Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 2
Kjartan Eiríks- son er fram- kvæmdastjóri Kadeco. . 2 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur nú skipað sérfræðinga-hóp úr ráðuneytunum til að greina hættuna af sí- hækkandi gengi krónunnar. Vonum seinna. Allt þetta ár og einkum frá liðnu vori hafa allar viðvörunar- bjöllur klingt. Síðustu mánuði hafa allir lúðrar pípt vegna krónunn- ar. Það var þó ekki fyrr en núna í vikunni sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd. Viðvörunarbjöllurnar vöktu ekki ráðherranna til umhugsunar. En þeir fengu undirmenn sína til að hugsa málið. Kannski eigum við að þakka fyrir það. En eru þessi rólyndislegu við- brögð ríkisstjórnarinnar ef til vill merki þess að ekkert sé að óttast? Ég veit ekki. Í nokkur ár hafa viðvörunarbjöllur klingt vegna fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir að sú fjölgun sé í eðli sínu gleðiefni fylgir henni þörf fyrir viðbrögð- um. Einstaklingar og fyrirtæki hafa svarað ágætlega þeim kröfum sem að þeim snýr. Einstaklingar hafa umbreytt heimilum í gistiaðstöðu og skipt um starfsvettvang til að manna ferðaþjónustuna. Fyrirtæki í gisti-, veitinga- eða ferðaþjónustu hafa margfaldað umsvif sín. Ríkið hefur hins vegar varla svarað neinu sem því snýr. Það sama má segja um krónuna. Þrátt fyrir að efnahagslífið nötri hef- ur það ekki vakið ráðherrana. Við hin, sem höfum hag af við- brögðum stjórnvalda gagnvart hækkun krónunnar og fjölgun ferðamanna, verðum að vonast til þess að þetta tvennt hafi áhrif á starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga. Þegar það gerist mun ríkisstjórn sérhagsmuna líklega hrökkva upp til aðgerða. Gunnar Smári ÁHUGALAUS STJÓRN 3 × í viku Lögregla telur Scream-árásina tilefnislausa Lögreglumál „Við teljum að þetta fólk þekkist ekki neitt. Hann hafi ekki þekkt þessa konu áður og hafi ekki setið sérstaklega fyrir henni. Við göngum út frá því að það hafi ekki endilega verið ásetningur að stinga konuna heldur hafi þetta alveg eins getað verið mistök þegar þau rákust saman,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um hnífsstunguna á Greiningar- og ráðgjafarstöð- inni við Digra- nesveg. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Maðurinn var með Scream drauga- grímu fyrir andlitinu. Konan var ekki stungin heldur fremur skor- in, að sögn lögreglu. Talsvert blóð var á vettvangi. Konan sem varð fyrir árásinni telur að maðurinn hafi verið á þrítugsaldri en vegna grímunnar get- ur  hún ekki lýst árásarmanni nánar. „Þó að maðurinn sé klæddur með þessum hætti og hnífur komi við sögu, þá er þetta ekki beint þannig að maðurinn veitist að konunni og stingi hana. „Þau mæt- ast og hún finnur högg í öxlina, þar sem hún var skorin,“ segir Grímur og bætir við að það sé þó mögulegt að konan hafi komið að manninum þar sem hann hafi ætlað að ráðast á annan einstakling. Soffía Lárusdóttir, forstöðumað- ur Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, segir í samtali við Frétta- tímann að starfsmenn séu mjög slegnir. „Það hefur aldrei neitt því- líkt áður gerst á stofnuninni. Stofn- unin þjónustar fyrst og fremst fötluð börn og foreldra þeirra. Þetta hefur verið mjög friðsæl starfsemi,“ seg- ir Soffía. Hún segir að konan, sem varð fyrir árásinni, sé ekki í dag- legum samskiptum við notendur. „Þetta beindist ekki gegn ákveðinni persónu." Þetta er annað skipti á stuttum tíma sem árás á Íslandi virð- ist vera innblásin af hryllingsmynd. Árið 2014 var 15 ára drengur dæmdur í öryggisgæslu fyrir tilraun til mann- dráps. Hann skar háls ungrar stúlku, klæddur grímu, og við skýrslutöku sagðist hann hafa verið undir áhrif- um af hryllingsmyndinni Halloween. Fréttatíminn hefur fengið það stað- fest að drengurinn er enn vistaður í öryggisgæslu. Viðskipti Íslenska ríkið hefur selt 93 prósent af eignum sínum á svæði bandaríska hersins við Reykjanesbæ. Fjárfestingarfélag mun gera upp og leigja út 470 íbúðir. Kaupverð eignanna er fimm milljarðar króna. Verður eitt stærsta leigufélag Íslands. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Fjárfestingarfélagið Ásbrú ehf. mun gera upp og leigja út 470 íbúðir á svæði gamla varnarliðsins á Miðnes- heiði við Reykjanesbæ. Íbúðirnar voru í eigu íslenska ríkisins í gegn- um félagið Kadeco en hafa verið seldar til þessa fyrirtækis, sam- kvæmt tilkynningu frá Kadeco á þriðjudaginn. Kaupverðið var fimm milljarðar króna og var kaupsamn- ingurinn undirritaður þann 20. des- ember. Með viðskiptunum verður til enn eitt leigufélagið á Íslandi sem sérhæfir sig í því að eiga og leigja út íbúðir til almennings en með- al annarra slíkra félaga má nefna GAMMA og Heimavelli. Gunnar Thoroddsen, stjórnar- formaður Íslenskra fasteigna ehf. sem skipuleggur fjárfestinguna, seg- ir að fjárfestarnir ætli að leggja um tvo milljarða króna í lagfæringar á íbúðarhúsnæðinu. Á bak við Ís- lenskar fjárfestingar standa, auk Gunnars, Sveinn Björnsson, fyrr- verandi starfsmaður Novator, Þór- ir Kjartansson og Arnar Þórisson. „Þetta eru um 470 íbúðir og um 17 prósent af íbúðunum er í útleigu nú þegar. Planið er bara það að ráðast í endurbætur á eignunum og laga þær þannig að þær komist í leigu- og íbúðarhæft ástand. Við ætlum að eiga megnið af þessum eignum og leigja þær út áfram þó það sé vel hugsanlegt að við seljum eitthvað af þessu með tíð og tíma.“ Gunnar segir að allar íbúðirnar sem búið er að gera upp sé nú þegar í útleigu. Auk íbúðanna er um að ræða 28 fasteignir sem flokkast sem atvinnu- húsnæði. Í tilkynningu frá Kadeco kemur fram að félagið hafi ekki forsendur til að leggjast í þá tveggja milljarða króna fjárfestingu sem þurfi til að gera íbúðirnar leiguhæfar. Kadeco hefur nú selt 93 prósent af því hús- næði sem bandaríski herinn gaf ís- lenska ríkinu þegar herinn fór frá Íslandi fyrir rúmum áratug. Kjar tan Eir íksson, f ram- kvæmdastjóri Kadeco, segir að ekk- ert tilboð sem barst í eignirnar hafi verið eins umfangsmikið og tilboðið frá Íslenskum fasteignum ehf. Fé- lagið hafi boðið í svo margar eignir. „Þeir gera tilboð í allan eignapakk- ann og þeirra tilboð var hagstæð- ast. Það var ekkert annað tilboð í þessa veru heldur tilboð í stakar eignir. Við gáfum kaupendunum möguleika á því að ákveða sjálfir hversu margar eignir þeir byðu í. Þetta voru einu aðilarnir sem buðu í svona margar eignir. Þetta var ekki eignapakki sem var rammaður inn.“ Gunnar Thoroddsen segir að- spurður að hann vilji ekki gefa upp nöfn hluthafa Ásbrúar ehf. að svo stöddu en hann segir að stofn þeirra séu hluthafar fjárfestingar- félagsins BK eigna ehf. sem hefur keypt upp eignir af Íbúðalánasjóði á þessu ári. Meðal eigenda BK eigna ehf. eru Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson sem í gegnum árin hafa verið nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, Þor- stein M. Jónsson, Óli Þór Barðdal og Baldur Guðlaugsson. Hluthafalisti Ásbrúar ehf. er ekki orðinn opinber hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Leigja 470 íbúðir á svæði varnarliðsins til almennings Hluthafar BK eigna ehf. 27,29% Omega ehf. (Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson) 14,56% JÖKÁ ehf. 9,23% Óli Þór Barðdal 9,10% 147 ehf. 8,82% M ehf. (Þorsteinn M. Jónsson) 7,28% Cappucino Partners 5,46% HAKK ehf 4,55% Baldur Guðlaugsson 3,64% Joseph Stewart 3,61% BMA ehf. 2,09% Olafsson & co ehf. 1,82% Fjallatindar ehf. 1,82% Alvar Invest ehf 0,73% Jon Salisbury Dómsmál Mikill fjöldi skattsvika- mála, sem hafa verið í bið fyrir dómstóli, hafa verið sett aftur á dagskrá. Til marks um það var einn saksóknari hjá héraðssaksóknara, Ásmunda Björg Baldursdóttir, með fimm slík mál á dagskrá á miðviku- dag. Málin eru nokkurra ára gömul en þeim var öllum frestað vegna dómsmáls sem Jón Ásgeir Jóhann- esson höfðaði fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Mál Jóns Ásgeir varðar hvort hann hafi tekið út refsingu með því að fá á sig álag við endurákvörðun skatt- rannsóknarstjóra. Engin niðurstaða er komin í það mál en nýlega féll dómur fyrir Mannréttindadóm- stólnum þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að norska ríkið hefði mátt sekta og síðar dæma tvo menn í fangelsi vegna skattsvika. Ásmunda segir í skriflegu samtali við Fréttatímann að ákveðið hafi verið að fara með málin fyrir dóm nú bæði vegna norska málsins og eins tíma. „Þegar málin voru sett í frest var talið að dómur myndi falla innan örfárra mánaða [í máli Jóns Ásgeirs], talið var að hann myndi falla öðru hvoru megin við ára- mótin 2014/2015. Nú eru liðin tvö ár. Forsendur eru því allt aðrar en þær voru þegar málin voru sett í frest,“ segir Ámunda. Eitt slíkt mál er mál Péturs Þórs Sigurðssonar, héraðsdómslög- manns og eiginmanns Jónínu Bjart- marz, fyrrverandi ráðherra. Hann var ákærður árið 2013 og gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggj- ast að færa bókhald lögfræðistofu sinnar árin 2009 og 2010. Hann gerði upp við skattinn árið 2011. Skattsvikamál hrúgast inn Mörg gömul skattsvikamál fara fyrir dóm á næstunni. Mynd | Hari Maðurinn var með grímu eins og morðinginn í Scream www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.