Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016
Vera hefur lengi haft
mætur á lemúrum.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Útvarpskonan góðkunna Vera Ill-
ugadóttir er ein þeirra sem styrkir
bágstadda. Hún fer þó ótróðnar
slóðir í þeim efnum og styrkir ekki
börn í fjarlægum löndum held-
ur fullvaxta músalemúr. Sá heitir
Thistle og býr í lemúramiðstöð
Duke-háskóla í Norður- Karólínu.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á lemúrum og hef lengi fylgst með
starfi þessarar stofnunar í Norð-
ur-Karólínu. Vildi gjarnan styrkja
þeirra góða starf en lemúrar eru
þau dýr sem eru í hvað mestri út-
rýmingarhættu á heimsvísu. Mér
finnst mikilvægt að reyna að koma
í veg fyrir það að þeir deyi út og er
stofnunin mikilvæg í þeirra þágu.“
Starf Duke-háskóla er ekki síður
mikilvægt fyrir þær sakir að vís-
indamenn hafa komist að því að
eitthvað í fari lemúra sé sambæri-
legt mönnum. Það hefur gagnast
þeim til að rannsaka alzheimer- og
öldrunarsjúkdóma.
Hún segir marga vera stuðnings-
foreldra lemúranna við Duke-há-
skóla. „Ég er fyrsti Íslendingurinn
til að gera þetta en ég held að þetta
séu aðallega Bandaríkjamenn,
enda innifalið í þessu að geta heim-
sótt sinn lemúr. Ég sé nú ekki fram
á að gera það á næstunni því ég
á ekkert annað erindi til Norður-
Karólínu.“
„Maður fær ákveðinn einstak-
ling sem er eins og stuðningsbarn
manns. Ég er stuðningsforeldri
músalemúrs en ég fékk að velja
foreldri hvers ég yrði. Músalemúr
varð fyrir valinu. Ég valdi hann því
hann er minnstur, fer bara rétt í
lófa. Er í raun okkar minnsti bróðir
af prímatategundunum. Ég er mjög
ánægð með lemúrinn minn. Hef
mikla trú á honum.“
Vera hefur haldið úti
veftímaritinu lemurinn.is í
nokkurn tíma en er einhver
tenging þarna á milli? „Ég er
tiltölulega nýbyrjuð að styrkja
lemúrinn en
hef haldið úti
síðunni í næst-
um fjögur ár.
Þetta kemur
allt til vegna
lemúraáhuga
míns.“ | bg
Gerðist stuðningsforeldri músalemúrs
Vera Illugadóttir styrkir
músalemúr, minnsta bróður
okkar af prímatategundinni.
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Fréttatíminn lagði verkefnið fyrir mæðginin Mörtu Goðadóttur og Óð-inn Margeirsson, 6
ára, en sá síðarnefndi valdi
föt á mömmu sína og útskýrði
valið.
Óðinn segir mömmu sína
vera algera skvísu og fannst
honum ekki erfitt að velja
jólafötin á hana. Að sögn Óð-
ins er Marta alltaf í litríkum
fötum og fallegum kjólum.
„Ég valdi rosalega fínan kjól
því hann er svolítið flottur.
Ég valdi líka bleikan jakka því
hann er svo flottur á litinn og
leðurbuxur. Mamma ætlar
kannski að vera í buxunum
á jólunum,“ segir hann kátur
og stoltur. Óðinn er ekki bú-
inn að ákveða í hverju hann
ætlar á aðfangadag en að
hans mati sé svolítið mikil-
vægt að fólk sé fínt á jólun-
um.
„Ég hefði ekki valið þessa
samsetningu af fötum sjálf en
hann var mjög staðráðinn að
setja mig í þetta, þessi elska,“
segir Marta, mamma Óðins.
„Hann Óðinn minn er alger
gæi þannig honum fannst
þetta ekki leiðinlegt. Ég ætla
að vera í buxunum og kjóln-
um en helst ekki jakkanum,“
segir Marta brosandi um föt-
in sem Óðinn valdi.
Óðinn valdi jólafötin á Mörtu, mömmu sína.
Börnin velja
jólafötin
Hvernig myndu mamma og pabbi klæða
sig á jólunum ef börnin fengju að ráða?
Jólatilboð
Sængur og koddar
Allt að 30% afsláttur
Disney kvikmyndafyrirtækið
hefur tilkynnt um framhalds-
mynd um Mary Poppins en
gamla myndin, sem skartaði Julie
Andrews í aðalhlutverkinu, kom út
árið 1964.
Nýja myndin, sem verður frum-
sýnd á jóladag árið 2018, á víst að
gerast 20 árum á eftir þeirri fyrri
og börnin í Banks fjölskyldunni
verða því orðin fullorðin.
Bresku leikkonunni Emily Blunt
er nú ætlað að sjarmera heiminn
en hún mun fara með hlutverk
barnapíunnar. Meryl Streep fær
hlutverk og sjálfur Dick Van Dyke,
sem lék nánasta vin frökenar
Poppins um árið, mun víst fara
með lítið hlutverk í myndinni.
Hann er 91 árs í dag, geri aðrir
betur.
Þá er bara spurning hvort
nýja myndin um Poppins verði
supercalifragilisticexpialidocious.
Hver veit? | gt
Mary Poppins snýr aftur
Hún getur flogið með regnhlífinni sinni
og með henni verður tiltektin leikur einn.
Ofurbarnapían Mary Poppins snýr brátt aftur í
nýrri kvikmynd.
Með Mary Poppins
verður jafnvel
skorsteinahreinsun
leikur einn.