Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016
Staða jafnaðarmanna á sér
enga hliðstæðu í sögunni
Guðmundur Ari Sigurjónsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Það eru áhugaverðir tímar uppi
hjá jafnaðarmönnum úti um allan
heim og ekki síður hér á landi. Í
nýlegum alþingiskosningum hlaut
Samfylkingin - jafnaðarmanna-
flokkur Íslands 5,7% greiddra at-
kvæða og náði þar með aðeins
þremur sætum á þingi. Allt þetta
á sér stað á 100 ára afmælisári
Alþýðuflokksins sem var einn af
þeim flokkum sem kom að stofn-
un Samfylkingarinnar. Undirrituð-
um, sem var í framboði fyrir Sam-
fylkinguna, fannst því liggja vel við
að taka viðtal við Guðjón Friðriks-
son sagnfræðing sem nýlega gaf út
sögu Alþýðuflokksins í veglegri bók
sem ber heitið Úr fjötrum. Í bók-
inni er sögu Alþýðuflokksins lýst
í máli og myndum, helstu sigrar,
átök og endurtekinn klofningur
innan flokksins.
Ég hitti Guðjón á heimili hans
til að ræða bókina og spegla stöðu
jafnaðarmanna í dag við söguna.
Heill og sæll og innilega til hamingju
með bókina. Þetta er ansi vegleg bók,
tæplega 600 síður í stóru broti. Ef þú
ættir að draga þessa sögu saman, um
hvað fjallar saga Alþýðuflokksins?
Takk fyrir það, þessi saga hefst í
þeirri gríðarlegu breytingu sem á
sér stað í upphafi síðustu aldar. Þá
allt í einu hefst hér iðnvæðing og
það verða gríðarlegar breytingar
þegar samfélagið er að breytast úr
frekar einsleitu bændasamfélagi
yfir í bæjar- og borgarsamfélag.
Hingað streymir fólk á mölina
til að vinna verkamannavinnu og
sjómennsku á skútum og togur-
um. Svo gerist það í fyrri heims-
styrjöldinni að það verður gríðar-
leg verðbólga en kaupið lækkar á
sama tíma enda var nóg framboð
af vinnuafli. Við þessar aðstæður
verður til gríðarlega stór hópur af
fólki sem var í raun réttindalaus og
búa margir við sárustu neyð. Það
ríkir mikill húsnæðisvandi og fólk
neyðist til að hírast í kjallarahol-
um, skúrum og hanabjálkum.
Menn fóru þá að sjá að það varð
að gera eitthvað í þessu og að al-
þýðan yrði að beita sér á hinum
pólitíska vettvangi. Það eru reynd-
ar menntamenn sem beita sér að
vissu leyti að stofnun flokksins.
Jónas frá Hriflu, sem segja má að sé
faðir íslenska flokkakerfisins, hafði
sterka sýn á að flokkakerfið hér á
landi ætti að vera eins og í öðrum
löndum og skrifar hann grein þar
sem hann lýsir því hvernig kerfið
ætti að vera uppbyggt. Hann taldi
að það ætti að vera einn flokkur at-
vinnurekenda og efnamanna, svo
átti að vera flokkur alþýðunnar á
mölinni, það er að segja flokkur
sjómanna og verkamanna. Þriðji
flokkurinn átti svo að vera flokk-
ur alþýðumanna í sveitum. Jónas
vindur sér í að setja þessa sýn í
framkvæmd og á í raun mikinn
þátt í stofnun Alþýðuflokksins árið
1916 og svo Framsóknarflokksins
sama ár. Þetta er auðvitað fyrir-
mynd frá útlöndum en það höfðu
margir Íslendingar kynnt sér fyr-
irkomulag sósíaldemókrataflokka
á Norðurlöndunum en þar voru
þeir orðnir sterkir og rótgrónir
árið 1916.
Guðmundur Ari Sigurjónsson bauð sig fram sem formann Samfylkingarinnar fyrir á árinu. Hann er ungur jafnaðarmaður
af Seltjarnarnesi og hefur horft á þennan flokk, arftaka Alþýðuflokksins og farveg sósíaldemókratíunnar á Íslandi, verða
nánast að engu á örfáum árum, árunum sem Guðmundur Ari hefur verið að fóta sig í stjórnmálaþátttöku. Til að skilja
það sem gengið hefur á fór hann á fund Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings, sem var að senda frá sér hundrað ára sögu
Alþýðuflokksins og jafnaðarmennsku á Íslandi.
Saga Alþýðuflokksins er
síðan ofboðsleg átakasaga
og má segja að oft hafi
verið mikið hatur á milli
fylkinga í flokknum sem
klofnaði fimm sinnum
alvarlega.
Hvert fóru jafnaðarmennirnir? Guðmundur Ari ræðir við Guðjón Friðriksson, rithöfund og sagnfæðing.Myndir | Hari