Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 6
Grunur beinist að sömu konu Sakamál Lögreglan á Suður­ nesjum rannsakar tvær íkveikjur í Reykjanesbæ sem tengd mál. Í báðum tilvikum var eldur lagður að eign sömu konunnar. Annars vegar var reynt að kveikja í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Keflavík, þar sem konan býr, í upphafi mánaðar og hins vegar var kveikt í bíl hennar í sumar. Í báðum tilvikum er íslensk kona á fertugsaldri grunuð um verkn- aðinn en konan sem íkveikjurnar beinast að er í sambandi við fyrr- verandi kærasta íslensku konunnar. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglu- fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesj- um, segir í samtali við Fréttatím- ann að rannsókn beinist enn að konunni sem var handtekin í upp- hafi mánaðar vegna íkveikjunnar í Keflavík. Hann hefur áður sagt að málið snúist um fyrrverandi sam- býlinga sem skilja ekki sáttir. Konan á ekki að baki sakaferil og hafnar sök. Hæglega hefði getað farið verr í eldsvoðanum í Keflavík en ríf- lega 20 manns búa í húsinu við Hafnargötu. Átta manns voru flutt- ir á slysadeild Landspítalans vegna reykeitrunar. Eldur logaði á tveim- ur stöðum, annars vegar í þvottavél í sameiginlegu þvottahúsi og hins vegar fatahrúgu á öðrum stað í hús- inu. | hjf Reynt var að kveikja í fjölbýlishúsi við Hafnargötu. Mynd | Google Konsúl Makedóníu brugðið vegna sjálfsvígs Hælisleitendur Alls hafa 625 einstaklingar frá Albaníu og Makedóníu sótt um hæli hér á landi á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Þar af 164 börn. Enginn þeirra sem sótt hafa um hæli frá þessum tveimur löndum hefur fengið hæli. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Langflestir hælisleitendur koma frá Makedóníu, eða rúmlega 400 manns. Ungur maður frá Makedóníu framdi sjálfsmorð fyrr í mánuðinum, en konsúl Makedóníu er verulega brugðið yfir því að landi hans hafi gripið til slíkra örþrifaráða. Konsúll Makedóníu hér á landi, Saso D. Andonov, segir flóttann frá Makedóníu margþættan, en þó sé al- veg ljóst að íbúar sem þaðan flýja, séu ekki að flýja harðræði stjórnvalda. „Langflestir hælisleitendur, sem hingað koma, eru af albönskum upp- runa og sá hópur er oftast að leita að vinnu eða betri tækifærum,“ útskýrir Saso, en Makedónía hefur lengi ósk- að eftir því að komast í Evrópusam- bandið, nokkuð sem Grikkir hafa ávallt komið í veg fyrir vegna nafna- deilu þjóðanna. Saso segir að það sé þörf á því að veita Makedónum at- vinnuleyfi í anda samkomulags á milli ESB ríkjanna, að hans mati gæti það leyst vandann að stórum hluta. Saso er harðorður í garð landa sinna vegna ásóknar þeirra í hæli á Vesturlöndum og segir meðal annars ástæðuna vera að þeir sækist eftir því að komast í betra velferðarkerfi, með- al annars á Íslandi, þar sem dæmi eru um að umsóknarferlið hefur tekið um þrjú ár, eins og í tilfelli ungrar makedónískrar fjölskyldu sem Frétta- tíminn ræddi við síðustu helgi. „Á tímabili fóru fjölmargir Makedónar til Sviss því yfirvöld þar borguðu hælisleitendum 500 sviss- neska franka á mánuði (það gera 55 þúsund íslenskar krónur),“ segir Saso. Þess má geta að mánaðarlaun í Albaníu eru um 40 þúsund krón- ur, og laun í Makedóníu eru á svip- uðu róli. Enginn deilir um að grunnástæð- an fyrir flóttanum – sem er umfangs- mikill – sé vegna bágra efnahagslegra kjara í heimalandinu. Á síðasta ári sóttu tæplega fjörutíu þúsund Alb- anir um hæli í Þýskalandi á fyrstu átta mánuðum ársins, en aðeins Sýrlendingar voru fjölmennari. Makedónar voru í áttunda sæti yfir þær þjóðir sem sóttu um hæli í Þýska- landi, en yfir tíu þúsund sóttu um hæli árið 2015. Bráðabirgðalög voru samþykkt á Íslandi fyrr í vetur á Alþingi þar sem Útlendingastofnun var gefin heim- ild til þess að send hælisleitendur til baka, ef í ljós kæmi að enginn grund- völlur væri fyrir umsókninni. Lög- in beinast meira eða minna að þess- um 600 hælisleitendum, en bæði Makedónía og Albanía eru skilgreind sem örugg lönd í bókum Útlendinga- stofnunar og þar af leiðandi er slík- um umsóknum hafnað nánast sam- stundis. Þetta telur Saso mikilvægt og býst hann við að straumur hælisleitenda frá þessum tveimur löndum eigi efti að snarminnka á næstu mánuðum. Einnig vegna aðgerða ríkisstjórnar Makedóníu, sem Saso segir að hafi gert skurk í atvinnumálum í landinu. „Ég er mjög bjartsýnn á framtíð Makedóníu, og vonandi minnkar straumurinn, enda er flóttamann- straumurinn hingað ekki endilega mælikvarði á ástandið í Makedóníu,“ segir Saso. Spurður út í ungan hælisleitanda, sem kveikti í sér sjálfum á Víðinesi í byrjun desember og þá örvæntingu sem slíkt athæfi ber með sér, svar- ar Saso: „Þetta var hrikalegur atburður, ég var í sjokki, og vantrúaður á að ein- hver frá Makedóníu skyldi gera þetta. En ég hef engin svör um ástæðu þess að hann gerði þetta,“ segir Saso, en íslenskir fjölmiðlar greindu frá því að maðurinn, sem var á þrítugsaldri, hefði framið sjálfsmorð vegna sál- rænna kvilla. Í makedónískum fjöl- miðlum er greint frá því að hann hafi kveikt í sér eftir að umsókn hans var hafnað. Konsúll Makedóníu hér á landi, Saso D. Andonov, segir flesta flóttamennina af albönskum uppruna og að þeir leiti ýmist í velferðarkerfið eða atvinnu­ tækifæra. 6 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Jólagjöf gr i l lmeistarans Hamborgarapressa Kjúklingastandur Gerðu þína eigin gæða hamborgara Fjöldi grilla á Jólatilboði Pizzusteinn Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 www.grillbudin.is 15” Spaði og skeri fylgja Fyrir grill og ofna Þráðlaus kjöthitamælir JÓLATILBOÐ 5.990 VERÐ ÁÐUR 8.990 Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 7.990 JÓLATILBOÐ 1.990 VERÐ ÁÐUR 2.490 JÓLATILBOÐ 2.990 VERÐ ÁÐUR 3.990 JÓLATILBOÐ 149.900 VERÐ ÁÐUR 169.900 LED útisería að verðmæti kr. 8.990 fylgir öllum grillum til jóla Niðurfellanleg hliðarborð EGGIÐ Large Alvöru grill fyrir metnaðarfulla grilláhugamenn Opið virka daga kl. 11-18 Opið aðfangadag kl. 10-12 3.900 KR. 1 par 6.900 KR. 3.450 parið 2 pör 9.900 KR. 3.300 parið 3 pör Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Aðeins 9.900 kr. Notalegar og hlýjar jólagjafir Komdu í Dorma TVENNUTILBOÐ Dúnsæng og dúnkoddi Sæng 140x200 cm. 85% smáfiður og 15% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: 9.900 kr Koddi 50x70 cm. 70% smáfiður og 30% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: 4.900 kr. Fullt verð samtals: 14.800 kr. ÓTRÚLEGT jólatilboð Dúnsæng + dúnkoddi Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um allt fótasvæðið. Ný og endurbætt útgáfa! HINIR MARGRÓMUÐU Memory Foam heilsuinniskór

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.