Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 22.12.2016, Blaðsíða 26
Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Í sálfræði er talað um óheilbrigða sjálfhverfu eða sjálf lægni sem „narcissistic personality disorder“. Það er geðrænn krankleiki sem talið er að um eitt til tvö prósent fólks sé haldið á einum tíma eða öðrum í lífi sínu. Einhverra hluta vegna eru það ívið fleiri karlmenn sem haldnir eru slíkum kvilla en konur, þannig að hægt sé að skil- greina á sjúklegu stigi. Algengast er að slíkar geðveilur komi til hjá ungmennum en síður á fullorðins- aldri og getur slíkur kvilli verið við- komandi alvarlegur fjötur um fót. Bréf til Obama Umræða um þennan persónuleika- brest eykst oft þegar einstaklingur sem virðist haldinn honum kemst í sviðsljós fjölmiðlanna. Þannig vakti athygli á dögunum að þrír virt- ir geðheilbirgðissérfræðingar við Harvard og San Francisco háskóla í Bandaríkjunum rituðu Barack Obama Bandaríkjaforseta bréf þar sem þeir lýstu þungum áhyggj- um sínum af geðheilbrigði arftaka hans í embætti, Donalds Trump. Í bréfinu töluðu sérfræðingarn- ir um að Trump sýndi greinileg einkenni ójafnvægis í geði. Hann virtist þannig upptekinn af eigin meinta mikilfengleik, hann væri hvatvís og yfirmáta viðkvæmur fyrir því þegar litið væri framhjá honum eða hann gagnrýndur. Auk þess töldu sérfræðingarnir að þessi nýkjörni forseti eins valdamesta stórveldis heims ætti erfitt með að greina milli veruleika og ímyndun- ar. Þeir lýstu efasemdum yfir því að hann gæti ráðið við hinn mikla þrýsting sem fylgdi embættinu sem hann mun brátt taka að sér. Víst er að margir þykjast sjá ein- kennin sem fagmennirnir lýsa í fari Trumps og skyldi engan undra að áhyggjur manna séu nokkrar þegar fara saman umfangsmikil völd hans og misheppileg skapgerðar- einkenni. Hvað er sjálfhverfu-röskun? Til þess að teljast haldinn sjálf- hverfu-röskun þarf viðkomandi að vera fastur í mynstri til langs tíma þar sem ýktar tilfinningar um eig- ið ágæti og mikilvægi grípa hann. Viðkomandi hefur þannig sjúklega þörf fyrir viðurkenningu umhverf- isins og getur illa áttað sig á tilfinn- ingum annarra. Sjálfhverfan getur bæði snúist um ytra útlit viðkom- andi eða meinta hæfileika, völd eða til dæmis félagslegan eða við- skiptalegan árangur. Sjálfhverfa var eitt af því sem sál- könnuðurinn Sigmund Freud velti fyrir sér á sínum tíma í tengslum við tilfinningalíf okkar mannanna. Hann komst á þá skoðun að öll værum við að einhverju leyti sjálf- hverf, rétt eins og þráhyggjan byggi í okkur öllum og þörf okkar fyrir viðurkenningu og ást. Þetta þrennt (sjálflægir, þráhyggjukenndir og erótískir (ástleitnir) eiginleikar) blönduðust því saman í hverjum manni. Hlutföllin væru mismun- andi milli einstaklinga. Sjálfhverfa kemur líka oft að góðum notum. Sá sjálf hverfi knýr til dæmis oft fram jákvæð- ar breytingar í umhverfi sínu. Það á til dæmis við í viðskiptalífi, þar sem sá sjálfhverfi spyr gagnrýnna spurninga en á kannski erfitt með að hlusta á svör annarra en sín sjálfs. Hinn sjálfhverfi er líka metn- aðarfullur og lætur fátt stoppa sig. Það er hins vegar alvarlegra þegar ranghugmyndir grípa um sig í kolli hins sjálfhverfa og þá er hætt við að hann einangrist í sam- skiptum manna. Algengt er líka að hinir sjálfhverfu sjái óvini í hverju horni, sem stundum vill þróast yfir í alvarlega vænisýki, einkum þegar álagið er mikið. Þeir sem haldnir eru sjálf- hverfu-röskun átta sig sjaldnast á því hvaða áhrif þeir hafa á aðra í kringum sig og þeir krefjast oft 26 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016 Þegar sjálfsálitið fer úr böndunum Hraustlegt og gott sjálfsálit og sjálfstraust er auðvitað af hinu góða í fari einstaklinga, en getur hins vegar leitt fólk í ógöngur og þvælst fyrir þeim sem búa yfir því í of miklum og jafnvel sjúklegum mæli. Þá er talað um sjálfhverfu-röskun eða jafnvel sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun, en hér er fyrra heitið valið til hægðarauka. Fréttatíminn kannar þetta fyrirbæri. Sálfræðingarnir Sigmund Freud og Heinz Kohut eru meðal þeirra sem hafa velt fyrir sjálfhverfu á háu stigi. Vestur í Bandaríkjunum hafa fagmenn í geðheilbrigðisfræðum lýst áhyggjum sínum á sjálfhverfu Donalds Trump sem brátt tekur við einu valdamesta embætti í heimi. Þeir sem haldnir eru sjálfhverfu-röskun átta sig sjaldnast á því hvaða áhrif þeir hafa á aðra í kringum sig og þeir krefjast oft mikils af þeim sem þeir umgangast. Þeir vilja að á sig sé hlustað án tafar og með fullri athygli og eru ófærir um að átta sig á kröfunum sem þeir leggja á aðra í umgengni við sig. Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringar- ríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eld- húsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur, Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3 og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.