Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 1
frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 92. tölublað 7. árgangur Fimmtudagur 22.12.2016 Hrefna Sætran er drottning lúxusveitinga- húsanna Samkvæmt sænskri samantekt ber hún af í gæðum og rekstri 14 46 30 Drengirnir Brian og Andy fengu eftirminnilega jólagjöf í þetta sinn. Pabbi þeirra, sem þeir höfðu ekki séð í sex ár, kom frá Bandaríkjunum til að eyða með þeim jólunum í Keflavík. Sambandið við hann rofnaði í kjölfar harðvítugrar forræðisdeilu sem lauk með úrskurði dómstóla í Bandaríkjunum árið 2011 en móðirin sendi frá sér bók um málið á sínum tíma. Bls 8. Mynd | Hari Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir börn með sjaldgæfa, alvar- lega eða ólæknandi sjúkdóma, verður lögð niður eftir áramót að óbreyttu miðað við að miðstöð- inni eru ætlaðar 12 milljónir í nýjum fjárlögum, en ekki tæplega 27 milljónum, eins og stjórnandi stöðvarinnar taldi sig hafa vilyrði um frá heilbrigðisráðherra. Hún segir niðurstöðuna eins og kalda vatnsgusu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það var í rauninni þjóðin sem gaf miðstöðina,“ útskýrir hjúkrunar- fræðingurinn Bára Sigurjónsdóttir, einn af forstöðumaður Leiðarljóss, en 80 milljónir króna söfnuðust árið 2012 í beinni útsendingu á RÚV til þess að koma verkefninu á lagg- irnar. Féð nýttist vel, að sögn Báru, en í dag þjónustar miðstöðin 75 fjölskyldur og hefur upp á að bjóða þrjú stöðugildi sérfræðinga sem aðstoða fjölskyldurnar eftir að þær eru komnar af spítala með börnin. „Svo fór fram ákveðið gæðamat, þar sem við fengum einkunn upp á 9,5, auk þess sem Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðisráðherra hafði gef- ið í skyn að við mættum búast við styrk til þess að reka þjónustuna,“ útskýrir Bára. Það var þó ekki fyrr en eftir kosningar sem hún fór á fund með Sjúkratryggingum, þá kom í ljós að ríkið var aðeins tilbú- ið til þess að veita um 12 milljónir í rekstur Leiðarljóss á næsta ári, eða um helming þess sem þarf til þess að reka úrræðið. „Það var bara eins og köld vatns- gusa í andlitið,“ segir Bára sem er vonsvikin yfir ákvörðuninni. Hún segir svörin sem hún fái núna séu einföld; það eru ekki til peningar. „Að óbreyttu þurfum við að loka,“ segir hún og bendir á að síminn hjá þeim hafi varla stoppað vegna hringinga frá áhyggjufullum foreldrum sem þurfa þá að leita í ríkari mæli á spítala ef eitthvað bját- ar á, sem er mun dýrara úrræði, að sögn Báru. Spurð hvort miðstöðin geti látið sér tólf milljónir nægja, svarar Bára: „Þá yrði starfsemin í skötulíki.“ Ekki náðist í Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðisráðherra, vegna málsins. Köld vatnsgusa í andlitið Fengu pabba sinn í jólagjöf Við Glerártorg ellefta geislar. Hana girnist hver norðlenskur kjaftur. Orku í bílinn þinn beislar og bíður þess að sjá þig aftur. Við Glerártorg er ein af 13 hraðhleðslu stöðvum ON. Fullkomnaðu jólasósuna með Knorr-kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ! Knorr gefur þér kraftinn fyrir jólin MSG Desemberást Pör sem fundu ástina í desember Sjálfhverfu-persónu- leikaröskun Þegar maður elskar sjálfan sig of mikið Kúkakarlar við jötuna Skrítnir jólasiðir víða um heim Sigrún lifir fyrir Guð Ungt og heitkristið fólk lýsir heims- mynd sinni 26 20 Bára Sigurjónsdótt- ir, forstöðumaður Leiðarljóss segir að starfseminni verði hætt eftir áramót að óbreyttu. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir Úti að aka 9.950 kr. Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni Blái hnötturinn 10.600 kr. Gjafakort fyrir tvo ásamt leikhús- máltíð fyrir sýningu eða í hléi Ljúffengt leikhúskvöld 12.950 kr. Gefðu töfrandi stund í jólagjöf! Gjafakort Borgarleikhússins

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.