- dóttur biskupsfrúar á Hólum árið 1709. Þegar kemur fram á 19. öld sjást nokkur dæmi þess að auð- ugir menn haldi upp á afmælið sitt og fái sendar afmæliskveðjur í ljóðum, og um miðja öldina hefur siðurinn breiðst nokkuð út meðal stúdenta. Seint á 19. öld fór að bera á því haldið væri upp á afmæli barna og fram um miðja 20. öld voru afmæl- isveislur aðallega haldnar fyrir börn innan fermingar en ekki fyrir fullorðna nema á stórafmælum og þá yfirleitt ekki fyrr en þeir urðu fimmtugir. Afmælisgjafir haldast hendur við afmælishald og hafa hvar- vetna farið mjög eftir samfélags- stéttum og efnahag. Afmælis- gjafir til barna á Íslandi virðast fyrir alvöru koma til sögunnar á seinasta fjórðungi 19. aldar eins og margt annað með þeirri kyn- slóð sem komst á legg eftir að Ís- lendingar öðluðust verslunarfrelsi árið 1854. (Upplýsingar fengnar af Vísindavefnum) Það er alveg bráð-nauðsynlegt að bjóða upp á skemmtilega leiki í barnaafmælum, bæði til að hafa ofan fyrir gestunum og til að afmælið verði sem líflegast. Gott er að skipu- leggja nokkra leiki fyrirfram, sér- staklega ef þeir krefjast einhvers undirbúnings. Hér eru hugmyndir að nokkrum gömlum og góðum leikjum sem krefjast ekki mikil undirbúnings og flestir hafa gam- an af. Stoppdans Kosturinn við þennan leik er að hann krefst ekki undirbúnings og það eina sem til þarf er tónlist sem hægt er að slökkva og kveikja á eft- ir þörfum. En leikurinn fer þannig fram að þátttakendur dansa með frjálsri aðferð þangað til tónlistin er stöðvuð. Þá er mikilvægt að frjósa alveg því sá sem hreyfir sig á meðan tónlistin er stopp, hann er úr leik. Sá sem er síðastur á dans- gólfinu hann stendur uppi sem sigurvegari. Setudans Leikurinn er mjög svipaður stopp- dansinum, en í þessum leik á að setjast niður þegar tónlistin er stöðvuð. Sá sem er síðastur að setjast, hann er úr leik. Og þannig gengur það þar til einn þátttakandi situr eftir á gólfinu. Pakkaleikur Krefst smá undirbúnings en ætti að vera viðráðanlegt fyrir flesta. Það sem til þarf er lítið dót, sem er til dæmis hægt að kaupa í Tig- er eða Söstrene Grene. Töluvert magn af dagblöðum, kannski plastpoka og límband. Litla dótinu er pakkað vel inn í pappírinn og plastpokana og límbandi vafið utan um. Það á að þurfa smá átök við að opna pakkann, en alls ekki ógerlegt. Þá verður leikurinn bara leiðinlegur. Leikurinn fer svo þannig fram að börnin setjast á gólfið, tónlist er spiluð og pakkinn látinn ganga á milli. Þegar tónlistin stoppuð kemur það í hlut þess sem er með pakkann í höndunum að rífa eins mikið utan af honum og hann getur, þangað til tónlistin byrjar aftur. Og þannig gengur leikurinn þar til dótið kemur í ljós. Sá sem nær dótinu úr pakkanum fær að eiga það. Limbó Gamall og góður leikur sem mömmur og pabbar og ömmur og afar þekkja eflaust vel. Það eina sem til þarf er kústskaft eða ein- hverskonar langt prik. Svo þarf tvo til að halda skaftinu stöðugu á milli sín á meðan þátttakendur í leiknum reyna að beygja sig undir það. Skaftið er lækkað eftir hverja umferð og þeir sem komast ekki undir eru úr leik. Flöskustútur Annar gamall og góður leikur sem flestir þekkja. Það sem til þarf er tóm plastflaska. Leikurinn fer þannig fram að þátttakendur setj- ast í hring á gólfið og einn byrjar að snúa flöskunni á sama tíma og hann segir: „Sá sem flöskustútur lendir á, á að….“ og bætir við því sem viðkomandi á að gera. Eins og til dæmis hoppa á öðrum fæti fimm sinnum. Sá fær svo að snúa flöskunni næst. Stólaleikur Þessi leikur stendur alltaf fyr- ir sínu, og það eina sem til þarf er nóg af stólum. Stólunum er raðað upp í hring, bak í bak, og þeir þurfa að vera einum færri en þátttakendur í leiknum. Tónlist er spiluð og þegar hún er stoppuð er mikilvægt að setjast strax niður á stól. Sá sem ekki nær stól er úr leik. Og þá þarf að fjarlægja einn stól til að leikurinn geti haldið áfram. Skemmtilegir leikir í afmælið Hugmyndir að nokkrum ómissandi leikjum sem gleðja afmælisgesti. …barnaafmæli kynningar 14 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER Aðdráttarafl Gryfjan og trampólínið eru vinsælasta afþreyingin hjá allflestum. Mynd | Rut Guðrún Ósk Jakobsdóttir „Fæstir ráða við að taka við 30-40 krakka hópi heim svo þetta er tilvalið til þess að halda stór- barnaafmæli án vandkvæða.“ Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.