Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Haukur Már Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Ekki svo að skilja að borg-arbúar sýni atburðin-um fálæti: jólamörkuð-um borgarinnar, yfir 60 talsins og vinsælir meðal heimamanna og gesta, var lokað á þriðjudag, í virðingarskyni við hin látnu. Brandenborgarhliðið var lýst í fánalitum Þýskalands og Berlín- ar. Þúsundir manna lögðu leið sína á Breitscheidplatz þennan dag og skildu þar eftir blóm, kerti og áletr- anir. Í minningarkirkju Vilhjálms keisara, sem stendur á torginu, var haldin minningarguðsþjón- usta. Hana sóttu Angela Merkel og helstu ráðherrar hennar, auk ímama, rabbína, og fulltrúa grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, og hund- ruð annarra. En það er ekkert öngþveiti á götunum. Áhrifamesta við- bragðið við atburðinum er þögn- in í borginni. Berlín er að jafnaði frekar hljóðlát, af stórborg að vera. Á almannafæri tala íbúar henn- ar hvorki hátt né mikið, og snerta varla bílf lautur. En á þriðjudag virtist í f lestum hverfum venju færra fólk á ferli. Þegar lögreglu- bílar komu á vettvang á mánudags- kvöldinu blikkuðu bláu ljósin þeirra en sírenurnar þögðu. Þær þögðu áfram mestallan þriðjudag. Eins og til að undirstrika þögnina lagðist þoka yfir borgina, dreifði ljósum og dempaði hljóð. En gegnum mistr- ið og þögnina gekk daglegt líf að mestu sinn vanagang. „Berlín hefur þegar mátt sjá ýmislegt,“ útskýrði blaðamaður Spiegel. Hvað? Þetta er vitað: Klukkan tvær mín- útur yfir átta að kvöldi mánudags- ins 19. desember, var svörtum Scania f lutningabíl ekið á fullri ferð inn á jólamarkað á torginu Breitscheidplatz í Berlín og gegn- um fólksmergðina þar, milli minn- ingarkirkju Vilhjálms keisara og Budapester Straße, um 80 metra leið. Bíllinn var ljóslaus. Aðkom- an var skelfileg, sagði fulltrúi lög- reglu. Ellefu létust við ákeyrsluna, einn maður fannst látinn í bílnum, á fimmta tug særðust. Á þriðjudags- kvöld voru fjórtán hinna særðu enn í lífshættu. „Þetta er ef til vill ekki fallegasti jólamarkaður borgarinnar,“ skrifa blaðamenn fréttaþjónustunnar Welt, „en sá táknrænasti, þar sem hann stendur hringinn kringum kirkjurústirnar sem voru látnar standa eftir seinni heimsstyrjöld, án viðgerðar, sem ákall um frið.“ Á síðustu árum hafa risið háhýsi í kringum torgið, meðal annars til- komumikið Waldorf Astoria hót- el, sem gera svæðið að Manhatt- an-legasta hluta borgarinnar. Þremur tímum fyrir árásina birti Berlínarlögreglan á Twitter útsýnis- mynd úr þyrluflugi, með hótelið og Breitscheidplatz fyrir miðri mynd. Hvernig? Fram eftir mánudagskvöldi brýndu yfirvöld að enn væri óljóst hvort um árás eða slys væri að ræða. Um há- degi þriðjudags sögðust þýsk yf- irvöld loks fullviss um að verkn- aðurinn hefði verið framinn af ásetningi. Þá um eftirmiðdaginn staðfesti Angela Merkel að fengist yrði við málið sem hryðjuverk. Maðurinn sem fannst látinn í bílnum, og sem í fyrstu var talinn hugsanlegur samverkamaður árásarmannsins, reyndist vera fyrsta fórnarlamb hans: Lukasz Ro- bert U., bílstjóri pólska flutninga- fyrirtækisins sem átti bílinn. Bíllinn var kominn til Berlínar frá Tórínó á Ítalíu, hlaðinn farmi: 25 tonnum af stálrörum. GPS-gögn flutninga- fyrirtækisins gefa til kynna að öku- tækinu, sem átti að vera lagt í Berlín yfir nótt, hafi verið rænt milli kl. 15 og 16 á mánudag. Þá hafi flutninga- bíllinn horfið af réttri leið, en verið ræstur, honum ekið, lagt og hann ræstur, aftur og aftur, „eins og ein- hver væri að æfa sig að keyra hann“. Þessu lýsti eigandi fyrirtækisins, frændi hins látna. Ummerki gefa til kynna að bílstjórinn hafi streist á móti árásarmanninum en verið yfir- bugaður. Síðdegisblaðið Bild seg- ir krufningu hafa leitt í ljós að at- vinnubílstjórinn hafi ekki látist fyrr en í árásinni á torgið, ekki af skotsári eins og fyrst var talið held- ur mörgum stungusárum. Blað- ið leiðir að því líkur að hann hafi barist við árásarmanninn um stýr- ið, til að reyna að hindra verknað- inn, sem geti þá skýrt hvers vegna bíllinn beygði út á götu og staðn- æmdist á miðri leið gegnum mark- aðsbásana. Hugsanlega hafi Lukasz Robert U. þannig afstýrt enn meira blóðbaði. Enn eru þetta getgátur. Hver? Strax eftir verknaðinn umkringdu 550 þungvopnaðir lögreglu- menn torgið og nágrenni þess. Þá sprengdi lögreglan upp grunsam- legan hlut á vettvangi, sem reyndist vera svefnpoki. Á sama tíma elti óbreyttur borgari árásarmanninn á hlaupum frá vettvangi, um tveggja kílómetra leið, inn í almennings- garðinn Tiergarten. Lögreglan taldi sig hafa fundið hann síðar um kvöldið, við sigursúluna í miðj- um garðinum, þar sem hún hand- tók 23ja ára gamlan flóttamann frá Pakistan. Því tilkynntu lögregluyfir- völd að borgarbúar hefðu ekkert að óttast, aðeins tveimur tímum eftir árásina. Aðfaranótt þriðjudags gerðu 200 lögreglumenn rassíu í flóttamanna- miðstöðinni Tempelhof, þar sem hinn handtekni hefur aðsetur, yf- irheyrðu aðra íbúa þar og gerðu upptæk tölvu og síma. Nafn hins grunaða birtist í fjölmiðlum þá um nóttina, ásamt aðdróttunum um önnur smærri afbrot. Við yfirheyrslu, vettvangsrann- sókn og DNA-rannsókn kom aftur á móti í ljós að sá grunaði hafði ekk- ert með málið að gera. Honum var sleppt úr haldi síðdegis á þriðjudag. Þá útskýrði lögreglan fyrir fjöl- Jafn lítið brugðið og vera má „Maximal unbeeindruckt“ sagði forsíðufyrirsögn vefútgáfu Spiegel á þriðjudag um Berlín eftir hryðjuverkið á torginu Breitscheidplatz á mánudagskvöld: Jafn lítið brugðið og vera má, mætti þýða fyrirsögnina. „Þetta er ef til vill ekki fallegasti jólamarkaður borgarinnar,“ skrifa blaða- menn fréttaþjónustunnar Welt, „en sá táknrænasti, þar sem hann stend- ur hringinn kringum kirkjurústirnar sem voru látnar standa eftir seinni heimsstyrjöld, án viðgerð- ar, sem ákall um frið.“ Áhrifamesta viðbragðið við atburðinum er þögnin í borginni. Berlín er að jafnaði frekar hljóðlát, af stór- borg að vera. Á almannafæri tala íbúar hennar hvorki hátt né mikið, og snerta varla bílflautur. En á þriðjudag virtist í flestum hverfum venju fremur færra fólk á ferli. Þann 7. janúar Allt um heilsu, næringu og markmið á nýju ári. Heilsutíminn Heilsutíminn gt@frettatiminn.is 531 3319

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.