Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 12
3JA RÉTTA
HÁDEGISSEÐILL
Mánudaga til föstudaga frá 11.30–14.30
GASTROPUB
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
• FORRÉTTUR
• AÐALRÉTTUR
Veldu kjöt eða fisk
• EFTIRRÉTTUR
2.800 kr.
SKOÐAÐU MATSEÐILL VIKUNNAR Á
@saetasvinid
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016
Jakob Valgeir segist hins vegar
ekkert kannast við félagið. „Ég hef
aldrei heyrt þetta nafn áður. Ég
skil ekki hvernig ég á að tengjast
þessu. Ég veit ekki hvernig stendur
á þessu.“ Ekki er hægt að fullyrða að
Jakob Valgeir segi ekki satt þrátt fyrir
tengingu hans við félagið í gögnum
Mossack Fonseca. Jakob Valgeir segir
aðspurður að hann hafi ekki átt neitt
aflandsfélag eða -félög. „Ég átti ekki
neitt slíkt; ég skil ekki hvað þú ert
að tala um.“
Sjólasystkinin í skattaskjóli
Í gögnunum frá Mossack Fonseca eru
einnig upplýsingar um eignarhalds-
félög sem meðlimir fjölskyldunnar
sem rak Sjólaskip í Hafnarfirði um
árabil áttu. Sjólaskip var fjölskyldu-
fyrirtæki Jóns Guðmundssonar og
var stofnað árið 1992 og tóku börn
hans svo við útgerðinni. Jón sjálfur
var með prókúruumboð fyrir einu
félagi á Tortólu sem hét Sarin Sy-
stems Ltd. og var stofnað árið 2001.
Eiginkona hans, Marinella R. Har-
aldsdóttir, var einnig með prókúru-
umboð fyrir umrætt félag.
Sjólaskip átti meðal annars útgerð
á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi
til Samherja árið 2007 fyrir nokkra
milljarða króna. Um var að ræða
verksmiðjutogara sem veiddu hesta-
makríl meðfram strönd Vestur-Afr-
íku, aðallega Máritaníu. Miðað við
Panamaskjölin seldi fjölskyldan Afr-
íkútgerðina í gegnum þessi aflands-
félög sín. Samherji rak útgerðina
áfram fram til ársins 2013 þegar hún
var seld til rússnesks fyrirtækis.
Í gögnunum er líka meðal annars
fjallað um félag Guðmundar Jóns-
sonar í Sjólaskipum, Champo Cons-
ulting Ltd. á Tortólu. Guðmundur
vill ekki ræða um félag sitt við Frétta-
tímann og neitar meðal annars að
gefa upp hvort félag hans var notað
til að halda utan um eignarhald á út-
gerðum. „Ég hef ekkert um þetta að
segja. Þetta er bara mitt mál.“ Guð-
mundur vill heldur ekki svara því
hvort hann noti ennþá slík félög á
aflandssvæðum.
Fjögur af systkinunum úr Sjóla-
skipum eru í gögnunum frá Mossack
Fonseca en auk Guðmundar er þar
að finna Harald Jónsson, Berglindi
Jónsdóttur og Ragnheiði Jónu Jóns-
dóttur. Afrit af vegabréfum þeirra
allra er að finna í gögnunum.
70 milljóna lán frá Tortólafélagi
A n n a r ú t ge rð a r m að u r í
Panamaskjölunum er Örn Erlings-
son sem fyrr á þessu ári seldi útgerð
sína Sólbakka ehf. til Stakkavíkur
í Grindavík. Um var að ræða snur-
voðarbát og 1000 þorskígildistonna
kvóta. Örn sagði í viðtali við Við-
skiptablaðið að grundvöllur út-
gerðarinnar væri brostinn þar sem
greiðslur og álögur til ríkisins væru
svo miklar. „Þá er maður kominn í
vinnu fyrir hið opinbera,“ var haft
eftir Erni í Viðskiptablaðinu og var
ljóst að hann sæi eftir því sem út-
gerðin þurfti að greiða í ríkiskass-
ann.
Örn var hluthafi og prókúruhafi
félagsins Artic Circle Corp í Panama
sem lánaði útgerðarfélagi hans á Ís-
landi, Unga ehf., 70 milljónir króna
árið 2006. Ungi ehf. var móðurfélag
útgerðar Arnar, Sólbakka ehf., og
hagnaðist félagið um rúman millj-
arð króna í fyrra, samkvæmt árs-
reikningi félagsins. Artic Circle Corp
keypti einnig hlutabréf í Unga ehf. af
fyrirtæki sem heitir Palli Egils ehf.
á Selfossi og er kaupsamninginn að
finna í Panamaskjölunum.
Félag Arnar í Panama stundaði því
bæði lánastarfsemi til útgerðarfélags
hans á Íslandi og einnig hlutabréfa-
viðskiptii með bréf í móðurfélagi
Sólbakka, Unga ehf.
Örn var staddur erlendis þegar
Fréttatíminn náði tali af honum.
Hann gaf ekki færi á viðtali eft-
ir að blaðið nefndi nafn félagsins í
Panama við hann. Blaðið náði svo
ekki í hann aftur.
Vildi sleppa við skatta í Danmörku
Einn eigandi fiskbúðar á Íslandi
er í Panamagögnunum, Kristján
Berg Ásgeirsson sem rekur Fiski-
kónginn í dag. Félag Kristjáns Berg
var stofnað árið 2006 á Seychelles-
-eyjum og heitir Solberg Group Ltd.
Ráðleggingar. „Ég seldi fyrirtæk-
ið mitt, Fiskbúðina Vör, og flutti
til Danmerkur þar sem skattar eru
sextíu og eitthvað prósent. Ég var
með einkabankaþjónustu í Lúxem-
borg og þeir ráðlögðu mér þetta. Ef
ég hefði verið skattaður í Danmörku
hefði öll vinna mín síðastliðin 25
ára farið í danska ríkið. Og ég hafði
voðalega lítinn áhuga á því. Ég borg-
aði skatta af sölunni á Íslandi en ég
vildi ekki fara með peningana til
Danmerkur út af skattinum. Ég ætl-
aði ekki að láta danska ríkið hirða af
mér restina.“
Kristján Berg segir að hann
hafi lagt peningana inn í félagið á
Seychelles og svo tapað því í hrun-
inu. „Ætli ég hafi ekki tapað svona
200 milljónum á hruninu. Ég flutti
svo bara aftur til Íslands og er bara
búinn að vinna baki brotnu síðan.
Ég kann ekkert í fjárfestingum; ég er
bara fisksali og hef alltaf bara verið
það. Ég treysti öðrum mönnum til
að gefa mér ráðleggingar um þetta.
Ég vissi ekki betur á þessum tíma en
að þetta væri í lagi. Ég var þrjátíu og
tveggja ára og hélt ég gæti bara hætt
að vinna og lifað á þessum pening-
um. Það er leiðinlegasta starf sem ég
hef verið í.“
Hann segist vera löngu hættur að
nota félagið.
Er þetta einkamál?
Þó ýmsir, eins og Kristján Berg Ás-
geirsson, séu fúsir til að tala í löngu
máli um viðskipti aflandsfélaga
sinna þá getur verið erfitt að fá aðra
til þess, eins og sést hér. Valborg
María Stefánsdóttir, sem skráð er
fyrir einu Tortólafélagi sem heitir
Maser Shipping ásamt manni sínum,
Gunnlaugi Konráðssyni, segir að það
komi engum við af hverju hún stofn-
aði félagið. „Í hvaða tilgangi ertu
að spyrja að þessu? Ég veit ekki af
hverju ég á að gefa þér upplýsingar
um þetta. Það er neikvæð umræða
um þetta. Mér finnst þér ekkert
koma þetta við. Ég ætla bara að eiga
þetta allt fyrir mig.“
Spurningin er hins vegar hvort að
notkun á aflandsfélögum í skatta-
skjólum sé sannarlega aðeins einka-
mál hvers og eins og Valborg vill
meina. Með notkun Íslendinga og
annarra á skattaskjólum verða ríki
heimsins af miklum skatttekjum á
hverju ári. Þó ekki sé hægt að full-
yrða að allir sem noti aflandsfélög
svíki undan skatti þá eru ástæður
fyrir því að fjárfestar velja slík fé-
lög en ekki fyrirtæki sem ekki eru í
aflands- eða lágskattasvæðum.
Þrátt fyrir að átta ár séu liðin fyrir
íslenska efnahagshruninu, og þrátt
fyrir að mikil umræða hafi verið um
skattaskjól í samfélaginu á liðnum
árum, þá áttu Íslendingar til dæm-
is ennþá 32 milljarða króna eignir
á Bresku Jómfrúareyjum í árslok í
fyrra. Vandamálin sem aflands-
félögin búa til – á milli 450 og 700
milljarðar króna voru sviknir und-
an skatti á árunum 2000 til 2008
samkvæmt mati hagfræðinganna
Jóhannesar Hraunfjörð Karlssonar
og Þórólfs Matthíassonar – virðast
því alls ekki heyra sögunni til á Ís-
landi. Það sem Valborg vill meina að
sé einkamál er því bara alls ekkert
einkamál heldur hagsmunamál allra
í samfélaginu.
„Ég hef ekkert um þetta
að segja. Þetta er bara
mitt mál.“
Guðmundur Jónsson í Sjólaskipum
„Ég kann ekkert í fjár-
festingum; ég er bara
fisksali og hef alltaf bara
verið það. Ég treysti
öðrum mönnum til að
gefa mér ráðleggingar um
þetta. Ég vissi ekki betur
á þessum tíma en að þetta
væri í lagi.“
Kristjón Berg Ásgeirsson í Fiskikónginum
Systkinin sem erfðu Sjólaskip í Hafnarfirði stýrðu öll félögum í skattaskjólum
í gegnum Mossack Fonseca. Gögnin sýna að sala þeirra á Afríkuútgerð sinni til
Samherja árið 2007 fór að hluta að minnsta kosti fram í gegnum þessi félög sem
skráð eru á Tortólu.