Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 16

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 Samkvæmt vitnisburði Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýr-ingar hjá Seðlabankanum, var ákvörðun um 75 milljarða króna lán til Kaupthings, fáeinum klukku- stundum áður en bankinn féll, tek- inn með eftirfarandi hætti: Davíð Oddsson Seðlabankastjóri ræddi málið við Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í síma. Að því símtali loknu hringdi Davíð í Hreiðar Má Sigurðs- son, bankastjóra Kaupthings, og tilkynnti honum að bankinn fengi 75 milljarða króna lán í erlendum gjaldeyri. Þetta var allur gjaldeyr- isvarasjóður Seðlabankans, síðustu peningarnir á Íslandi sem hægt var að nota í viðskiptum í útlöndum. Restin var krónur sem enginn vildi taka við. Það sem er athugavert við þenn- an söguþráð er að Davíð tók þessa ákvörðun án þess að ræða við nokkurn mann. Hann var þó aðeins einn þriggja bankastjóra. Þótt Davíð hafi verið titlaður aðal fólst ekki í því að honum væri frjálst að lána allan gjaldeyrissjóðinn fallandi banka vit- andi að litlar líkur væru til þess að hægt yrði að endurheimta lánið. Davíð hegðaði sér þarna eins og klíkubróðir Geirs H. Haarde. Og veitti lánið eins og væri hann guð- faðir klíkunnar. Ég á þetta, ég má þetta. Davíð leit svo á að vald sitt væri utan stjórnsýslulaga, utan valdsviðs bankastjóra Seðlabankans, svífandi langt yfir þeim reglum og lögum sem aðrir þurfa að beygja sig undir. Það er ekkert eðlilegra en að menn sem voru undir slíku álagi sem var á Geir og Davíð dægrin í byrj- un október 2008 geri mörg mistök og stór. Þeir félagar þurftu að taka ákvarðanir hratt og án þess að sjá niðurstöðuna fyrir í andrúmslofti þar sem staða mála var flestum hul- in. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til manna að þeir haldi sig við eðlilega ferla við ákvarðanatöku. Þeir ferlar eiga enn frekar við þegar staðan er snúin. Það er ekki svo, að þegar staðan verður slæm að við yf- irgefum þá góða ferla en treystum í staðinn einvörðungu á brjóstvit þeirra sem hafa mesta sjálfsálitið. Það hefur þvælt umræðuna um Hrunið og afleiðingar að þeir sem brutu og sveigðu reglurnar krefjast þess að allir viðurkenni að þeir hafi gert allt rétt. Í yfirheyrslunni yfir Sturlu kom fram að hann taldi vonlaust að opna bank- ana og kauphöllina hinn örlagaríka mánudag 6. október. Það myndi leiða til áhlaups þeirra sem þekktu raunverulega stöðu fjármálafyrir- tækja og þjóðarbúsins og vissu af yf- irvofandi aðgerðum á bankana og út úr krónunni. Auðvitað er þetta rétt hjá Sturlu. Það var glapræði að setja neyðarlög- in ekki að kvöldi sunnudags, eins og að hafði verið stefnt. Opnunin á mánudeginum þjónaði aðeins þeim sem vissu stöðuna og vildu bjarga því sem bjargað varð – ekki fyrir þjóðarbúið heldur sjálfa sig. Ummæli Sturlu minna okkur á að enn á eftir að rannsaka öll viðskipti þennan mánudag. Hverjir gátu forð- að verðmætum undan fyrirsjáanleg- um og þegar ákveðnum aðgerðum ríkisstjórnar og Seðlabanka? Hrunið gengur aftur í umræðu um samfélagsmál á Íslandi vegna þess að það hefur ekki verið að fullu rannsakað og atburðarásin ekki komið fram í dagsljósið. Hverjir voru það sem fluttu á annað þús- und milljarða króna út úr krónu- hagkerfinu misserin fyrir Hrun. Hið gríðarlega útstreymi fjármagns úr krónuhagkerfinu í skjóli inn- streymis spákaupmanna í leit að vaxtamunaviðskiptum var megin- skýringin á gengishruni krónunnar og kjaraskerðingu almennings eft- ir Hrun. Þrátt fyrir fyrirsjáanlega áhættu var þetta ástand látið óátalið misserum saman, ástand sem varði eignir hinna efnamestu en átti eft- ir að höggva niður kaupmátt hinna efnaminni. Við fengum örlitla innsýn inn í þessa fjárflutninga í Panamaskjölun- um, hvaða fólk flúði krónuna og hvert. En þetta fjárútstreymi var svo umfangsmikið og örlagaríkt að nauðsynlegt er að kanna það nánar og ræða opinskátt. Sama á við um viðskipti á mánu- deginum 6. október og aðdraganda ákvarðana sem þá voru teknar. Það gengur aldrei að málsaðilar hafi sjálfdæmi um hvaða upplýsingar eru lagðar fram. Það virkaði engan veginn í málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vegna Wintrismáls- ins og það virkar heldur ekki varð- andi ákvarðanir Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde í Hruninu miðju. Gunnar Smári MARGT AÐ RANNSAKA lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir xA …minna fúsk Vilt þú almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni? Þá skaltu kjósa Bjarta framtíð. …minni okurvexti Vilt þú hætta að borga húsnæðislánið þitt margfalt til baka? Þá skaltu kjósa Bjarta framtíð. …minni hrútskýringar Vilt þú að Alþingi verði ekki sveittur karlaklúbbur? Þá skaltu kjósa Bjarta framtíð. …minni sóðaskap Vilt þú að Íslendingar hætti að gefa skít í umhverfið? Þá skaltu kjósa Bjarta framtíð. …minni einsleitni Vilt þú fjölbreytt samfélag og manneskjulegar stofnanir? Þá skaltu kjósa Bjarta framtíð. Óttarr Proppé þingmaður 1. sæti Suðvestur Björt Ólafsdóttir þingmaður 2. sæti Suðvestur

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.