Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Borghildur Guðmunds-dóttir skráði sögu sína í bókinni Ég gefst aldrei upp, sem kom út árið 2012. Núna fjórum árum seinna er fyrrverandi eiginmaður hennar og faðir barnanna hins- vegar kominn til landsins í henn- ar boði til að eyða jólunum með drengjunum sínum. „Ég bauð hon- um að koma og vera með drengj- unum, sem eru 12 og 17 ára í dag, í íbúðinni minni yfir jólin en þeir hafa ekki sést í 6 ár. Hann verður hérna í tíu daga og fær því nægan tíma til að kynnast þeim og vinum þeirra og setja sig inn í þeirra dag- lega líf,“ segir Borghildur. Áfallastreita eftir Íraksstríðið Borghildur hafði fullan sigur gegn barnsföður sínum og fyrr- verandi eiginmanni, Richard Colby Busching, í erfiðri forræðisdeilu, sem lauk með dómi yfirréttar úti í Bandaríkjunum árið 2011. Hann hafði snúið aftur úr Íraks- stríðinu með áfallastreitu og missti ítrekað stjórn á skapi sínu á heimili þeirra í herstöð í Kentucky. Barátta Borghildar fyrir drengj- unum sínum var afar tvísýn en það fór svo að hún hafði fullan sigur í málinu en það segir hún nánast einsdæmi. „Við bjuggum í stóru samfélagi hermanna og fjöl- skyldna þeirra og þegar þú kemur inn í þannig umhverfi í Bandaríkj- unum þá er auðvitað engin spurn- ing í hvaða átt almenningsálitið og jafnvel lögin hallast.“ Eiginlega alsæla „Strákarnir hafa verið mjög stillt- ir og hljóðir síðan þetta kom fyrst til umræðu og stillt öllum vænting- um í hóf. Þeir þorðu ekki að trúa því að þetta yrði að veruleika fyrr en við fréttum að flugvélin væri farinn í loftið úti í Bandaríkjunum. Fengu pabba sinn í jólagjöf Eftir að hatrömm forræðisdeila hafði verið til lykta leidd mátti hermaðurinn Richard Colby Busching hafa syni sína hjá sér í skólafríum en missti samt samband við þá. Hann hefur nú ekki séð drengina árum saman. Það var því tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð á þriðjudag þegar drengirnir fengu pabba sinn í jólagjöf. Síðustu nóttina sváfu þeir þó ekk- ert fyrir spennu.“ Þegar drengirnir hittu Richard á flugvellinum á þriðjudag báru tilfinningarnar þá ofurliði og þeir fleygðu sér í fangið á pabba sín- um. „Þetta var eiginlega alger al- sæla,“ segir Borghildur. „Andy, sá yngri, hoppaði og skoppaði kring- um pabba sinn og ætlaði að segja honum allt um sjálfan sig á sem stystum tíma. Brian, sá eldri, fór að gráta og sagði bara: Í þetta skipti kom hann, mamma. Þá leið mér vel, það fannst mér rosalega gott.“ Richard, faðir drengjanna, seg- ist í samtali við Fréttatímann, hafa verið afar spenntur fyrir ferðina til Íslands og lítið hafa sofið. „En það er gott að vera kominn hingað aftur og sjá strákana sem eru ekki lengur lítil börn heldur unglingar.“ Hann segir að þeir hafi notað tí- mann til að slappa af saman, rifja upp gamlar minningar og njóta samverunnar. Og hann er sáttur við að strákarnir alist upp hér á landi. „Það er auðvitað erfitt fyr- ir mig að sjá þá svona lítið en ég er viss um að það er betra fyr- ir þá. Ísland er töfrum líkast fyr- ir mig en ég bjó hérna í þrjú ár á tíunda áratugnum og þykir mjög vænt um landið. Ég held að þeir eigi meiri möguleika á því að vera góðir einstaklingar hér en í Banda- ríkjunum. Þar er sumstaðar gott að vera en ekki allsstaðar. Ég er ekki á þeim stað núna að geta boðið þeim öryggi. Ég er glaður að þeir séu hér þótt ég sakni þeirra auðvitað mik- ið.“ Hin harðvítuga forrræðisdeila tók sinn toll og öll hafa þau þurft aðstoð sálfræðinga um lengri eða skemmri tíma til að ná sér. Eftir harðvítuga forræðis- deilu, sem varð til þess að feðgarnir hafa ekki sést í 6 ár, fengu drengirnir pabba sinn í jólagjöf. Þeir ætla að eyða með honum jólunum á heimili sínu í Keflavík. Mynd | Hari „Strákarnir hafa verið mjög stilltir og hljóðir síðan þetta kom fyrst til umræðu og stillt öllum væntingum í hóf. Þeir þorðu ekki að trúa því að þetta yrði að veruleika fyrr en við fréttum að flugvélin væri farinn í loft- ið úti í Bandaríkjunum.“SÉRTILBOÐ 21.-28. JANÚAR / FRÁBÆRT HÓTEL Skelltu þér á skíði á flottu verði Brottfarir í vetur frá 14. janúar til 25. febrúar NÁNAR Á UU.IS Innifalið er flug, gisting, skattar, íslensk fararstjórn, taska og handfarangur. VERÐ FRÁ 153.900 KR. M.V. 2 FULLORÐNA, 1 BARN OG HÁLFU FÆÐI MADONNA - ÍTALÍA SKÍÐAFERÐIR Í VETUR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.