Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Fiskmarkaðurinn er lang arðbærasti veitingastað-ur Íslands af þeim átta stöðum sem voru í efstu sætunum á lista White Guide yfir bestu veitingastaði landsins. Fiskmarkaðurinn hefur á síðustu árum skilað tugmilljóna króna hagnaði á ári, meðal annars tæplega 93 milljóna króna hagn- aði í fyrra. Fyrirtækið borgaði út 34 milljóna arð til eigendanna, Hrefnu Sætran og Ágústs Reyn- issonar, árið 2014 og 25 milljónir árið 2015. Fiskmarkaðurinn opnaði árið 2008 og þremur árum síðar opnuðu eigendurnir Grillmarkað- inn sem félagið á meirihluta í. Sá staður gengur líka vel og skilaði tæplega 50 milljóna króna hagn- aði 2014 og 2015 en hann er hluti af samstæðu Fiskmarkaðarins. Listi White Guide var birtur í lok október og var veitingastaðurinn Dill sá eini á Íslandi sem fékk nægi- lega mörg stig til að flokkast sem „Masters Level“ veitingahús en það er næst efsti flokkurinn í einkunna- gjöf White Guide. Enginn veitinga- staður komst hins vegar inn í flokk- inn „Global Masters Level“ en Dill var hins vegar einungis einu stigi frá því – var með 79 stig en hefði þurft 80. Reksturinn á Dill gengur hins vegar ekki eins vel og til dæm- is reksturinn á Fiskmarkaðnum. Vakandi og sofandi yfir rekstrinum Hrefna Sætran, framkvæmdastjóri og annar eigenda Fiskmarkaðar- ins, segir að vissulega sé erfitt að reka fínt veitingahús í Reykjavík en að galdurinn sé að vera stöð- ugt á tánum. „Maður þarf að vera stanslaust vakandi yfir þessu og vera með hugann við reksturinn. Maður þarf að passa allt, skoða alla reikninga vel, passa upp á starfs- Staða bestu veitingastaði á Íslandi, samkvæmt White Guide: Hagnaður Hagnaður Í þúsundum króna Stig í White Guide 2014 2015 Eigið Fé Dill (Hverfisgata 12 ehf.) 79 -29.273 -24.616 -54.088 Fiskmarkaðurinn (Fiskmarkaðurinn ehf.) 69 66.871 92.726 238.862 Hótel Holt (Listasafnið Hótel Holt ehf.) 73 11.033 7.021 10.016 Grillið (Hótel Saga ehf.) 74 - 709 194.238 Matur og Drykkur (1486 ehf.) 68 -531 -10.571 -10.603 Norð Austur Sushi & Bar (Húsahótel ehf.) 73 4.590 -30.563 -10.055 Slippurinn (Langvía ehf.) 73 1.141 2.729 2.008 Vox (Hilton Hotel) 70 Rekið innan samstæðu Flugleiðahótela ehf. Fiskmarkaðurinn, veitingahús Hrefnu Sætran, er í sérflokki hvað varðar góðan rekstur átta bestu veitingahúsa landsins, samkvæmt White Guide. Fyrirtækið skilaði tæplega 93 milljóna króna hagnaði í fyrra. Mynd | Björn Árnason Íslenskir lúxusstaðir: Rekstur Fiskmarkaðarins er í sérflokki Veitingahúsið Fiskmarkaðurinn skilar tugmilljóna króna hagnaði ár eftir ár. Rekstur flestra bestu veitingahúsa Íslands, samkvæmt White Guide, gengur erfiðlega. Hrefna Sætran segir galdurinn að vera stöðugt með hugann við reksturinn. Framkvæmdastjóri Dill segir erfitt að reka veitingahús í Reykjavík vegna hás rekstrarkostnaðar. mannakostnað og svo framvegis. Um leið og maður gleymir sér smá þá er þetta komið í mínus, ef hrá- efni skemmist eða ef maður situr á of stórum lager. Við höfum alltaf reynt að sýna forsjá og höfum lært talsvert á þessum tíu árum sem við höfum verið í þessu.“ Fiskmarkaðurinn og Grillmark- aðurinn eru í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ferðamenn eru mýmargir árið um kring, og eru þeir opnir alla vikuna og Grillmarkaðurinn einnig í hádeginu. Hrefna segir að Fiskmarkaðurinn hafi hætt að vera með opið í hádeginu síðast- liðið sumar vegna þess að það hafi ekki borgað sig rekstrarlega. „Það er miklu ódýrara að borða á Íslandi í hádeginu. Það er ekki endilega þannig úti í heimi. Hráefni er ekk- ert ódýrara í hádeginu fyrir okk- ur. Þannig að þetta kom bara út á sléttu hjá okkur. Við vildum frekar bara gera staðinn fínni á kvöldin og setja meiri púður í það.“ Breytingar spila inn í Þó Fiskmarkaðurinn skeri sig úr hvað varðar góðan hagnað þá þarf að líta til þess að sumir veitinga- staðirnir eru tiltölulega nýopn- aðir eða eru einungis opnir hluta úr árinu. Þannig opnaði Grillið á Hótel Sögu aftur í fyrra eftir mikl- ar endurbætur, Matur og drykkur í Reykjavík opnaði einungis í árs- byrjun 2015, Dill flutti í nýtt hús- næði 2014 og Slippurinn í Vest- mannaeyjum er opinn frá maí og fram á haust og er því ekki með rekstur allt árið. Einungis einn annar staður af þessum átta, Norð Austur Sushi & Bar á Seyðisfirði, er utan Reykjavíkur. Af yfirlitinu yfir rekstrarstöðu þessara bestu veitingahúsa Ís- lands, samkvæmt White Guide, sést að það er alls ekki auðvelt eða arðbært hjá öllum að reka góð veitingahús á Íslandi þrátt fyrir þá miklu sprengingu sem verið hef- ur í komu erlendra ferðamanna til Íslands á árunum eftir hrunið. Þó Dill sé í nokkrum sérflokki hvað varðar gæði veitingahúsa á Íslandi, miðað við mat White Guide, þá var tap á rekstrinum upp á samtals rúmar 50 milljónir 2014 og 2015. Veitingarekstur erfiður Ólafur Ágústsson, matreiðslumað- ur og framkvæmdastjóri Dill, seg- ir hins vegar að reksturinn fyr- ir árið 2016 líti miklu betur út en tvö síðustu ár. „Ef þú fengir að sjá ársreikninginn fyrir 2016 þá lítur hann miklu betur út og þetta er mjög heilbrigt. Þetta hefur gengið vel hingað til. Í dag hef ég engar áhyggjur af þessu en ég hafði mikl- ar áhyggjur af þessu áður.“ Ólafur segir að inn í rekstraraf- komu Dill á árunum 2014 og 2015 spili að Dill flutti sig úr Norrænu húsinu og á Hverfisgötu 12 ásamt því sem pítsustaður var opnaður í sama húsi sem rekinn er undir sama hatti. „Það tók tíma fyrir okk- ur að finna taktinn með Dill á nýj- um stað og hvernig hann funkerar í nýju umhverfi. En raunveruleikinn er sá að Reykjavík er erfið borg að reka veitingastað af þessu kalíberi í, og ekki bara af þessum staðli heldur bara veitingastaði almennt því rekstrarkostnaður er hár. Þó kúnnarnir séu til staðar þá er það bara ekki nóg.“ Ólafur segist von- ast til þess að reksturinn á Dill nái sams konar stöðugleika og rekstur- inn á Fiskmarkaðnum og að rekstr- arniðurstaðan í ár bendi til þess að það sé raunhæft markmið. Stofnandi Dill, matreiðslumað- urinn Gunnar Karl Gíslason, flutti til New York fyrr á árinu til að opna veitingahúsið Agern og fékk það Michelin-stjörnu í nóvember og varð hann þar með einungis ann- ar Íslendingurinn til að fá þá viður- kenningu – hinn er Agnar Sverr- isson á veitingahúsinu Texture í London. Ólafur segir að Gunnar Karl sé ennþá virkur þátttakandi í rekstri Dills eftir flutninginn til New York. „Við vinnum bara eft- ir sameiginlegri línu áfram, alveg eins og þegar hann var hér,“ segir Ólafur. „Maður þarf að vera stanslaust vakandi yfir þessu og vera með hugann við reksturinn. Maður þarf að passa allt, skoða alla reikninga vel, passa upp á starfsmanna- kostnað og svo framvegis. Um leið og maður gleym- ir sér smá þá er þetta komið í mínus, ef hráefni skemmist eða ef maður situr á of stórum lager.“ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Dönsk hönnun á frábæru verði. Base, hvítur og svartur Verð nú: 191.920 20% JÓLAAFSLÁTTUR Opið alla daga til kl. 20.00 fram að jólum

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.