Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 30
FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 201630 | Katalónskar jólahefðir snúast að miklu leyti um hægðir. Xavier Rodriquez setur alltaf lítinn kúkakall við Jesújötuna um jólin og börnin hans lemja þar að auki trjádrumb svo hann kúki gjöfum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Katalónskar fjölskyldur fagna jólunum annað-hvort með jólasvein-inum eða cagatíó, sem er gömul katalónsk hefð,“ segir Xavier Rodriguéz, lög- fræðingur og fararstjóri. Cagatío, sem væri hægt að þýða á íslensku sem „kúkafrændi,“ er trjádrumb- ur sem er klæddur upp og látinn standa inni á heimilinu í desem- ber. „Börnin á heimilinu gefa drumbnum svo vatn að drekka og eitthvað smá að borða alla daga til jóla og á sumum metnaðar- fullum heimilum fer drumbur- inn stækkandi, en hann hélt nú bara sinni stærð á mínu heimili. En málið er semsagt að börn- in þurfa að hugsa vel um cagatíó svo hann kúki nammi og gjöfum á aðfangadag,“ segir Xavier en á aðfangadag fá börnin tréprik sem þau lemja drumbinn með á meða- an þau syngja lagið um cagatíó. Foreldrarnir senda börnin svo inn í öll herbergi hússins að syngja lög og á meðan börnin sjá ekki til lauma foreldrarnir nammi og gjöf- um undir teppið sem hylur aftari hluta drumbsins. Þegar börnin eru svo búin að lemja drumbinn rækilega þá er teppið dregið í burtu og þá kúkar hann loks gjöf- unum. Annað vinsælasta jólaskraut Katalóníu er líka tengt hægðum, en það er lítil fígúra sem kallast el caganer, eða kúkakallinn. Hefðbundinn kúkakall er í katalónskum þjóðbún- ingi og situr á hækjum sér og gengur örna sinna við Betlehem-jötuna sem flestir skreyta heimili sín með. „Þessi hefð á rætur sínar að rekja til sautjándu aldar og snýst að einhverju leyti um að draga niður heilagleika Maríu, Jóseps, Jesú- barnsins og vitringanna, gera þau raunsærri,“ segir Xavier. „Kirkjan var nú ekkert sérstaklega hrifin af þessari hefð til að byrja með en svona er lífið, allir þurfa að pissa og kúka, og hefðin hefur hald- ist. Flestir eiga einn kúkakall á sínu heimili og sumir safna þeim því á hverju ári eru gerðar nýjar fígúrur, oft einhverjar stjörnur, fótboltamenn eða pólitíkusar. Kúkamyndlíkingingin er mjög katalónsk og sést á mörgum stöð- um, enda táknar hún ekkert nema hringrás lífsins,“ segir Xavier. „Katalónar eru heldur alls ekk- ert feimnir við að tala um kúk og það er jafnvel gert við matar- borðið. Það er talað um að þú þurfir að borða mikið til að kúka vel og það er til málsháttur eftir Joseph Pla, eitt helsta skáld Katalóna, sem segir: „Come mucho y caga fuerte y los angeles de darán suerte,“ eða: Borðaðu vel og kúkaðu eins og í keppni, þá munu englarnir veita þér heppni.“ Jólahefðir Kúkakallarnir við Jesújötuna Trump á hækjum sér. Á hverju ári eru gerðar nýjar útgáfur El cagener, eða kúka- kallinum, sem vísa í stjörnur ársins. Hér sjást páfinn, Hillary Clinton, Obama og Trump á hækjum sér en Trump er langvinsælasti kúkakallinn í ár. Cagatíó. Í Katalóníu er það Cagatíó, uppdressaður trjádrumbur, sem færir börnunum gjafirnar en ekki jólasveinninn, þó jólasveinninn hafi þó tekið hans sess á sumum heimil- um. Cagatíó kúkar gjöfum og nammi eftir að hafa verið laminn með priki. Cagatíó, eða kúkafrændi, kemur inn á heimilin í byrjun desember og börnin gefa honum mat og vatn svo hann geti kúkað gjöfum og nammi á aðfangadag. Klassískur kúkakall. Í Katalóníu eru heimilin skreytt með Betlehem-uppstillingu eins og kaþólskra er siður. En þar er líka að finna litla fígúru við hlið jesúbarnsins, Maríu, Jóseps og vitringanna sem ekki er að finna í öðrum löndum. Litla fígúran, sem situr á hækjum sér í þjóðbúningi og gengur örna sinna í guðsgrænni náttúrinni, kallast El caganer, eða kúkakallinn. Xavier Rodriquéz. Xavier hefur lamið trjádrumb til að láta hann kúka pökkum frá því hann var lítill drengur, og nú hafa börnin hans tekið við.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.