Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 56

Fréttatíminn - 04.11.2016, Page 56
Hinn breski Tom Dixon var afar skapandi sem ungur maður og fann sig fyrst í leirlistatímum í skóla þar sem hann þreifst annars illa. Hann var tónlistarmaður að atvinnu í tvö ár; spilaði á bassa í diskóhljómsveit í tvö ár. S-stóllinn hann víðfrægi varð til þegar hann var annars hugar að krota mynd af kjúklingi. Suðuaðferðinni, sem hann notaði síðar við framleiðslu á hönnun sinni, kynnist hann þegar hann var að vinna á bílaverkstæði. Hann hefur því alla tíð notað umhverfi sitt og fremur hversdagslega hluti til þess að skapa. Árið 1998 varð hann yfirhönnuð- ur Habitat en árið 2002 varð brandið Tom Dixon til. Síðan hefur hver hönnunin á fætur annarri litið dagsins ljós frá Tom Dixon og óhætt er að segja að margar þeirra séu nú þegar orðnar klassík. Hann er orðinn frægur um heim allan og ekkert lát virðist vera á vinsældunum, ekki síst þar sem hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir en virðist alltaf hitta í mark. Skapandi & djarfur …heimili & hönnun kynningar 4 | amk… FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Frábært úrval ljósa og fylgihluta frá Tom Dixon Fallegar nýjar línur ásamt klassíkinni. Unnið í samstarfi við Lumex Góð og falleg lýsing getur lyft rýminu upp á æðra plan og undirstrikað smart rými. Lumex býð- ur upp á mikið úrval Tom Dixon ljósa og fylgihluta. Ýmislegt nýtt er í boði ásamt eldri klassískum línum. Hjörtur Matthías Smárason hjá Lumex veit allt um hönnun Tom Dixon. Hann segir áhugann á hönnun vera mikinn, ekki síst meðal ungs fólks sem sé breyting frá árum áður og hönnun Tom Dixon höfði af einhverjum ástæð- um einmitt til unga fólksins. „Það sem er kannski skemmtilegast við Tom Dixon er það hvernig hann hannar heilar vörulínur. Það er hægt að kaupa ljósið og ein- hvern fylgihlut sem talar við hann annars staðar í rýminu, til dæmis kertalukt eða vasa. Án þess að ofgera því er alltaf gaman að hafa eitthvað í stíl,“ segir Hjörtur. Stone línan frá Tom Dixon en í henni er meðal annars loftljós, borðlampi og kertastjaki. „Þessi lína er svo skemmtileg því að hún er fersk og ný en hún á líka vel við í meira gamaldags rýmum. Hún talar við marga stíla. Hangandi ljósin eiga við hvar sem er og eru til dæmis mjög flott yfir eyjum í eldhúsum.“. Mynd | tomtom og tomsarinn Flask línan er með fallegri olíuáferð. „Þetta er lína sem var til fyrir með reyklituðu gleri en var að koma í framlengdri útgáfu ásamt mörgum fylgihlutum; skálum, vösum, kertum og ilmum þannig að það er heil vörulína með þessari áferð.“ Mynd | tommyboy Curve línan er einnig ný og kemur í tveimur stærðum af hangandi ljósum og veggljósi „Þetta eru laserskornar málmþynnur sem eru tengdar saman og mynda þessi form. Þessi ljós henta vel í borðstofuna og stigaganginn. Þetta eru mikil stemningsljós.“ Mynd | toms og tommy Auk þessara nýju og nýlegu linu eru koparljósin og fylgihlutir vitanlega til af öllum gerðum í Lumex. Mynd | tomdixon

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.