Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.11.2016, Side 22

Fréttatíminn - 04.11.2016, Side 22
LJÓSADAGAR OPIÐ ALLA DAGA við Fellsmúla | 108 Reykjavík -50% -20% kr. LOFTLJÓS Litir: Svart/grátt/hvítt 5.596 Áður: kr. 6.995 kr. HANGANDI LJÓS Litir: Gull/silfur 3.993 Áður: kr. 7.985 LJÓSADAGAR OPIÐ ALLA DAGA við Fellsmúla | 108 Reykjavík -50% -20% kr. LOFTLJÓS Litir: Svart/grátt/hvítt 5.596 Áður: kr. 6.995 kr. HANGANDI LJÓS Litir: Gull/silfur 3.993 Áður: kr. 7.985 LJÓSADAGAR OPIÐ ALLA DAGA við Fellsmúla | 108 Reykjavík -50% -20% kr. LOFTLJÓS Litir: Svart/grátt/hvítt 5.596 Áður: kr. 6.995 kr. HANGANDI LJÓS Litir: Gull/silfur 3.993 Áður: kr. 7.985 Sisters of Mercy, Sisters of Our Lady of Charity og Sisters of the Good Shepherd. Þar eiga stúlkurnar að iðrast og hljóta betrun. „Föllnu stúlkurnar“ Upphaflega hugmyndin á bak við Magdalene hælin var vissulega byggð á kristnum gildum. Þvotta- húsið á Upper Leeson Street í Dublin veitti tugum vændiskvenna skjól, fæði, klæði og vinnu til að komast af götunni. Í kjölfar aukinnar eftir- spurnar eftir þjónustu þvottahús- anna jókst umfang starfseminnar til muna. Fyrrum vændiskonur, sem nunnurnar höfðu tekið undir sinn verndarvæng, höfðu ekki undan og því var ljóst að frekara vinnuafl þurfti til enda þvottahúsin nú orðin fyrirtæki í eigu klaustranna. Á árun- um 1922-1996 voru yfir 30 þúsund barnungar telpur, unglingsstúlkur og konur sendar í Magdalene þvotta- húsin til starfa í harða betrunarvist til lengri eða skemmri tíma. Helm- ingur þeirra var undir 23 ára aldri. Á þessu tímabili er áætlað að tæp- lega fimmtungur kvennanna sem þar voru hafi verið vistaðar af fús- um og frjálsum vilja. Hinum var komið þar fyrir af fjölskyldum sín- um, prestum, munaðarleysingahæl- um eða öðrum stofnunum á vegum hins opinbera. Fæstar þeirra vissu hvað þær höfðu unnið til saka en yfirlýstur tilgangur þvottahúsanna var endurhæfingar- og betrunarvist fyrir „fallnar“ stúlkur og konur sem voru álitnar lauslátar, höfðu eign- ast barn utan hjónabands, þóttu of fallegar, voru fórnarlömb kynferð- isofbeldis, glímdu við andleg veik- indi eða voru á einhvern hátt byrði á fjölskyldu sinni. Magdalene þvottahúsunum fjölg- 22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Árið er 1922. Írska lýðveldið er ný- stofnað eftir blóðuga sjálfstæðisbar- áttu og felur velferðarmál landsins í hendur kaþólsku kirkjunnar og stofnana hennar. Kirkjan er óvé- fengjanlegt yfirvald í siðferðismálum samfélagsins og reglur hennar eru skýrar þegar kemur að kynferðis- legu athæfi. Kynlíf utan hjónabands er ekki aðeins rangt heldur er það sambærilegur glæpur og morð. Kon- ur sem eru grunaðar um slíkt eru fordæmdar bæði af samfélaginu og kirkjunni. Og kaþólska kirkjan hefur alltaf rétt fyrir sér. Ógiftar barnshaf- andi stúlkur fara á mæðra-og barna- heimili. Stúlkur og konur sem hafa gerst sekar um aðrar siðferðislegar yfirsjónir eru sendar á Magdalene hælin, nefnd eftir hinni föllnu Maríu Magdalenu sem hlaut náð fyrir aug- um frelsarans. Þar eru þvottahús starfrækt á vegum fjögurra nunnu- reglna; Religious Sisters of Charity, Bet un í helvíti Tuttugu ár eru liðin frá því síðasta Magdalene þvottahúsinu á Írlandi var lokað. Þangað voru fleiri en 30 þúsund stúlkur og konur sendar til starfa í lengri eða skemmri tíma í grimma betrunarvist á vegum kaþólsku kirkjunnar. Nunnureglurnar fjórar sem ráku þvottahúsin hafa allar neitað að ganga að kröfum írskra stjórnvalda og ályktana Sameinuðu þjóðanna um að leggja sitt af mörkum í miskabætur fyrir eftirlifendur. Sólveig Jónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Beinagrindur í ómerktri gröf Bon Secours Mæðra- og barnaheim- ilið var rekið frá 1925 þar til því var lokað árið 1961. Árið 2014 uppgötv- uðust beinagrindur 798 hvítvoð- unga og smábarna í ómerktri gröf og skólptanki á lóð heimilisins. Flest þeirra höfðu látist úr sjúkdómum og vannæringu. Kirkjan kom heimilinu til varnar og hélt því fram að dánartíðni barna á heimilinu hefði verið í takt við það sem vanalegt var í írsku þjóð- félagi á þessum tíma. Við nánari eft- irgrennslan kom í ljós að barnadauði innan veggja heimilisins var meira en helmingi hærri en annars staðar á landinu á þessum tíma. Rannsókn á starfsemi heimilisins er enn í gangi. aði um allt Írland og voru meðal annars rekin í klaustrum í Cork, Limerick, Waterford, Wexford, Galway og Dublin. Kaþólska kirkj- an hvatti sjúkrahús, herinn og fjöl- margar opinberar stofnanir til þess að nýta sér þjónustu betrunarþvotta- húsanna. Vinnudagarnir voru langir og þeim fylgdi gríðarlegt líkamlegt erfiði. Launin voru engin. Gögn um þessa starfsemi og starfsemi annarra stofnana á vegum kirkjunnar eru af afar skornum skammti, ef frá er talinn vitnisburður kvenna sem nú hafa stigið fram, sagt sögu sína og barist fyrir því að kirkjan verði dreg- in til ábyrgðar fyrir þær þjáningar sem þær máttu þola. Síðasta skráða tilfellið um að stúlka hafi verið send í Magdalene þvottahús er frá árinu 1991. Stolið epli Mæðra- og barnaheimili voru einnig rekin af kaþólskum nunnum um áratuga skeið. Ógiftar barnshaf- andi stúlkur og konur voru sendar á slík heimili til að fæða börnin og margar þeirra fátækari voru neydd- ar í þrælkunarvinnu í kjölfarið til að standa undir kostnaði þeirrar þjón- ustu sem kirkjan veitti þeim í vand- ræðum sínum. Börnin voru aðskilin frá mæðrum sínum og komið í um- sjá nunnanna. Mary Merrit fæddist á einu slíku heimili og er í dag ötul baráttukona fyrir réttlæti fyrir eft- irlifendur stofnana kaþólsku kirkj- unnar. Ellefu ára gömul var Mary svo svöng að hún stal epli. Í kjölfar- ið á þessari yfirsjón tóku nunnurn- ar ákvörðun um að senda hana til vinnu í High Park þvottahúsinu í Dublin þar sem hún átti að vera þar til henni lærðist að það væri rangt að stela. Mary vann í þvottahúsinu

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.