Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 8

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 8
 551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 22/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 13:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 29/10 kl. 15:00 Lau 12/11 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember! Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fös 21/10 kl. 20:00 Fös 28/10 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 2/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fös 21/10 kl. 19:30 28.sýn Lau 29/10 kl. 20:00 30.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. 8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 PANAMASKJÖLIN: ÍSLENSKUR FISKÚTFLYTJANDI FÉKK TUGMILLJÓNA GREIÐSLUR TIL AFLANDSFÉLAGS Fréttatíminn og Reykjavík Media ehf. birta umfjöllun um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og útgerðarmenn í Panamaskjölunum. Sjólafjölskyldan í Hafnarfirði seldi útgerð í Afríku í gegnum Tortólu. Eigendur fiskútflutningsfyrirtækja eru áberandi á listanum. Landsbankinn í Lúxemborg hélt félögum í skattaskjólum að viðskiptavinum sínum. Útgerðarmaðurinn. Jakob Valgeir Flosason kannast ekki við aflandsfélag í Panama sem lögmannsstofan Mossack Fonseca tengdi við hann. „Það er engin ástæða til að ég ræði það við þig,“ segir Ellert Vigfússon, fjárfestir og fiskútflytjandi sem í gegnum árin hefur átt í fyrirtækj- um eins og Icelandic Group og Sjó- vík, aðspurður um aflandsfélög í skattaskjólum sem tengjast honum og koma fram í Panamaskjölun- um svokölluðu frá lögmannsstof- unni Mossack Fonseca. Ellert spyr fyrst að því að hvernig hann tengist Panamaskjölunum – „Hvað hefur það með mig að gera?“ – þegar hann er spurður að því hvort hann hafi séð umfjöllum fjölmiðla um skatta- skjólsgögnin á þessu ári. Þegar hann er spurður um eitt af félögun- um, Elite Seafoods Panama Corp, sem stofnað var í ágúst árið 2012, bregst hann hins vegar við með því að segja að hann telji ástæðulaust að ræða um félagið við blaðamann. Félög Eggerts í Panamaskjölun- um – hin heita Norys Capital Ltd. og Becot Holding S.A. – eru einung- is þrjú af fyrirtækjunum í gögnum Mossack Fonseca sem tengjast ís- lenskum sjávarútvegi með bein- um eða óbeinum hætti. Ellert, sem fæddur er árið 1955, hefur verið umfangsmikill í fiskútflutn- ingi í gegnum árin og var meðal annars forstjóri Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu. Af íslensk- um aðilum tengdum sjávarútvegi er Ellert einna umsvifamestur í Panamaskjölunum. Eitt af aflands- félögum Eggerts, Norys Capital, fékk til dæmis lánaðar 850 milljón- ir króna frá Landsbankanum í Lúx- emborg árið 2002. Heimsmet Íslendinga Í Panamagögnunum er meðal annars að finna útgerðarmenn, fiskútflytjendur, skipasala og einn fisksala á Íslandi. Fréttatíminn fjall- ar hér um þessi félög í samvinnu við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media ehf. sem eitt íslenska fjöl- miðlafyrirtækja hefur aðgang að gögnunum frá Mossack Fonseca. Panamagögnin urðu fjölmiðlaefni fyrr á árinu og var fjallað um þau í miðlum um allan heim í vor. Birting gagnanna leiddi meðal annars til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar sem forsætisráðherra eftir að upp komst að hann hefði átt hlut í félaginu Wintris á Tortólu sem átti eignir upp á hundruð millj- óna króna. Ekkert land í heiminum átti eins marga fulltrúa í Panamagögnun- um og Ísland, miðað við höfðatölu. Sem dæmi má nefna að um 600 Íslendingar koma fyrir í gögnun- Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Árni Stefán Björnsson Fjárfestir og eigandi smábátaútgerðarinn- ar Rakkanes ehf. Aflandsfélag: Ocean Wealth Capital á Tortólu, Arctic Circle Invest S.A. á Tortólu Berglind Björk Jónsdóttir Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Stenton Consulting S.A. á Tortólu Björgvin Kjartansson Eigandi fiskverkunar- og útflutningsfyrir- tækisins Hamrafells í Hafnarfirði Aflandsfélag: World Wide Seafoos and Trading Consulting á Tortólu Ellert Vigfússon Eigandi og framkvæmdastjóri hjá fiskút- flutningsfryrirtækinu Icelandic Group og Sjóvík Aflandsfélag: Elite Seafood Panama Corp í Panama, Sorell Holding Promotion Ltd. á Tortólu, Norys Capital Ltd. Becot Holding S.A. Goodthaab í Nöf ehf. Fiskútflutningsfyrirtæki í Vestmannaeyjum Aflandsfélag: Hluthafi í Arctic Circle In- vest á Tortólu í gegnum félagið Nafarfoss ehf. Guðmundur Jónsson Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Champo Consulting Limited á Tortólu og Sarin Systems Ltd. á Tortóla Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Fjárfestir og stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum Aflandsfélag: Tantami Venture og Tetris Estate á Tortólu Gunnlaugur Konráðsson Hrefnuveiðimaður Aflandsfélag: Maser Shipping Ltd. á Tortólu, Arctic Circle Invest á Tortólu Haraldur Jónsson Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Sarin Systems Ltd. á Tortóla Jakob Valgeir Flosason Útgerðarmaður hjá Jakobi Valgeiri í Bolungarvík Aflandsfélag: Tengdur við Aragon Partners Inc. í Panama Jón Guðmundsson Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Sarin Systems Ltd. á Tortólu Kristján Berg Ásgeirsson Fyrrverandi eigandi Fiskbúðarinnar Varar og núverandi eigandi Fiskikóngsins Aflandsfélag: Solberg Group Ltd. á Seychelles Kristján Vilhelmsson Hluthafi og útgerðarstjóri Samherja Aflandsfélag: Hornblow Continental Corp á Tortólu Laufey Sigurþórsdóttir Eigandi fiskverskunar- og útflutningsfyrir- tækisins Hamrafells í Hafnarfirði Aflandsfélag: World Wide Seafood and Trading Consulting a Tortólu Marinella R. Haraldsdóttir Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Sarin Systems Ltd. á Tortóla Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Eigandi Sjólaskipa Aflandsfélag: Aurora Contintenal Limited á Tortóla Sigurður Gísli Björnsson Eigandi fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks Aflandsfélag: Freezing Point Corp í Panama Theódór Guðbergsson Fiskverkandi og skipasali í Garði á Reykjanesi Aflandsfélag: Huskon International Inc. í Panama, Arctic Circle Invest á Tortólu Valborg María Stefánsdóttir Eiginkona Gunnlaugs Kristinssonar Aflandsfélag: Maser Shipping Ltd. á Tortólu Þorsteinn Vilhelmsson Fjárfestir og einn stofnandi Samherja Aflandsfélag: Viðskipti við Cliffs Invest- ments S.A. á Tortólu Örn Erlingsson Eigandi útgerðarfyrirtækjanna Unga ehf. og Sólbakka Aflandsfélag: Eigandi Arctic Circle Corp í Panama Einstaklingar og fyrirtæki tengd sjávarútvegi og fisksölu í Panamaskjölunum um, 500 Svíar, jafnvel þó þrjátíu sinnum fleiri búi í Svíþjóð en á Ís- landi, og einungis 200 Norðmenn. Íslendingar eiga því einnig Norður- landamet í fjölda einstaklinga og fyrirtækja í gögnunum. Eins og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögn- valdsson vararíkissaksóknari bentu á í leiðara í Tíund, rits embættisins, nú í maí: „Íslendingar voru þannig ekki aðeins mestir og bestir í við- skiptum eins og haldið var fram þegar útrásin stóð sem hæst, með styrkum stuðningi ólíklegasta fólks, heldur virðist Ísland stefna í að setja heimsmet í hlutfallslegri þátttöku landsmanna í því alþjóðarugli sem aflandsheimurinn hefur að geyma.“ Notkun á af landsfélögum var þannig ótrúlega útbreidd á Íslandi. Tekið skal fram að gögnin koma bara frá einni lög- mannsstofu og að miklu f leiri lögmannstofur buðu upp á sambæri- lega aflandsþjónustu og Mossack Fonseca. Gögnin gefa því alls ekki tæmandi mynd af umsvifum Íslendinga í skattaskjólum á árun- um fyrir hrunið 2008 og eftir það. Fyrirtæki á Kýpur hafa til dæm- is veitt aflandsþjónustu sem verið hefur vinsæl hjá íslenskum fjár- Kristján Vilhelmsson er þekktasti út- gerðarmaðurinn og sá umsvifamesti í Panamaskjölunum. Hann tengist einu félagi í skjölunum en ekki liggur fyrir hvað þetta félag gerði nákvæmlega. Jóhannes Kr. Kristjánsson johanneskr@rme.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.