Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 46

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 46
Allt klárt á nýjum stað Íslensku alparnir eru nú til húsa að Ármúla 40, í sama húsnæði og Markið. Verslunin er full af nýjum vetrarfötum. Hagræði fyrir neytendur Guðmundur Gunnlaugsson framkvæmdarstjóri segir að flutningar Íslensku alpanna leiði til hagsbóta fyrir neytendur. Myndir | Hari Í tilefni flutninganna e r 20% afsláttur a f öllum vörum Íslensku alparnir flytja í Ármúla 40 Verslunin flutt í sama húsnæði og Markið. Vegleg opnunartilboð og full búð af nýjum vetrarvörum. Unnið í samstarfi við Íslensku alpana. Nú hafa tvær glæsilegar verslanir komið sér fyrir saman hérna í Ármúla 40. Markið er yfir þrjátíu ára gömul verslun og við erum á fjórtánda ári. Þetta verður til mikilla hagsbóta fyrir viðskiptavini okk- ar,“ segir Guðmundur Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Íslensku alpanna. Verslunin Íslensku alparnir hef- ur verið opnuð á nýjum stað. Hún hefur um árabil verið í Faxafeni en hefur nú fengið nýjan samastað í Ármúla 40, við hlið hinnar gamal- grónu verslunar Marksins. Íslensku alparnir og Markið verða reknar í sitt hvoru lagi þrátt fyrir að vera í sama rými. „Þetta ætti að breikka kúnnahópa beggja. Markið er með stóran hóp í hjólum og við í útivist og skíðum. Við tökum við öllum vetrarvörum sem þeir voru með, allt sem tilheyrir skíðasvæð- unum, en þeir einblína á hjólin og alla fylgihluti þeirra. Margir eru traustir viðskiptavinir beggja versl- ana og svo eru alltaf snertifletir eins og ullarfatnaðurinn sem hentar bæði hjólafólki og útivistarfólki,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að í flutn- ingunum inn í Ármúla felist mikil hagræðing fyrir Íslensku alpana. „Gamla húsnæðið var barn síns tíma. Við þurftum að bera vörur inn um framdyrnar og lagerrými var af skornum skammti. Hér getum við keyrt vörur inn á brettum fyrir aft- an og erum með stóra skemmu. Það er líka hagræðing í húsaleigu og starfsmannahaldi. Þetta skilar sér auðvitað til neytenda.“ Búið er að opna Íslensku alpana á nýja staðnum í Ármúla 40 og verslunin er full af nýjum vetrar- vörum. Í tilefni flutninganna er 20% afsláttur af öllum vörum. …heilsa 6 | amk… FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Þ að þarf ekki að vera flókið að létta lundina aðeins í skammdeginu, en ef vanlíðan er mikil er nauðsynlegt að leita sér hjálpar. Þegar daginn fer að stytta og birtustundum fækkar þá læðist skammdegisþunglyndi að mörgum. Sumir verða ansi slæmir og upplifa mikla vanlíðan á meðan aðrir finna fyrir vægari einkennum. Helstu einkenni skammdegisþunglyndis eru almenn vanlíðan, sinnuleysi, depurð, svartsýni, lífsleiði, orkuleysi og óeðlilega mikil svefnþörf. Einnig eykst matarlyst, þá sérstak- lega löngun í kolvetnaríka fæðu. Það er því er algengt að fólk með skammdegisþunglyndi þyngist töluvert yfir vetrartímann. Þar að auki getur skammdegisþunglyndi leitt til þess að fólk forðist félags- leg samskipti og einangri sig. Skammdegisþunglyndi er algengast hjá konum á aldrinum 20 til 40 ára og ungar konur eru í raun tíu sinnum líklegri til að þjást af vægu skammdegisþunglyndi en eldri karlmenn. Skammdegisþunglyndið getur verið mjög þrálátt og endurtekið sig frá ári til árs. Í verstu tilfellunum getur það hamlað mjög eðli- legri virkni fólks og þá er nauðsynlegt að leita faglegrar aðstoðar hjá sálfræðingum eða geðlæknum. Í vægari tilfellum getum við sjálf bætt líðanina með einföldum aðgerðum. 1 Gervi dagsbirta Skortur á sólarljósi er einn af þeim þáttum sem tald-ir er orsaka skammdegisþunglyndi og því liggur beinast við að auka það til að mæta líðanina. Það getur hins vegar reynst þrautin þyngri með náttúrulega leiðum á Íslandi. En hægt er að fá lampa sem líkja eftir sólarljósi og sumum finnst það hjálpa. 2Hreyfing gerir kraftaverkÞað er ýmislegt sem bendir til þess að regluleg hreyfing bæti andlega líðan. Þetta á líka við um skammdegis- þunglyndi. Kröftugur tími í ræktinni getur gert kraftaverk og aukið serótónín (gleði- hormón) magnið í heilanum til muna. Og líkaminn virðist ná að viðhalda auknu magni serótóníns í nokkra klukkutíma eftir æfingu. 3Hláturinn gleðurÖnnur leið til að auka serótónín magnið í heilanum er að hlæja. Það getur vissulega verið hægara sagt en gert þegar manni líður illa, en það sakar ekki að reyna. Hittu skemmtilega vini eða horfðu á grínmynd sem þú veist að kemur þér alltaf til að hlæja. 4Nýttu birtunaBirtustundirnar eru ansi fáar á Ís-landi yfir háveturinn, en það er um að gera að nýta þær vel. Það að eyða að minnsta kosti hálftíma úti í dagsbirt- unni getur haft mjög góð áhrif á andlega heilsu, og ekki spillir fyrir ef útiveran felur í sér hreyfingu. 5Nuddaðu burt vanlíðanSvo virðist sem að nudd hafi já-kvæð áhrif á framleiðslu serótóníns í heilanum. Það er líklega fátt betra en að leggjast á bekk og láta dekra við sig með nuddi á frostköldum vetrardegi. Svo sannarlega þess virði að prófa, og sjá hvort það bætir ekki líðanina. Skammdegið erfitt Það má ýmislegt gera til að bæta líðanina í svartasta skammdeginu. 5ráð við vægu skam m­degis­þung lyndi

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.