Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 37
| 37FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 verður í raun bara menntabylting sem er ekki síst Alþýðuflokknum að þakka. Má þá í raun segja að Alþýðuflokk- urinn geri þær breytingar á samfé- laginu að hann verði óþarfur? Já já, það má í raun segja það að vissu leyti. Og hann má bara vera ánægður með það. En Gylfi var líka mikill listunnandi, hann efldi allt listnám og t.d. var hann mikill áhugamaður um tónlist og á hans vegum eru sett lög 1963 um tónlist- arskóla sem verða til þess að það spretta upp tónlistarskólar út um allt land. Hann lætur líka stofna kennaradeildir við Tónlistarskól- ann í Reykjavík til að útskrifa tón- listarkennara en þetta má segja að sé grunnur að allri þeirri grósku sem er í íslensku tónlistarlífi í dag. Myndir þú segja að þessi tími hafi verið mesta blómaskeið Alþýðu- flokksins? Já, það má alveg segja það enda var Viðreisnarstjórnin mjög merkileg þó að hún hafi auðvitað verið með Sjálfstæðisf lokknum. Ég myndi nú líka segja að það væri kannski Stjórn hinna vinnandi stétta sem var blómaskeið og beitti hún sér fyrir mjög mörgu en hún er við völd 1934-1937. Viðreisnarstjórn- in stóð samt svo lengi að það var hægt að koma mörgu í verk. Þá kom til dæmis samkomulagið um uppbyggingu Breiðholtsins. Svo má líka segja að þriðja blómatíð Alþýð- uflokksins sé 1987-1991 eða lengur jafnvel. Þá er Jón Baldvin orðinn formaður og Jón Sigurðsson líka kominn þarna inn en þeir eiginlega móta mjög mikið nýja efnahags- stefnu hér á landi, það kemur frá Alþýðuflokknum mjög mikið. Þeir eru þarna auðvitað fyrst í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki sem síðan springur eftir eitt ár og þá kemur Alþýðubandalagið inn. Þá var farið í að losa um gjaldeyr- ishöft og afnema einokun á fiskút- flutningi og fleira en þetta er meira og minna allt komið frá Alþýðu- flokknum. Svo er auðvitað EES samningurinn sem er mjög stór hluti af þessu líka, að opna fyrir frjáls viðskipti. Jafnaðarstefna í mörgum flokkum En hvernig er það með þá stöðu sem er uppi í dag hjá okkur krötunum, á þessi staða sér hliðstæðu í sögunni? Nei, það er í raun ekki hægt að finna beint hliðstæðu en það væri þá helst eftir síðasta kjörtímabil Viðreisnarstjórinnar því þá kemur hér mikið atvinnuleysi og kreppa og Alþýðuflokkurinn fer mjög illa frá því en hann var verkamanna- flokkurinn í þeirri stjórn. Í kosn- ingunum 1971 fer hann alveg niður í tæplega 10% atkvæða. Svo heldur það áfram 1974, þá fer hann nið- ur í 9,1% en það er það lægsta sem hann fór í. Síðan kemur Vilmundar bylgjan upp úr því en þá endurnýj- ast flokkurinn alveg og allir þess- ir gömlu kallar eru settir út. Það er mjög mikið lægðartímabil fyrir flokkinn en hann fór nú samt aldrei jafn langt niður og Samfylkingin fór núna. Hvað telur þú að valdi þessu? Á jafn- aðarstefnan ekki jafn mikið erindi við íslenskt samfélag í dag? Ég held nú að jafnaðarstefnan lifi góðu lífi í mörgum flokkum í dag. Ég held að þessir nýju flokk- ar séu meira og minna mótaðir af jafnaðarstefnunni, svona eins og Píratar og hinir. Þetta eru í raun jafnaðarf lokkar bara með öðr- um formerkjum en áður eða mér finnst það allavega dálítið þannig. Og Vinstri græn eru náttúrulega jafnaðarmannaflokkur í raun og veru þó það séu líka öflug íhalds- öfl í flokknum. Jafnaðarstefnan á auðvitað fullt erindi í dag þar sem bilið á milli auðmanna og alls þorra almenn- ings er alltaf að stækka. Það þarf að jafna kjörin með tilteknum að- gerðum og maður sér það bara úti í heimi með menn eins og Bernie Sanders sem að kemur fram sem sósíalisti í Bandaríkjunum og fær rífandi fylgi. Það er sama þróun í Bretlandi með Jermey Corbyn, hann er mjög róttækur og ég held að það veiti ekki af svona til þess að jafna kjör manna og lyfta fólki. Þó það sé almenn velmegun hér á landi þá eru stórir hópar af fólki sem eiga bara mjög bágt og það er í raun til skammar að við skulum ekki sinna betur ýmsum hópum sem hafa það mjög slæmt. Þetta þarf að gera með afdrátt- arlausum hætti en ekki einhverju klóri. Mér fannst það einmitt vera raunin í kosningabaráttunni hjá Samfylkingunni núna, það var bara eitthvert klór. Það þarf nátt- úrulega dálítið öfluga menn til að koma þessu fram af því leiðtogar eru ekki fæddir á hverju strái, menn sem geta náð með málflutn- ingi til almennings. Það er til dæmis hægt að nefna þegar Vilmundur Gylfason kemur fram eins og stormsveipur, hann hafði verið mikið að stjórna sjón- varpsþáttum og hann taldi að þetta samfélag væri gjörspillt, væri í raun alveg gegnsósa af spillingu. Alls konar hagsmunaárekstrar og pot sem hann setti sér bara eins og riddari að berjast gegn, alveg hreint af fullum krafti. Samt var hann með alls konar hugmyndir sem voru alveg á skjön við Alþýðu- flokkinn í raun og veru. Hann taldi t.d. að verkalýðshreyfingin væri mjög spillt og vildi ekki hafa neitt samneyti við hana. Þetta skynj- aði fólk að væri rétt hjá honum og hann sló í gegn þannig. Hann var líka með nægan sjarma til þess að ná í gegn. Svo það eru oft öfl- ugir einstaklingar með sjarma og hugsjónir sem ná að laða fylgi til flokka. Ég þakka Guðjóni kærlega fyrir áhugavert spjall. Og hvet alla til að næla sér í eintak af bókinni. Saga Alþýðuflokksins er þróunarsaga íslensks samfélags á tuttugustu öldinni. Við jafnaðarmenn vonum svo að fram stígi öflugur leiðtogi til að leiða flokk jafnaðarmanna áfram. Kannski er það nýi formað- urinn. Það er til dæmis hægt að nefna þegar Vilmundur Gylfason kemur fram eins og stormsveipur, hann hafði verið mikið að stjórna sjónvarpsþáttum og hann taldi að þetta samfélag væri gjörspillt, væri í raun alveg gegnsósa af spillingu. SE

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.