Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is  Jólagjöfin sem seldist upp löngu fyrir jól Jól Fuglsunginn Hatcimal, sem brýst úr plasteggi er jólagjöfin sem hefur valdið mestri múgæs- ingu fyrir þessi jól en markaðs- herferðin sem snýr að fimm til tíu ára börnum þótti einkar vel heppnuð. Ekki tókst þó betur til en svo að leikfangið seldist upp löngu fyrir jól og hefur síðan gengið kaupum og sölum á netinu á margföldu verði eins og fágætur safngripur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Byrjað var að auglýsa eggið sjálft á netinu fyrir mörgum mánuðum en leikfanginu haldið leyndu þar til skömmu fyrir jól. Það varð því mikið uppnám þegar leikfangadýrið seldist upp, alls staðar í heiminum og var aðeins fáanlegt á okurverði á netinu, til að mynda á söfnunar- síðum eins og Ebay. „Dóttir mín sá þetta í Toys’R’us bæklingnum strax í haust og setti þetta efst á sinn óskalista fyrir jólin,“ segir Berglind Björk Halldórsdóttir. „Ég vil auð- vitað hafa allt fullkomið fyrir jólin og lét afa hennar vita að þetta væri hennar óskagjöf. Ég bauðst síðan til að kaupa þetta fyrir hann. Ég var þó ekkert að flýta mér en þegar ég ætl- aði að kaupa þetta í nóvember, var bara hlegið að mér í búðinni.“ „Fyrst fengum við 20 egg, en við vissum ekkert hvað við vorum með í höndunum en krakkarnir virtust hafa þetta á hreinu. Þau fóru auð- vitað strax og þegar við ætluðum að panta meira voru þau uppseld og því var skammtað í allar búðir i heiminum,“ segir Sigurður Þorge- ir Jónasson, verslunarstjóri í Toys ‘R’us, en einungis komu 120 eintök til Íslands. Sigurður Þor geir segist ekki hafa fest kaup á leikfanginu sjálfur enda eigi hann ekki börn á þessum aldri: „En mér finnst þetta ótrúlega sniðugt. Þau þurfa að hugsa um dýrið þar til það verð- ur unglingur, sinna því og kenna. Þetta er sniðugra en margir leikir sem þau nota einu sinni og setja svo inn í skáp.“ Í seinna skiptið, í byrjun des- ember, komu hundrað egg. „Um morguninn var komin biðröð við allar verslanir. Þau fóru því strax,“ segir Sigurður Þorgeir. Þeir sem létu sér ekki segjast þurftu því að kaupa leikfangið á netinu og reiða fram fúlgur fjár. „Ég hef séð þetta auglýst til sölu á allt að 40.000 á síðum eins og Ebay, en þetta kostaði 11.000 út úr búð hér.“ Eigendurnir geta ekki valið lit á leikfangið, liturinn verður að koma þeim á óvart þegar unginn skríð- ur úr egginu. Og það gerir hann ekki nema eigandinn, nuddi eggið og kreisti það og knúsi í svona 25 mínútur. Eftir það má búast við því að fuglinn byrji að brjótast um og brjóti af sér plastskurnina. Þegar hann er kominn úr egginu, fer hann í gegnum þrjú bernskuskeið með eiganda sínum, sem þarf að annast hann og kenna honum, en með tíð og tíma lærir fuglinn að tala, syngja og dansa. Að mörgu leyti minnir fuglinn á tölvudýrið sem sló í gegn meðal barna og unglinga á tíunda áratugnum, en það þurfti að hugsa um það eins og venjulegt gæludýr, viðra það og gefa því að borða, annars gaf það upp öndina. Berglind Björk mætti í verslun- ina skömmu eftir að hún opnaði og greip í tómt. „Það var bara stór tóm- ur kassi á gólfinu og pappír og um- búðir fljótandi allt um kring eins og það hefði gengið eitthvað mikið á,“ segir hún. Hún segist ekki hafa fylgst von- leysi heldur hafi hlaupið í hana þrjóska, hún hafi lagst á netið og ákveðið að sigrast á mótlætinu. „Mig langaði að gefa henni þessa gjöf sem hún bað um en ekki eitt- hvað sem væri næstum því eins . Ég sá þetta sumstaðar á mörg þúsund dollara en það voru líka tilvik þar sem þetta var bara boðið á tvöföldu eða þreföldu verði. Ég var heppin og fékk eintak, ég greiddi átta þúsund krónum meira en ég hefði greitt hérna heima. Tilfinningin þegar ég tók við kassanum á pósthúsinu var ótrúlega góð. Jólunum hafði verið bjargað. Ég sagði afanum ekki hvað hefði gengið á eða hvað ég hefði þurft að borga mikið þegar upp var staðið. Og svo verður auðvitað rosalega gaman á aðfangadagskvöld þegar hún tekur upp pakkann. En ég er raunsæ, eftir nokkra klukku- tíma verður hún sjálfsagt orðin leið á þessu leikfangi. það endar fljót- lega upp í skáp og gleymist.“ Þarf að ræða lýðræðið fyrr Stjórnmál Stjórnmálaþátttaka ungs fólks er mun lakari en hjá eldri kynslóðum. „Lýðræðisvitundin er ekki endilega verri, það er frekar að hún sé að breytast. Það eru margir kjósendur sem samsvara sig ekki með þessu kerfi og við horfum upp á almennt dvínandi kjörsókn í landinu,“ seg- ir Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- maður Pírata og annar yngsti þing- maður Alþingis, en Hagstofan birti í gær tölfræði sem sýnir að kosninga- þátttaka ungs fólks er mun lakari en þeirra sem eldri eru. Alls kusu 74,1% landsmanna, en af þeim greiddu 195.203 atkvæði eða 79,2% kjósenda. Kosninga- þátttaka meðal yngri kjósenda var nokkuð minni en hjá þeim eldri. Hún var minnst meðal kjósenda á aldrinum 20-24 ára, en þar var hún 65,7%. Mest var kjörsóknin hjá kjósendum á aldrinum 65-69 ára, en þar var hún 90,2%. Ásta Guðrún segir dræma kosn- ingaþátttöku ungs fólks eiga sér margþættar skýringar. „Ungt fólk er oft útskúfað úr pólitískri umræðu, og þannig telur það sig ekki hafa raunveruleg áhrif,“ útskýrir Ásta sem bendir á að ungt fólk sé hápóli- tískt, samanber samskiptamiðla- byltingar svo sem Free the nipple. Spurð hvort kosningaþátttaka sé verri hjá ungu fólki vegna tækn- innar, segist Ásta Guðrún ekki ætla að svo sé, frekar að það þyrfti að styrkja lýðræðisvitund ungs fólks, meðal annars í grunnskóla. „Það þarf að byrja samtalið um lýðræði mun fyrr,“ segir Ásta Guðrún. | vg Ásta Guðrún Helgadóttir. „Fyrst fengum við 20 egg, en við vissum ekkert hvað við vorum með í höndunum en krakkarnir virtust hafa þetta á hreinu. Þau fóru auðvitað strax og þegar við ætluðum að panta meira voru þau uppseld og því var skammtað í allar búðir i heiminum,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri í Toys ‘R’ us. „Tilfinningin þegar ég tók við kass- anum á pósthúsinu var ótrúlega góð. Jólunum hafði verið bjargað. Ég sagði afanum ekki hvað hefði gengið á eða hvað ég hefði þurft að borga mikið þegar upp var staðið,“ segir Berglind Björk Halldórsdóttir. Dr. Phil bauð viðmælanda sínum til Íslands Sjónvarp Sjónvarpssálfræðingur- inn Dr. Phil bauð Allison Belius og fjölskyldu hennar til Íslands en hún sagði harmsögu sína í þættinum á þriðjudag. Kærasti Belius myrti dóttur hennar árið 2011. Dr. Phil sagðist hafi komið til Íslands áður og vildi hughreysta hana með því að bjóða Belius til landsins. Í þættinum á þriðjudag sagði Belius sögu sína en kærasti hennar, David Tebilcock, missti vitið og myrti 6 ára dóttur hennar þar sem hún lá í rúmi sínu við hlið tvíburasystur sinnar árið 2011. Belius reyndi að stöðva kærasta sinn og barðist við hann í tuttugu mínútur. Hún hlaut alvarlega áverka í átökunum. Dóm- stólar í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að Tebilcock væri veikur á geði og því ekki hægt að dæma hann í fangelsi. Belius gagn- rýndi dóminn harðlega í þætti Dr. Phil og óttaðist að fyrrverandi kær- asti sinn myndi ganga laus innan skamms. Dr. Phil vildi gleðja viðmælanda sinni í sorgarferlinu og afhenti henni og fjölskyldu flugmiða til Ís- lands yfir jólin. Flugferðin var í boði WOW air og þakkaði Dr. Phil flug- félaginu sérstaklega í þættinum. „Haft var samband við okkur frá sjónvarpsþættinum Dr.Phil og við spurð hvort hægt væri að styrkja þessa fjölskyldu. Okkur fannst það meira en sjálfsagt, svona rétt fyr- ir jólin. Sjálfur Dr. Phil hefur kom- ið til Íslands og sagðist hann hafa heillast mjög af íslenskri náttúru. Þetta er mikil sorgarsaga og von- um við að fjölskyldan njóti sín þegar þau koma hingað til lands- ins,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, samskiptastjóri WOW air. | þt Dr. Phil bauð viðmælenda sínum til Íslands yfir jólin.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.